Ofbeldi í rituðu máli er keimlíkt því líkamlega

HelgiSennilega vegur misjafn smekkur enn þyngra þegar „lesandinn“ skoðar hina daglegu teiknimynd. En „lesanda“ sem skoðar mynd þar sem leitast er við að sýna (hvort sem það tókst til fulls eða ekki) í senn samúð og illyfirstíganleg vandamál, sem tilraun til fyndni á kostnað þeirra sem við óblíðust örlög búa um þær mundir, verður aldrei gert til hæfis.

Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins fjallar í helgarblaði dagsins um tvo menn, Winston Churchill og teiknara Morgunblaðsins. Þann fyrrnefnda þarf ekki að kynna en hinn er að minnsta kosti þrír menn. Einn þeirra teiknaði áleitna mynd sem birtist í blaðinu þann 1. september. Hann uppskar þvílíka dembu og ruddamennsku fjölmargra á fjölmiðlum og masbókinni.

Í Reykjavíkurbréfinu er ofangreind tilvitnun og við hana og annað það sem segir um teiknimynd þarf ekki neinu við að bæta.

Hvernig skyldi nú standa á því að viðbrögð fólks eru oftast skjótari en hugsun þess? Og sú staðreynd að margir eru tilbúnir til að fordæma án þekkingar. Ill orðræða er í raun og veru ekkert frábrugðin ofbeldi. Sumir láta hnefann stjórna ferð þegar þeir halda að þeim sé ofboðið. Er málið er skýrt fyrir ofbeldismönnum illu orðræðunnar og hnefans og þeir ná að skilja málið þá er viðbragði einfaldlega: Úbbs ... Og svo ekki söguna meir.

Aðrir þráast við og nota áfram orðbragð sem foreldrar þeirra hefðu án efa verið afar óhressir með. Ljóst má þó vera að þeir hinir sömu hefðu aldrei talað á þann veg hefðu foreldrarnir átt hlut að máli eða einhverjir aðrir vandamenn eða vinir.

Já, líklegast er best að berja þá sem maður þekkir engin deili á. Ofbeldi dagsins er í rituðu máli og í engu ólíkt líkamlegu ofbeldi. Kjaftháttur og ruddamennska í þjóðfélagsmiðlum er hrikalegt mein. Við því verður ekki hægt að bregðast því fólk skiptist einfaldlega í gott fólk og vont, hið fyrrnefnda er í miklum meirihluta. Hinum er vart viðbjargandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband