Er ekki ráð að Ögmundur og Stefán sameinist?

Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið?

Svo segir Ögmundur Jónasson, alþingismaður á heimasíðu sinni, ég er „áskrifandi“ að pistlum hans, fæ tvær meldingar í hvert sinn er hann skrifar eitthvað þar. 

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, skrifar stundum pistla á vefritið Eyja. Stundum les ég greinar hans. Hann segir á í pistli

Kanski Viðskiptaráð ætti að líta sér nær. Það eru ansi margar stofnanir og samtök einkageirans að gera það sama og Viðskiptaráð, þ.e. að reyna að hafa áhrif á stjórnmálin í þágu eigin hagsmuna (SA, LÍU, SI, Samtök atvinnurekenda, SFF, o.m.fl.). Þarna mætti sameina og spara, í anda tillagna Viðskiptaráðs.

Þetta er allt fjármagnað með félagsgjöldum á fyrirtæki, sem fleyta kostnaðinum svo út í verðlagið. Við erum með eitt hæsta verðlag í heimi, án þess að hafa hæstu laun í heimi. Kanski það sé á ábyrgð einkageirans? Væri ekki verðugt verkefni fyrir Viðskiptaráð að lækka verðlag á Íslandi, með hagræðingu í einkageira, án þess að lækka laun vinnandi fólks?

Hérna eru komnar athyglisverðar tillögur um að frjáls félagasamtök sameinist og það leggja þeir vinstri mennirnir Ögmundur og Stefán fram hvor í sínu lagi.

Í anda tillögu þeirra sýnist mér tilvalið að Ögmundur og Stefán sameinist. Eru þeir ekki sama tóbakið?

Rökstuðningurinn er sá að þeir eyða hvorir um sig plássi á netinu við að messa um sömu málin. Væri ekki verðugra að þeir litu til hins fækkandi hóps vinstri manna á Íslandi og skrifuðu hér eftir sameiginlegar greinar til að auðvelda fólki lesturinn og afla upplýsinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég les ekki mikið eftir Ögmund, en ég les yfirleitt pistlana hans Stefáns Ólafssonar og þeir eru oftar en ekki frábærir, bæði málefnalegir og virðingarverðir.  Ég treysti honum betur en þessi Viðskiptaráði og hálsbindunum þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2015 kl. 16:36

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rétt að gefa báðum tækifæri til að sanna sinn málsstað?

Ég er enn reið út í kosningasvik Ögmundar árið 2009.

En það þýðir ekki að ég hafi skoðanaleyfi til að afskrifa allt sem frá þeim kerfisþeytu-vindaða manni hins ómögulega kemur, eins og Ögmundur virðist vera í raun.

Ekkert í lífinu er auðvelt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.12.2015 kl. 01:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott setning Anna; "kerfisþreytuvindaða manni hins ómögulega" hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2015 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband