Dagur ţorir ekki og sendir embćttismenn í viđtöl

HelgiŢegar gagnrýni eykst á meirihlutann í borgarstjórn fer hann í felur. Í stađinn er embćttismönnum att í viđtöl viđ fjölmiđla. En bíđum viđ, ţegar meirihlutinn getur ekki lengur faliđ sig semur hann leikrit og heldur sig viđ fáránlegt handrit.

Muniđ ţegar Jón Gnarr ţurfti ađ svara fyrir niđurskurđ í umhirđu grćnna svćđa. Hvađ sagđi hann? Jú, njólinn er fallegur og gaman ađ sjá gróđurinn vaxa á nattúrlegan hátt. Fyrir vikiđ var hrikalegt ađ sjá borgina en enginn sagđi neitt. Jón Gnarr er svo skemmtilegur og fyndinn. Vinstri menn hefđu orgađ af vandlćtingu og heift hefđi borgarstjóri Sjálfstćđisflokksins látiđ ţetta út úr sér.

Nú kvarta Reykvíkingar hástöfum yfir lélegum götum, holunum sem geta stórskemmt međalbílinn. Og hvar er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri? Hann lćtur ekki ná í sig heldur sendir Ámunda Brynj­ólfs­son­ar, skrif­stofu­stjóra fram­kvćmda og viđhalds hjá Reykja­vík­ur­borg til fjölmiđla.

Ágćtis mađur hann, Ámundi, en hann virđist múlbundinn og ţorir ekki ađ tjá sig eđlilega, starfiđ hans er í húfi. Í viđtali viđ Ríkissjónvarpiđ í vikunni viđurkenndi hann međ semingi ađ ţörf vćri á miklu meira fjármagni í viđhald gatna, meira en ţessar 700 milljónir sem áćtlađar eru á ţessu ári. Samt eru til 200 milljónir sem leggja á í Grensásveg. Fyrir rúmu ári voru lagđar 80 milljónir í breytingar á Hofsvallagötu sem urđu bara til ţess ađ gatan versnađi.

Hvađ myndi svo Dagur segja ţegar loksins nćst í hann. Jú, eflaust myndi hann gnarrast eitthvađ á ţá leiđ ađ holur borgarinnar vćru bara laglegar og sem listaverk. Ţar ađ auki vissi hann um fjölda gatna međ fáar eđa engar holur.

Allur ţessi feluleikur byggir á einfaldri stađreynd. Eftir langt valdaskeiđ vinstri flokka er Reykjavíkurborg nćr gjaldţrota. Skuldastađan hefur aldrei veriđ verri og ástćđan er einfaldlega sú og stór hluti framkvćmda hefur veriđ fjármagnađur međ lánum. Peningar eru ekki til í borgarsjóđi. Skuldastađan óbćrileg og samdráttur á öllum sviđum.

Gjaldţrota borgarstjórnarmeirihluti ţorir auđvitađ ekki ađ svara fyrir gjörđir sínar enda yrđi málflutingur hans holóttur eins og götur borgarinnar.

Teikningin var tekin ófrjálsri hendi úr Morgunblađinu í dag, höfundur er Helgi Sigurđsson.

 


mbl.is Telja ástand gatna viđunandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fáránlegt ađ senda embćttismann sem engu rćđur, til ađ svara fyrir pólitískar ákvarđanir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2016 kl. 14:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband