Sóley Tómasdóttir í vörn vegna miðbæjarskipulagsins

Hvað skipulagsmál í miðborginni varðar, þá held ég að langflestir séu sammála um það að það mætti vera minna byggingarmagn á þeim reit sem að um ræðir. Það er aftur á móti ekki það sem ég hef mestar áhyggjur af.

Það sem mér finnst undarlegt og mér finnst vera eitthvað sem þarf að fara að ræða, er áhugasvið forsætisráðherra og það hvernig hann ítrekað virðist vera að skipta sér af viðfangsefnum sveitarstjórnarstigsins. Ég velti því fyrir mér hvort forsætisráðherra ætli að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða eða öðrum viðfangsefnum sveitarstjórnarstigsins. Hvort honum sé eitthvað óviðkomandi yfir höfuð.

Þetta segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, í visir.is í dag. Hún fordæmir skoðanir forsætisráðherra á skipulagi miðbæjar Reykjavíkur. Engu að síður virðast borgarbúar vera sammála ráðherranum og skilja lítið í skipulaginu.

Stefnuleysi meirihlutans í borgarstjórn er æpandi. Þar er engin virðing fyrir fortíðinni, allt miðast við að byggja sem mest á hverjum stað.

Afskipti forsætisráðherra eru fullkomlega eðlilegar. Reykjavík er höfuðborg landsins og allir hafa leyfi til að benda á það sem þar fer miður. Ástæðan er einfaldlega sú að skipulag er þess eðlis að þegar hafist er handa við vinnu samkvæmt því er ekki aftur snúið. 

Skiptir engu þó Sóley Tómasdóttir skæli í fjölmiðlum og hreyti einhverjum ónotum í forsætisráðherra, hún má gera það sem henni þykir mestur sómi að. Hitt sjá allir að hún reynir að beina athygli frá gagnrýni ráðherrans og að einhverju allt öðru. Staðreyndin er nefnilega sú að skipulag norðurhluta miðbæjarins gengur ekki upp, það er í engu samhengi við syðri hlutann.

Svo má benda forsætisráðherra á að einstakir miðar á sundstaði borgarinnar eru seldir við okurverði. Sóley Tómasdóttir vill ekki taka á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband