Veljum betri stað fyrir nýjan Landspítala
17.10.2015 | 12:42
Nýr Landspítali mun gjörbreyta ásýnd Skólavörðuholts, gera það ljótt og ómanneskjulegt. Þar er verið að búa til borgarvirki mitt í grónu hverfi. Hugsandi fólk veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvað þurfi að gera þegar borgaryfirvöld og ríkisvald velja stað fyrir spítalann.
Hér eru nokkur atriði:
- Fellur skipulagið inn í umhverfið sem fyrir er? Svar: Nei
- Eru verður skipulagið til bóta? Svar: Nei!
- Er skipulagið fallegt fyrir borgarbúa? Svar: Nei!
- Mun skipulagið hafa góð áhrif til framtíðar? Svar: Nei!
- Er almenn ánægja með skipulagið? Svar: Nei!
Ég styð áskorun samtakanna um Betri spítala á betri stað. Þau hafa birt heilsíðu auglýsingu í dagblöðum þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að finna Landspítalanum betri stað. Samtökin eru með ágæta vefsíðu sem áhugavert er að skoða.
Undir auglýsinguna skrifar margt gott og vandað fólk, til dæmis læknar, hjúkrunarfræðingar, hagfræðingar,lyfjafræingar, iðnaðarmenn, viðskiptafræðingar, verkfræðingar, sölumenn, sjúkraþjálfarar, námsmenn, skrifstofufólk, arkitektar, húsmæður og fleiri og fleiri. Sem sagt, þverskurður af þjóðfélaginu.
Textinn í auglýsingunni er sannfærandi (þó hann sé frekar fljótfærnislega skrifaður). Hann er svona (ég leyfði mér að laga örlítið uppsetninguna, stöku villur og nota feitletrun):
Sterk rök benda til að ódýrara, fljótlegra og betra verði að byggja nýjan Landspítala fræa grunni á besta mögulega stað, í stað þess að byggja við og endurnýja gamla spítalann við Hringbraut.
Skorað er á stjórnvöld að láta gera nýtt staðarval með opnum og faglegum hætti.
Meðal þess sem þarf að skoða og meta er eftirfarandi:
- Stofnkostnaður og rekstrarkostnaður bútasaumaðs spítala við Hringbraut vs. nýs spítala á betri stað
- Áhirf hækkandi lóðaverðs í miðbænum
- Umferðarþungi og kostnaður við nauðsynleg umferðarmannvirki
- Heildar byggingartími
- Ferðatími og ferðakostnaður notenda spítalans eftir staðsetningum
- Hversu aðgengilegir bráðaflutningar eru með sjúkrabílum og þyrlum
- Hversu góð staðsetningin er miðað við byggðaþróun til langs tíma litið
- Áhrif betra umhverfis og húsnæðis á sjúklinga og starfsfólk
- Minnkandi vægi nærveru spítalans við háskólasvæðið eftir tilkomu Internetsins
- Mikilvægi þess að geta auðveldlega stækkað spítalann í framtíðinni því notendum hans mun stórfjölga næstu áratugi.
Samtök áhugafólks um Betri spítala á betri stað vilja, eins og meirihluti landsmanna, að byggður verði nýr spítali á besta mögulega stað. Með því vinnst margt.
- Það er fjárhagslega hagkvæmt því selja má núverandi eignir sem losna, þörf fyrir umferðarmannvirki verður minni og árlegur kostnaður lægri. Núvirt hagræði er yfir 100 milljarðar króna.
- Það er fljótlegra að byggja á opnu aðgengilegu svæði.
- Umferðarálag minnkar í miðbænum. Það verða um 9.000 ferðir að og frá sameinuðum spítala á sóllarhring þar af 100 ferðir sjúkrabíla og 200 í toppum og því þarf hann að vera staðsettur nær miðju framtíðar byggðarinnar.
- Gæði heilbrigðisþjónustunnar vaxa og batahorfur batna. Gott húsnæði og fallegtumhverfi flýtir bata sjúklinga og eykur starfsánægju og mannauðurinn vex og dafnar.
- Aðgengi notenda batnar og ferðakostnaður lækkar. Því styttri og greiðari sem leiðin er á spítalann fyrir sjúkrabíla, þyrlur og almenna umferð, því betra.
- Góðir stækkunarmöguleikar eru gríðarlega verðmætir. Notendum spítalans mun stórfjölga á næstu áratugum og fyrirséð að hann þarf að stækka mikið.
- Allt að vinna og engu að tapa. Þó búið sé að eyða 3-4 milljörðum í undirbúning fyrir Hringbraut margborgar sig að byggja nýjan spítala frá grunni á besta mögulega stað og hluti undirbúnings nýtist á nýjum stað.
Myndin er af síðunni Arkitektur og skipulag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Athugasemdir
Fyrir nokkrum vikum kanski mánuðum var hér á Blogginu umræða um staðsetningu landspítala. Þar tóku fáir til máls, en þó nokkrir og voru þeir að jafnaði sammála um að það væri óhæfa að byggja nýjan landspítala við Hringbraut. Stuðningur við mál þessara manna var lítill.
En þannig háttar að núverandi hringbraut liggur um Vífilstaði. Við þá sem sjá þetta ekki er Jafn andónýt að ræða og við skörunga eins og Jóhönnu og Steingrím sem alltaf segja satt nema á stundum. Þau hjú fengu á fimmta ár til að gera vel, en Jóhanna Vitlausa valdi deilur og saman með Steingrími fláráði völdu þau að frekar að smíða vandál en að leys þau.
Við þetta búa núverandi stjórnvöld og þora ekki að gera það sem á að gera. Heigull er ekki góður til framkvæmda.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2015 kl. 15:10
Er að mörgu leiti sammála þér Sigurður, og er ein af ástæðum fyrir því, að RVK flugvöllur sé barn síns tíma, og ætti að víkja.
Jónas Ómar Snorrason, 17.10.2015 kl. 18:31
Því miður er það þannig, að ef sama vitleysan er sögð nógu oft, fer fólk annaðhvort að trúa henni, eða samþykkja. Það er gjörsamlega galin hugmynd að leggja allt þetta svæði undir sjúkrahús. Þetta er ekki miðsvæðis lengur. Eftir 50 ár verður miðdepill Reykjavíkursvæðisins ekki í 101, heldur á svæðinu frá Rauðavatni að Hafravatni. Þetta skilja stjórnmálamenn aldrei, því þeir hugsa allir aðeins 4 ár í einu, fram í tímann. Borgarstjórnarmeirihlutinn virðist reyndar hugsa afturábak á rósrauðu skýi, reykjandi jónu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.10.2015 kl. 21:43
Afsakið ónæðið,aftur. Það þarf vissulega NÝTT sjúkrahús, svo það sé á hreinu. Skil samt sem áður ekki alveg hvernig manna skal þá merku stofnun. Gönguferð um Landakotsspítala, er holl öllum þeim sem um þessi mál vilja fjalla. Hæð eftir hæð, tóm. Grotnandi húsnæði, en gríðarlegt pláss. Einkaspítali? Nei, það má ekki, því þá verður Ömmi vondur. Heilabilaðir á neðstu hæðinni reyndar talð OK, en svona er þetta bara. Til hamingju Íslnd.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.10.2015 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.