Árni Páll krefst rannsóknar eftir pólitískum hentugleikum
22.1.2016 | 11:40
Í ađalatriđum held ég ađ ţađ fyrirkomulag sem sett var upp hafi gengiđ vel. Ţađ verđur ekki bćđi sleppt og haldiđ, eins og mér finnst hv. ţingmađur og reyndar margir fleiri stundum óska sér. Ţađ varđ niđurstađa Alţingis ađ skilja međ mjög skýrum og afdráttarlausum hćtti á milli stjórnmálanna og ţess hvernig fariđ vćri međ eignarhaldiđ í fjármálastofnunum sem ríkiđ ćtti ađild ađ. Ţađ er einfaldlega ţannig ađ Bankasýslan er algerlega sjálfstćđ í störfum sínum og ráđherra er samkvćmt lögum bannađ ađ hafa afskipti af ţeim nema međ tilteknum hćtti sem er ţá í formi skriflegra tilmćla sem Bankasýslan bregst viđ og ţau samskipti eru síđan gerđ opinber.
Ţetta sagđi Steingrímur J. Sigfússon á Alţingi 21. október 2010, en ţá var á ţinginu rćtt um kaup Framtakssjóđs lífeyrissjóđanna á eignarhaldsfélaginu Vestía. Landsbankinn seldi félagiđ í án nokkurs útbođs eđa í söluferli af neinu tagi.
Í gćr virđist dálítill annar skilningur uppi á möguleikum fjármála- og efnahagsráđherra ríkisstjórnar Íslands en var ţegar Steingrímur Sigfússon gegndi stöđunni.
Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar sagđi ţetta á Alţingi í gćr:
Viđ vissum ţađ eftir umfjöllun á opinberum vettvangi á síđasta ári, um sölu Landsbankans á Borgun, ađ ţađ fyrirtćki hafđi veriđ selt til útvalinna kaupenda sem voru sérvaldir af Landsbankanum og fengu einir ađ bjóđa í Borgunarhlutinn. Salan fór fram í leyni og án nokkurrar samkeppni um verđ og verđiđ var hlálegt miđađ viđ virđi fyrirtćkisins og arđgreiđslur úr ţví.
Hvernig hyggst hćstv. ráđherra bregđast viđ og endurreisa traust á Landsbankanum eftir ţessa hörmungarsögu alla saman [sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun]? Styđur hann hugmyndir okkar um rannsókn á sölunni, fyrirkomulagi hennar og tildrögum? Mun hann standa međ okkur ađ ţví ađ knýja fram slíka rannsókn til ađ allt fáist upp á borđ varđandi ţessi viđskipti og ţá sé hćgt ađ draga af ţví lćrdóm ţegar viđ höldum áfram međ fyrirsjáanlega sölu ríkiseigna á nćstu missirum?
Formađur Samfylkingarinnar óskađi ekki eftir rannsókn á sölu Landsbankann á eignarhaldsfélaginu Vestíu á árinu 2010, var hann ţó međ fullri međvitund og glađvakandi. Nú vill hann upphefja gríđarlegar rannsóknir á sölunni á Borgun og heldur ađ fjármála- og efnahagsmálaráđherra hafi einhver tök á ţví ađ seilast til innan Landsbankans og tukta ţar menn.
Steingrímur J. Sigfússon, ţáverandi fjármálaráđherra, og Bjarni Benediktsson, sem gegnir stöđunni nú, eru sammála um ţessi mál. Bankasýslan fer međ málefni Landsbankans en ekki stjórnmálamenn. Punktur.
Skýringin á upphlaupi Árna Páls er einfaldlega ţessi: Pólitísk markmiđ Samfylkingarinnar eru ađ berja á núverandi ríkisstjórn, skiptir engu ađ síđasta ríkisstjórn gerđi nákvćmlega ţađ sama. Ţá var ţađ ekki glćpsamlegt en er ţađ nú.
Er nokkur furđa ţótt margir dragi í efa ađ Samfylkingin eigi framtíđ fyrir sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.