Utanríkisráðherra viðurkennir ekki mistök ...

Í rökræðum virðist ávalt vera best að segja Q þegar andstæðingurinn segir A og B - og hafa um það sem flest orð. Þannig virðist gangurinn hjá Framsóknarmönnum þegar spurt er einfaldrar spurningar um viðskiptaþvinganir á Rússland. Í ágætu Reykjavíkurbréfi í helgarblaði Morgunblaðsins er pælingin þessi:

Þá væri einnig mikilvægt að átta sig á að ekki væri um almennt viðskiptabann að ræða, heldur væri bannið sniðið að þremur þáttum, hergögnum, viðskiptum við tiltekna banka og flutningi og frystingu eigna tiltekinna einstaklinga.

Viðskiptabannið er sem sagt lagað að hagsmunum þeirra sem ákvarðanir tóku um hvernig það skyldi útfært.

Svo virðist sem að ráðherrann hafi stokkið á viðskiptabannið rétt eins og það væri almennt bann en ekki takmarkað við ákveðin viðskipti. Þar með var allt í húfu fyrir aumingja Ísland enda var ekki hugað að „efnahagslegri áhættu“ vegna útflutningsins eins og segir í Reykjavíkurbréfinu. Ekkert áhættumat var gert vegna þátttökunnar.

Við, óbreyttir borgarar, rekum upp stór augu og veltum því alvarlega fyrir okkur hvað utanríkisráðherrann var eiginlega að gera.

Utanríkisráðherra svarar höfundi Reykjavíkurbréfsins svo elgant á þessa leið:

Líttu í spegil og hugsaðu nú aðeins um hvernig staðið var að því þegar ráðist var inn í Írak sem dæmi.

Svona tala bara þeir sem sjá ekki meiri sóma af eigin ummælum en þeir sem krota í ummælakerfi fjölmiðla. Þetta er einfaldlega uppgjöf í málefnalegri rökræðu.

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir eftirfarandi: 

Að gefa eft­ir í mál­efn­um Úkraínu væru skelfi­leg skila­boð. Ef við get­um ekki staðið með þjóðum sem búa við of­ríki ná­granna sinna sem virða ekki alþjóðasamn­inga, þá skul­um við ekki gera kröf­ur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurf­um á slíku að halda.

Karl er á villigötum í umræðunni. Um þetta fjalla ekki gagnrýnin á viðskiptaþvinganir á Rússland. Aðalatriðið er að ríkisvaldið og ekki síður þingið átti að kynna sér nákvæmlega það sem í þeim felst og kynna það fyrir þjóðinni og hagsmunaðilum, sumsé áhættumat. Það var hins vegar ekki gert.

Núna hefur komið í ljós að svokallaðar viðskiptaþvinganir eru ekkert annað en máttlaus sláttur á annað handarbak Rússa; Hætt'essu elsku Pútín ..., segja Evrópusambandið og Bandaríkin og halda svo áfram blómlegum viðskiptum, þó án hergagnasölu og annars smálegs.

Allir vita að utanríkisráðherrann ætlaði ekki að stefna viðskiptunum við Rússa í tvísýnu. Hann gerði mistök, algjör mistök og fæst núna ekki til að viðurkenna þau. Frekar brúkar hann munn við þá sem gagnrýna. Ekki aðeins að hann sendi ritstjóra Morgunblaðsins tóninn vegna ósköp eðlilegrar gagnrýni heldur gerir hans eins og Karl Garðarsson, þingmaður, reynir að tala málið út og suður.

Núna hótar ráðherra fiskvinnslunni og útgerðinni og talar um að hana vanti samfélagslega ábyrgð sem skilst ekki í samhenginu. Hins vegar má lesa það út úr orðum hans að sá sem sættir sig ekki við viðskiptaþvinganirnar skal gjalda þess á öðrum sviðum. Svo virðist að ekki einu sinni megi ræða um viðskiptaþvinganirnar ella missi útgerðin kvóta ...

Í sannleika sagt þá fer ekki mikið fyrir rökræðum um þessi mál. Málflutningur ráðherrans er algjörlega út úr kú þegar aðrir ræða um:

a. Grundvallaratriði stjórnsýslunnar

b. Mistök ráðherrans

c. ...

 

 


mbl.is Enginn skortur á „stórgrósserum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Langbest væri ef að bara 1 aðili talaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í málinu:

Þar sem að hér er um að ræða svo stórt mál sem að snertir marga fleti samfélagsins að þá væri best ef að SKIPSTJÓRINN á ríkis-skútunni /forsætisráðherrann Sigmundur stæði eða félli með málinu og ákveddi hvort að það atti að selja rússum makríl eða henda 37 milljörðum út um gluggann í formi tapaðra viðskipta.

Málið horfði allt öðruvísi við ef að rússar væru að ráðast inn í Evrópu/NATÓ-RÍKI; en svo er ekki.

Jón Þórhallsson, 16.8.2015 kl. 21:02

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Jón:  Síðast þegar ég skoðaði landabréf var Úkraína í Evrópu, sem og vesturhluti Rússlands.  Pútín hefur tekist það sem ekki hefur gerst síðan 1939 - að eitt Evrópuríki ráðist inn í annað.  Bara skoða landakortið:)

Kveðja.

Arnór Baldvinsson, 16.8.2015 kl. 21:31

3 Smámynd: Óskar

Heildarskaði þjóðarbúsins mun vera nærri 10 milljörðum en ekki 37. Ég kom til Úkraínu í fyrrasumar, einmitt um það leiti sem átökin voru hvað hörðust þar, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskagann.  Það er sorglegt, já ég segi sorglegt að til sé fólk á Íslandi sem er tilbúið til að selja sálu þjóðarinnar fyrir 10 milljarða.  Þetta er ekki stór upphæð fyrir þjóðarbúið, mun minna en auðlegðarskatturinn sem ríkisstjórnin sér ekki ástæðu til að rukka ríkasta fólk landsins um.

Eymdin, mannfallið og hörmungarnar sem Rússar hafa valdið Úkraínu er svo gigantísk að okkar skitnu 10 milljarðar eru klink í samanburði.  Ég hélt ég ætti aldrei eftir að verja Gunnar Braga en hann er að gera rétt í þessu máli.  Innrás Rússa í Úkraínu er algjörlega á pari við upphaf 2.heimsstyrjaldarinnar þegar Þýskaland réðist inn í Pólland.  Ætlar Ísland að selja sálu sína og kljúfa bandalag lýðræðisþjóða sem berst gegn þessu ofríki Rússa fyrir skitna 10 milljarða?  Hvaða siðferðiskröfur getum við þá gert til Evrópuríkja ef óvinveittur herafli ræðst á Ísland ?

Óskar, 17.8.2015 kl. 00:10

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Óskar. Gagnrýnin á viðskiptaþvinganir á Rússa fjallar ekki um Úkraínu eða stuðning okkar við mannréttindabaraáttu. Um það fjallar pistillinn minn hér að ofan.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.8.2015 kl. 00:18

5 Smámynd: Óskar

Hvernig getur þú EKKI tengt þetta saman ?  Afhverju heldur þú að þessar viðskiptaþvinganir hafi verið settar á Rússa ?

Óskar, 17.8.2015 kl. 00:32

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég get alveg tengt þetta saman, Óskar. Málið fjallar ekki um það að mínu viti heldur eðli þessara viðskiptaþvingana. Lestu aftur pistilinn hér að ofan. Viðskiptaþvinganirnar eru ekkert nema hálfkák - nema fyrir Ísland.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.8.2015 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband