Ekkert áhættumat vegna viðskiptaþvingana

Nú hefur verið upplýst að ekki var nein forvinna unnin þegar íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis mótuðu afstöðu sína um að hlaupa til eftir að fullmótuð og afgreidd tillaga ESB um viðskiptaþvinganir lá fyrir.
Íslendingar komu hvergi við sögu eða voru spurðir álits þegar til þess leiks var gengið. Ekkert áhættumat var gert áður en ákveðið var að Ísland skyldi hoppa um borð þegar það „bauðst“.

Því miður er vitað að utanríkisráðuneytinu er ekki endilega best treystandi til að gæta hagsmuna Íslands þegar kemur að samskiptum við ESB, en það missir jafnan fótanna í nálægð þess, eins og sýndi sig svo oft og með svo niðurlægjandi hætti á seinasta kjörtímabili. Og á þessu kjörtímabili undirbjó ráðuneytið hið fræga furðubréf til forystu ESB, sem valdið hefur ríkisstjórninni svo miklum vandræðum og álitshnekki.

Það er fyrst nú að renna upp fyrir fólki hversu dýrkeypt þessi síðustu afglöp eru að verða. Því, eins og fyrr sagði, var látið undir höfuð leggjast að gera áhættumat eins og sjálfsagt var og kynna það þjóðinni áður en „boðið“ um aðild að refsiaðgerðum var þegið.

Þetta er hárrétt og eiginlega lítið hægt að bæta við þessi orð. Þau koma úr leiðara Morgunblaðs dagsins.

Eitt er að hafa skoðun á yfirgangi Rússa gagnvart nágrönnum sínum, annað er að taka þátt í einhverjum viðskiptaþvingunum. Eins og Mogginn fullyrðir: Ekkert áhættumat gert.

Afleiðingarnar eru nú þær að á fjórða tug milljarða viðskipti við Rússa eru í hættu og hugsanlega fyrir bí.

Í ljósi ofangreind hefði verið nóg að ítreka afstöðu ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar vegna yfirgangs Rússa og sleppa því að taka þátt í viðskiptaþvingunum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að viðskiptaþvinganir geta virkað í báðar áttir.

Hélt ríkisstjórnin og utanríkismálanefnd eitthvað annað? Hvað voru þeir að hugsa sem að þessu stóðu?

 


mbl.is „Viðsjárverðir tímar víðsvegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Núverandi ríkisstjórn virðist sífellt vera að reyna að þóknast ESB svona rétt eins og ESB reynir sífellt að þóknast Bandaríkjunum.

Það er sama hversu mikið rjúpan rembist, þeir komast aldrei í náðina.

Kristbjörn Árnason, 14.8.2015 kl. 14:19

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sammála góðu innleggi í þetta mál.

Valdimar Samúelsson, 14.8.2015 kl. 21:16

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta mál er allt hið vandræðalegasta og á eftir að verða verra, er frá líður.

Bloggvinarkveðja,

kristjan9

Kristján P. Gudmundsson, 15.8.2015 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband