Ţrjú ţúsund og ţrjú hundruđ jólakveđjur út í tómiđ

JólakveđjurÍ morgun gekk ég út á svalir, eins og ég geri jafnan árla á Ţorláksmessu, dró nokkrum sinnum djúpt andann og hrópađi síđan af öllum kröftum:

Sendi ćttingjum og vinum bestu óskir um gleđileg jól og heillaríkt nýtt ár. Ţakka allt á árinu sem er ađ líđa.

Svo beiđ ég í dálitla stund ţangađ til svörin bárust:

Já, sömuleiđis, gleđileg jól, kallađi einhver.

Haltu kjafti, helv... ţitt. Fók er ađ reyna ađ sofa hérna, öskrađi rámur kall.

Ha ..., kaseiru? hrópađi skrćk kona.

Hundur gelti, annar tók umsvifalaust undir og köttur mjálmađi.

Ég gekk inn í stofu, nennti ekki ađ hlusta á hundgá, jafnvel ţótt fyrr eđa síđar myndi hundur sonar míns, hann Fróđi (sko hundurinn heitir Fróđi ekki sonurinn) hugsanlega gelta, mér eđa einhverjum öđrum til ánćgju.

Engu ađ síđur velti ég ţví samt fyrir mér hvort ekki vćri skynsamlegra ađ senda jólakort eđa tölvupóst. Ţetta hef ég hins vegar gert á Ţorláksmessu frá ţví ég var barn og međ ţví sparađ mér ótrúlegar fjárhćđir í kaupum á jólakortum og frímerkjum.

Nú kann ábyggilega einhver ađ misskilja mig og halda ađ ég sé ađ gagnrýna ţann hálfra aldar gamla siđ ađ senda jólakveđjur á gufunni Ríkisútvarpsins.

Nei, nei, nei ... Ţví er nú víđsfjarri, en úr ţví ađ veriđ er ađ brydda upp á ţessu, man ég aldrei eftir ađ hafa heyrt jólakveđju til mín eđa ţeirra sem ég ţekki.

Nú má vel vera ađ enginn sendi mér jólakveđju í útvarpinu, sem í sjálfu sér er dálítiđ sorglegt. Hitt kann ţó ađ vera jafn líklegt ađ útilokađ sé ađ hlusta međ einbeittri athygli á ţrjú ţúsund jólakveđjur lesnar í belg og biđu í tvo daga samfleytt og ná ađ grípa ţá réttu. Ýmsum kann ađ finnast ţađ álíka sorglegt.

Fyrst veriđ er ađ misskilja viljandi tilganginn međ ţessum skrifum mínum vil ég nefna, í fullkominni vináttu, kurteisi og virđingu fyrir hefđum fólks, ţá stađreynd ađ ţađ er ábyggilega ódýrara og markvissara ađ hrópa kveđjur af svölunum en ađ borga Ríkisútvarpinu fyrir ađ lesa ţćr út í tómiđ.

Ţá hrekkur ţetta eflaust upp úr lesandanum:

En ţađ er svo gasalega jólalegt ađ hlusta á jólakveđjulesturinn á gufunni.

Já, ţví skal ég nú trúa. Ţađ er líka obbođslega jólalegt ađ tala til ţjóđarinnar úti á svölum á Ţorláksmessumorgni.

(Vilji svo til ađ einhver glöggur lesandi telji sig hafa lesiđ ofangreindan pistil á Ţorláksmessu á síđasta ári skal tekiđ fram ađ höfundur fer jafnan út á svalir ţennan dag)

(Myndin er af sérútbúnu ökutćki viđ dreifingu á jólakveđjum Ríkisútvarpsins. Hugsanlega  blandast einhver snjór međ kveđjunun, en ţađ er nú bara svoooo jólalegt)


mbl.is 3.300 jólakveđjur lesnar í ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Góđur, ég sendi ţetta bara út á netiđ, sjálfri mér til ánćgju og sennilega nágrönnum mínum til mikillar gleđi En gleđileg jól til ţín og takk fyrir skemmtileg skrif oft á tíđum.  wink

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 23.12.2015 kl. 18:56

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ţakka ţér fyrir, Ásthildur. Alltaf gaman ađ fá skrif frá ţér. Gleđileg jól og megi nćsta ár verđa ţér og ţínum gott.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 23.12.2015 kl. 18:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

smile

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 23.12.2015 kl. 21:08

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ţetta á sennilega eftir ađ koma. Kosmósiđ er alltaf svolítiđ lengi á leiđinnismile. En ţangađ til:gleđileg jól til ţín og ţinna.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.12.2015 kl. 22:40

5 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ţakka ţér fyrir, Jósef Smári, og sömuleiđis, gleđileg jól til ţín og ţinna.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 23.12.2015 kl. 22:46

6 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Ţađ verđur aldrei öllum gert til hćfis. Ég hlusta á jólakveđjurnar og ţađ gleđur mig. Ţađ eru ekki allir á ferđ og flugi, né í fullu fjöri, utan ríkisútvarps-hljóđdreifingarinnar leyfđu hlustunar.

Kannski er ţetta of dýrt fyrir svona rćfla eins og okkur öryrkjandi gamlingjana. En megum viđ ekki hafa eitthvađ eftir af gömlu kjölfestunni, í stjórnlausa lífeyris/bankarćningja-stjórnsýslu-umróti nútímans?

Eđa eru jólakveđjurnar kannski of dýrar, af ţví ţćr skila kannski of mikilli ánćgju til landsmanna, án gífurlegs hagnađar falsađra peninga lífeyris/bankaránanna?

Til hvers er ţetta líf eiginlega kćra fólk, ef enginn má gera neitt sem ekki skilar bönkum og lífeyris/fjármálarćningjastofnunum hagnađi?

Gleđileg jólakveđja til ykkar sem eruđ í nútímalegu og ferđafrjálsu fjöri, óháđ heimasetunni, og utan ţarfa ríkisútvarpsins.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 23.12.2015 kl. 23:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband