Frábær Kastljósþáttur um flóttamannavandann

Kastljós kvöldsins 14. september 2015 var verulega gott. Skynsamleg og skipulögð dagskrá um flóttamannavandann sem núna tröllríður Evrópu. Þátturinn var á mannlegu nótunum, byggðist framar öllu á reynslu flóttafólks sem er hrikaleg. Grafíkin um fjölda flóttafólks var til dæmis einstaklega góð, vel útfærð og öllum skiljanleg. Viðtölin voru flest góð, sumum var ofaukið eins og gengur.

Hann var eftirminnilegur sýrlenski læknirinn sem ásakaði forseta Sýrlands fyrir að hafa eyðilagt þjóðfélagið, ríki íslams fyrir það sama. Hann sakaði líka þjóðir heims sem ekki geta tekið á móti fólki sem flýr stríð og alla þá áþján sem fylgir. „What good is a „sorry“ for me and my people?“ sagði hann.

Flestir fyllast undrun yfir flóði flóttamanna til Evrópu, sem þó er aðeins örlítill hluti flóttamanna heimsins. Engu að síður fer Evrópa nærri því á hliðina og greinilegir brestir eru í Evrópusambandinu. Sum ríki bjóða flóttamenn velkomna, önnur þráast við og svo eru þau sem læsa landamærum sínum og byggja upp hatursáróður gegn fólki. Ef að líkum lætur mun Þýskaland standa með flóttamönunum, bjóða þá velkomna, og ... láta þau ríki sem ekki gera það finna fyrir því efnahagslega. Gott hjá Merkel. 

Þegar öllu er á botninn hvolft er Evrópusambandið afar laust í reipunum þrátt fyrir að kommissarar þar og fleiri haldi öðru fram. Þetta er sorgleg staðreynd.

Orð Þóris Guðmundssonar hjá Rauðakrossinum eru einnig eftirminnileg enda skynsamlega mælt. Aðspurður sagði hann að eflaust gætu Íslendingar tekið á móti þúsund flóttamönnum yfir einhvern tíma. Það krefðist þó mikillar skipulagningar. Vonandi láta stjórnmálaflokkar nú af yfirboðum í umræðum um fjölda þeirra flóttamanna sem Ísland getur tekið á móti. Skynsamlegast er að við tökum á móti þeim sem hægt er að sinna með sérþjálfuðu fólki, veita húsnæði, atvinnu og menntun. 

Viðtal var við fjölskyldu sem hefur verið hér í tvo mánuði. Þetta fólk vill ekki vera byrði á þjóðfélaginu. Fjölskyldufaðirinn sagðist framar öllu vilja fá starf við hæfi og ala þannig önn fyrir sínu fólki. Þetta er til mikillar eftirbreytni og ástæða fyrir alla Íslendinga að íhuga, ekki síst þá sem eru á móti því að taka á móti flóttamönnum.

Bestu þakkir fyrir frábæran Kastljósþátt.


mbl.is Á Íslandi er framtíðin björt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þessi kastljósþáttur var að mínu mati ekkert sérstakur.

Það er frekar lélegt að tala niðrandi um þjóðir sem reyna að ná tökum á ástandinu með aðgerðum eins og að loka tímabundið landamærum sínum.

Ef menn vilja ná tökum á ástandi eins og þessu þá er oft þörf á frekar sterkum aðgerðum, við höfum ekki opið fyrir allt og alla bara svona afþvíbara.

Það vakti athygli mína hve mörg börn hafa horfið, það er kanski hægt að huga betur að öryggi flóttafólksins með þessum lokunum frekar en að hleypa öllu inn án takmarkana af því að þeir eru komnir inní schengen.

Þessi kastljósþáttur fær bara tvær og hálfa stjörnu af fimm mögulegum...

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 14.9.2015 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband