Er Kári Stefánsson hættur að leggja samstarfsfólk sitt í einelti?
17.1.2016 | 16:40
Ég sagði að ég hafi rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins í Kringlunni í gær og að hann hafi komið með þá kenningu að frumvarpið hafi verið samið af Högum.
Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í viðtali við mbl.is. Með öðrum orðum sagt er Kári að dreifa sögusögnum. Það verður honum aldrei til framdráttar, en hversu mikinn frama þarf hann frekar.
Ég hitti lögreglumann í gær sem sagði að hann væri ekki viss um að Kári Stefánsson sé hættur að leggja samstarfsfólk sitt í einelti.
Er ekki alveg hrikalegt hversu vondur maður Kári er?
Jú, hann er skeppna.
Hann er skíthæll enda leggur hann samstarfsfólk sitt í einelti?
Með því að dreifa sögusögnum er verið að gera lítið úr viðkomandi. Hér er ég að skrökva til um Kára og læt þess getið hvernig fólk hugsanlega gæti tekið á svona upplögnum fréttum. Er það ekki tilgangurinn með sögusögnum?
Sá sem ekki getur vitnað til heimildarmanns er einfaldlega að fara með staðlausa stafi. Slíkt er afar ómerkilegt.
Ég hef enga trú á því að þingmaður einhvers flokks vilji vera heimildarmaður Kára sé um að ræða eitthvað sem gæti komið samflokksmanni hans illa. Raunar er ég þess fullviss að enginn þingamaður ljúga upp á samþingmann sinn, sama í hvaða flokki hann er.
Ég er ekki jafnviss um heilindi Kára Stefánssonar eigi ég að taka mig af sögu hans um að þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi fengið Haga til að semja áfengisfrumvarpið. Og að Kári skuli leggja samstarfsfólk sitt í einelti. Hræðilegt ...
Segir yfirlýsinguna illa hugsaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurður, nú gengur þú aðeins fram af sjálfum þér í rökhyggjuni. Ert eiginlega að fara í manninn, en ekki boltann. þetta segji ég beinlínis vegna þess, að Kári á engra hagsmuna að gæta, hefur einungis að leiðarljósi væntumþykju um samborgara sinna. Ég er honum sammála í megin atriðum. Að taka svona er kjánalegt og hugsanlegt dæmi, er rökþrot. Ég gæti því sagt, að þú hefðir náð deal við Haga, um sölu á Væntumþykjubjórs á Íslandi. Þú verður að skylja, það er munur á ummælum fólks, hvort það hafi hagsmuni eða ekki. Mátt alls ekki blanda því saman.
Jónas Ómar Snorrason, 17.1.2016 kl. 17:25
Hann gefur því skotleyfi á sjálfan sig. Hvers vegna í ósköpunum ætti þingmaður Sjálfstæðisflokksins að skrökva upp á samflokksmann sinn? Þetta getur alls ekki upp hjá Kára. Engin væntumþykja í því að skálda upp ummæli.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.1.2016 kl. 18:04
Ef ég man rétt þá tapaði fólk fúlgum fjár á Íslenskri Erfaðrgreiningu og var fyrirtækið ekki mjög vinsælt eftir það síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Framámaður þess var mikið í fréttum og jafnvel til vandræða í flugvélum milli landa, var greinilegt að viðkomandi höndlaði ekki áfenga drykki, þess vegna skal nú þrengja aðgengi allra annara að því vegna þess, þetta er svipað og að innbrotsþjófar ráði styrkleika glers í búðargluggum. Ég bjó í Astralíu um skeið og var áfengi selt þar í svokölluðum Bottle shops og verð ég að segja að ekki virtust vandamál ástrala vera meiri en okkar vegna ofdrykkju. Ég veit einnig að í USA er svipa kerfi. Mér sýnist forsjárhyggjan vera enn og aftur á ferðinni og ýmsir að reyna að gera sjálfa sig dygra eftir eigin afglöp.
Halldór Waagfjörð, 17.1.2016 kl. 18:49
Það er auðvitað gersamlega óhugsandi að hagsmunaaðilar hafi átt aðkomu að þessu frumvarpi eða öðrum frumvörpum ríkisstjórnarinnar. OG vitaskuld ennþá fráleitara að láta sér detta í hug, hvað þá að segja það upphátt, að þingmaður Sjálstæðisflokksins láti sér til hugar koma að segja ósatt. Algerlega óhugsandi!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2016 kl. 19:07
Ef til vill eru til heiðarlegir þingmenn í hópi sjálfstæðisflokksins, sem vilja senda út meldingu um mál sem þeim hugnast ekki. Það gæti líka verið, og hvað er þá öruggara en að segja Kára það, sem bæði segir frá og síðan segir ekki frá - heimildarmanni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2016 kl. 11:11
Ef áhugi er fyrir því, Ásthildur, má tortryggja hvern einasta mann og reikna með að allir séu vondir og spilltir. Þannig neikvæðni hlýtur þó að vera afar leiðinleg. Betra er að trúa að hið góða í hverjum manni.
Ég held að það sé þykkja í Kára út af heilbrigðismálum, ég skil hann vel. Það afsakar þó ekki gróusögur.
Með því að bera fyrir sig nafnlausan heimildarmann er hvort tveggja hægt, að ljúga og segja satt, jafnvel hálflygi eða hálfsannleika.
Í nýlegum dómi sem Kári fékk á sig virðist hann síður en svo óskeikull.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.1.2016 kl. 11:33
Kári setti ofan á Sprengisandi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2016 kl. 11:35
Það næðir um hann og hefur raunar alltaf gert,þar kemur að hann blæs á móti.
Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2016 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.