Skilja Vinstri grænir Borgunarmálið eða giska þeir bara?
16.2.2016 | 17:45
Líklega er það bara mannlegt að reyna að finna blóraböggul til að taka alla þá sök sem hægt er. Hins vegar er það aldrei stórmannlegt að kalla eftir blóði, síst af öllu áður en öll kurl eru komin til grafar.
Vinstri grænir eru þannig innbyggðir að þeir þykjast vita meira en allir aðrir og skilja allt betur. Þess vegna eru þeir svo fljótir að kalla eftir afsögn, en aðeins þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Þegar þeir eru í stjórn skipuleggja þeir skjaldborg um alþýðu manna og heimilin eins og gerðist á síðara kjörtímabili. Vegna aðgerðarleysis og jafnvel skilningsleysis þjáðist fólk innan þessarar skjaldborgar og fjöldi dæma sannar að Vinstri grænir tóku afstöðu með fjámagnseigendum frekar en alþýðu manna.
Auðvitað má taka ofan fyrir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, fyrir að skilja út á hvað Borgunarmálið snýst.
Að vísu var hún og aðrir þingmenn Vinstri græna svo grænir að reyna að draga Bjarna Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra til ábyrgðar í því máli og kröfðust afsagnar hans. Að vísu rann á þá réttur litur er þeir skildu að Bankasýslan fer með málefni bankans en ekki ráðherrann og þeir roðnuðu lítilsháttar vegna skilninsleysisins.
Og nú halda Vinstri grænir að þeir hafi áttað sig á eðli Borgunarmálsins og vilja að blóðið renni. Öll yfirstjórn Landsbankans á að víkja.
Hver í ósköpunum getur tekið mark á skilningi Vinstri grænna hvort heldur þeir eru grænir eða rauðir í framan? Ekki áttuðu þeir sig á Icesave og gera ekki enn. Þeir halda fram að með Svavarssamningnum hefði þjóðin engu tapað og væri í dag í betri stöðu en án þeirra. Aðrir þakka þó sínum sæla fyrir því að þjóðin var ekki gerð ábyrg fyrir skuldum óreiðumanna og tók ekki á sig vexti sem hlotist hefðu af samningum Svavars Gestssonar.
Og hvorki Vinstri grænir né aðrir skilja hvers vegna Kaupþing og Glitnir voru afhentir kröfuhöfum án nokkurrar greiðslu. Það mál vekur nú ekki traust á þessum minnihlutahópi í íslenskum stjórnmálum.
Vinstri grænir skildu ekki heldur klyfjar gengislána og gerðu ekkert á stjórnartíma sínum en að styrkja bankana þegar Hæstiréttur dæmdi þau ógild.
Þeir skildu ekki áhrif hrunsins á eignir heimila og fjölskyldna og neituðu að koma til móts við þá sem áttu í vanda.
Lái manni hver sem vill en ég hef þá trú á skilningi Vinstri grænna hvort þeir eru í ríkisstjórn eða utan. Það kjaftar á þeim hver tuska í dag fyrir hönd alþýðu landsins en það er bara ekkert að marka.
Ég held að þeir séu að notfæra sér þetta Borgunarmálið til að sýnast klárari en þeir í raun og veru eru, þekir eru bara að giska sem er mun verra en að vera illa að sér.
Stjórn Landsbankans víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Fyrst langar mig að spyrja þig, ertu góður á skautum?? Ástæðan er sú, að þú skautar fimlega framhjá aðalatriðim. Lætur algerlega undir höfuð leggjast, að krefjast ábyrgðar þeirra sem að málinu koma. Frekar ferðu í þann frasa að réttlæta óskapnaðinn, benda á flísina í auga bróður þíns, en minnast ekki á bjálkann í þínu eigin auga. Málið sníst um eitt og aðeins eitt. það var framið RÁN, um er að ræða miljarða rán. Hvar Bjarni Ben. kemur að því máli er í raun aukaatriði. Aðalmálið er, það var reynt að leyna upplýsingum um verðandi komandi hagnað Borgunar, vegna breytingar á alþjóðlegu eignarhaldi. Hver/hverjir á endanum ber ábyrgðina Sigurður???
Jónas Ómar Snorrason, 16.2.2016 kl. 19:17
Jónas, þú talar algerlega í kross við sjálfan þig. Sigurður er einmitt að gagnrýna offorsið í VG þegar þeir heimta að hausar fjúki áður en ljóst er hverjir beri ábyrgðina.
Það eru annars ansi mörg og stærri Borgunarmálin á samvisku Steingríms og VG í síðustu stjórn. Þar var kröfuhöfum afhent skuldabréf á skiterí og fengin öheft heimild til að rukka fullt og jafnvel meira fyrir kröfurnar. Svo skulum við ekki gleyma sölu Steingríms á FIH bankanum danska sem var veð fyrir 73 milljarða neyðarláni til kaupþings fyrir hrun. Þann banka seldi hann á 103 milljarða, en hann var aíðar seldur á um 1200 milljarða.
Af hverju hann og Már eru ekki á Kvíjabryggju fyrir vikið ögrar öllum náttúrulögmálum.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.2.2016 kl. 19:36
Kæri Jónas Ómar. Eins skynsamur og þú ert kemur mér það mikið á óvart að þú skulir láta einhvern annan lesa fyrir þig pistilinn minn í stað þess að gera það sjálfur.
Ég get hreinlega ekki dregið aðrar ályktarnir því í pistlinum er engin afstaða tekin til málsins vegna þess að, eins og fram kemur, öll kurl eru ekki komin til grafar. Þar af leiðandi forðast ég að taka afstöðu, aðalatriðin eru ekki ljós.
Þú, hins vegar, telur þig vera með allt á hreinu, og það er ábyggilega gott fyrir sjálfsálitið. Á móti kemur að sá sem tjáir sig um það sem hann veit fátt um er ekki beint áreiðanlegur.
Svo finnst mér alveg makalaust hvað sumir eiga auðvelt með að draga ályktanir af fyrirsögnum, ekki af málavöxtum.
Já, hver ber ábyrgðina? Ef málavextir væru ljósir þyrfti ekki að spyrja.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.2.2016 kl. 19:37
Bestu þakkir fyrir gott innlegg, Jón Steinar. Já, gleymum ekki sölunni á danska bankanum. Sá virðist beinlíns hafa verið seldur við lágu verði til að hægt væri að nota söluna í pólitískum tilgangi. Ætli það sé ekki kominn tími á upprifjun á klúðri vinstri stjórnarinnar og leggja fram kröfu um kæru fyrir Landsdómi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.2.2016 kl. 19:41
Sæll Sigurður, vil bera fram afsökunarbeiðni til þín. Ég las ekki pistil þinn til hlítar, algerlega mín misstök(ekki yfirlesra:). Nú er ég ekki á nokkurn hátt VG aðili, tel reyndar að margt hefði getað farið betur hjá síðustu stjórn. En, ég held einnig að við getum verið sammála um það, að í allt of mörg horn var að líta, come on, landið var tæknilega gjaldþrota. Sennilega erfiðasta skeið einnar stjórnar. En á hinn boginn, tók sú stjórn allt of mikið upp í sig, byggða á hæpnum styrk, en fengum það þó fram að Ásmundur Einar Daðason var ætíð framsóknarmaður, inn að að merg. Mér finnst alltaf ósanngjarnt að tala Skjaldborgina, sem Jóhanna vissulega mynntist á, eftir kostningar. Tel að hún hafi að vissu leiti staðið við það, reyndi að verja velferðarkerfið, sem best hún gat. það að finna blóraböggul vegna Borgunarmálsins, er tímaskekkja. Gerningin á að afturkalla nú þegar, reka stjórn og bankastjóra þegar í stað. Allt annað er meðvirkni, reyndar ætti fjármálaráðherra að segja af sér, það er til minna tilfelli sem dæmi.
Jónas Ómar Snorrason, 16.2.2016 kl. 21:09
Þú ert sómamaður, Jónas Ómar, og mér þykir alltaf varið í þegar þú kemur með athugasemdir. Þú þarft ekkert að afsaka þig, ég fattaði athugasemdina þína fljótt.
Mér finnst hins vegar frekar vont þegar ég er álitinn heimskari en ég er. Má vera að ekki sé úr háum söðli að detta en ég held dauðahaldi í það litla sem ég hef.
Reyni svona oftast að hvetja til málefnalegrar umræðu, það er svo auðvelt að vera með sleggjudóma.
Annars hef ég fengið meira og meira álit á Ásmundi Einari Daðasyni en minna verður úr skjaldborginni eftir því sem hún er betur skoðuð.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.2.2016 kl. 22:34
Ég ætlaði að segja þetta gott Sigurður, en get ekki annað en andmælt því sem þú segjir um gáfnafar þitt. Ætli ég beri ekki hvað mesta virðingu fyrir þér á þessu bloggi. Ert heiðursmaður fram í fingurgóma, og verður að halda þér fast í söðlinum, því fallið er vissulega hátt:) ÁED á örugglega sína kosti, ég einungis benti á, að þar komst hann heim í heiðardalinn, fann sinn dal réttara sagt í framsóknarflokknum, þar sem hann átti alltaf heima.
Jónas Ómar Snorrason, 17.2.2016 kl. 07:17
O ætli almenningur skilji þetta ekki mæta vel.
Sjallar, framsóknarmenn og almennir þjóðrembingar stela frá almenningi.
Þetta er ekki einu sinni frétt lengur heldur bara daglegt brauð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2016 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.