Ég ligg undir feldi og íhuga ...

Vegna fjölmargra áskorana hef ég ákveðið að leggjast undir feld og íhuga mín mál. Í lífi hvers manns kemur sú stund að hann þarf að taka ákvarðanir um framtíð sína.

Ég er afar þakklátur þeim fjölda fólks sem tekið hefur eftir því að mikilvægi mitt í jarðlífinu byggist ekki aðeins á einkahagsmunum mínum heldur heldur þurfi ég að hugsa til samfélagsins alls og hvað því er fyrir bestu.

Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hef nú lagst undir feld og mun ekki birtast aftur fyrr en helv... flensan hefur rjátlast af mér.

Þakka þeim sem hafa bent mér á einkenni flensunnar. Sérstaklega þeim sem fullyrða að ekki sé hægt að hafa mig á vappi um borg og bý, smitandi annað og merkilegra fólk sem leggur jafnvel sumt hvert mun dýpri merkingu í undirfeldarskriðið en við hin grunnhyggnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góður, en ég óska þér góðs bata.  Sem betur fer fæ ég örsjalan þetta sem kallað er flensa, sem betur fer. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2016 kl. 19:31

2 identicon

Ég hélt þú værir komin með forsetaflensunalaughing

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.2.2016 kl. 06:55

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vegni þér vel í baráttunni Sigurður. Er sjálfur að rísa úr rekkju eftir þessa helv... flensu og átta mig þá á að ég hef tapað heilum þrem sólahringum úr lífi mínu, sólahringum þar sem ég vissi hvorki í þennan heim né annan.

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2016 kl. 08:32

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er nú svona frekar misskilinn maður, sérstaklega þegar ég reyni að vera fyndinn. Get því miður engum um kennt en sjálfum mér.

Finnst raunar alveg makalaust hversu margir íhuga forsetaframboð. Hlýtur að vera löng biðröð að þessum feldi.

Annars skreið ég undan mínum feldi í morgun og er bara stálsleginn eftir djúpan nætursvefn. Svo virðist sem ég fái ekki að sinni þennan andsk... sem Gunnar Heiðarsson fékk. 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.2.2016 kl. 09:40

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég var líka viss um að þetta væri Forsetaframboðshjal og verð að segja frekar vil ég þig en þessa listamenn og fylgifólk þeirra en mest af öllu vil ég Ólaf áfram en maður var farin að treysta honum . 

Valdimar Samúelsson, 26.2.2016 kl. 09:49

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ja mikið andsk... er það gott Sigurður:) 

Jónas Ómar Snorrason, 26.2.2016 kl. 10:23

7 Smámynd: Elle_

Allavega skildi ég þig í þetta sinn, Sigurður.  Datt ekki forseti í hug í sekúndu.  Ekki eftir að ég misskildi húmorinn þinn svona illilega í pistlinum um Össur í forsetann.

Elle_, 26.2.2016 kl. 11:31

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þú ættir kannski að hugleiða frekar en að íhuga Sigurður?

Og hugleiðing sem kallast víst Haathi-jóga, eða eitthvað svoleiðis, er víst gáfuleg hugleiðing. Man ekki hvaðan ég hef þessa visku.

Hef ekki ennþá prófað þá hugleiðingu sjálf, en það er víst aldrei of seint að verða að virðingarverðri og réttindanna meðtöldu vitsmunaverum, hér á Frímúrara-mafíustýrðri jörðinni?

Góðan bata :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.2.2016 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband