Lúpínan í blóma

ÚlfarsfellGleymum ţví nefnilega ekki ađ lúpínan er ađ bćta fyrir misgjörđir okkar og illa međferđ á landinu okkar, hún er ađ leggja undir sig örfoka land og auđnir, sandfláka og urđir; allt verđur fagurblátt og af ţví sćt angan.

Ţegar viđ erum öll öll, ţegar mannkyniđ hefur komiđ sjálfu sér fyrir kattarnef, sem verđur eflaust fljótlega, en ţó vonandi ekki strax, mun lúpínan skríđa yfir allt, Ísland verđur Bláland, en síđan víkur hún fyrir grasi og öđrum gróđri, hneigir höfuđ og hörfar kurteislega.

Segđu mér nú, kćri lesandi: Er ekki miklu betra ađ hafa sem fyrirmynd svo ósérhlífna og vinalega jurt og lúpínu, plöntu sem framleiđir áburđ úr loftinu einu saman, grćđir örfoka land og býr undir annan gróđur? Ćtti ţađ ekki ađ vera takmark okkar Íslendinga ađ gera heiminn betri líkt og lúpínuskúfurinn frjói?

Svona skemmtilega ritar hinn ágćti blađamađur Árni Matthíasson, í Pistil Morgunblađs dagsins. Mikiđ er ég nú sammála honum, eins og svo oft áđur.

Í gćr rölti ég í veđurblíđunni upp á Úlfarsfell og hafđi nú alveg gleymt ţví ađ núna er lúpínan í blóma. Ţar eru miklar og fagar breiđur af henni leggur sćtan ilminn fyrir vit göngufólks. Svona er ţetta víđa um land ţar sem lúpínan hefur náđ fótfestu. Lúpínubreiđurnar eru sem ćvintýraland. Ekki spillir heldur fyrir ađ hún bćtir jarđveginn og undirbýr hann fyrir ađrar jurtir.

Margir sjá ofsjónum yfir lúpínunni og vilja međ öllu móti losna viđ hana og heyrst hefur um rándýrar herferđir gegn henni. Í hryđjuverkum gegn ţessari fallegu og gagnlegu jurt hafa sumir lagt á sig ađ rífa hana upp međ rótum og jafnvel eitra fyrir henni međ stórhćttulegum efnum. Líklega er ástćđan sú ađ ţörf er á ađ vernda gróđurleysur landsins ... eđa hvađ?

En hvernig má losna viđ lúpínuna? Jú, ţađ er einfalt. Hún víkur umsvifalaust fái hún ekki nćga birtu. Ţví er um ađ gera ađ fylgja í „fótspor“ lúpínunnar og gróđursetja tré. Ţađ hefur víđa veriđ gert međ frábćrum árangri. Ég hlakka til ţess tíma, sem hlýtur ađ vera örskammt í, ađ skógrćktarfélög á höfuđborgarsvćđinu taki nú til viđ ađ gróđursetja tré í lúpínubreiđur á Úlfarsfelli, Ásfjalli, viđ Rauđavatn, međfram Suđurlandsvegi og miklu víđar. Ég er viss um ađ ţúsundir manna myndu vilja taka ţátt í slíku átaki enda vart til göfugra verkefni en ađ rćkta skóg (og lúpínu).

Er ekki kominn tími til ađ fá almenning međ sér í skógrćktina?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snćvar Jónsson

Ekki er ţetta allur sannleikurinn um hegđun lúpínunnar. Hún leggur undir sig lággróđur eins og berjamóa. Ţar sem áđur var kröftugt bláberjalyng og krćkiberjalyng í móum fyrir um 10 árum er nú ţétt og flaksandi lúpína og krađak sem enginn fer um og berjalyngiđ ónýtt. Engin berjatínsla ţar síđsumars eins og áđur. Ekki lengur hćgt ađ leggjast ţar í laut. Lúpínan dreifir sér fljótt og örugglega og eirir engu, sé svo litlu sem einu frći sáđ einhvers stađar.

Kristinn Snćvar Jónsson, 8.7.2015 kl. 09:46

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vćri svo ekki einnig tilvaliđ ađ slétta úr öllum ţessum ljótu hraunum sem eru engum til gagns auk ţess sem ţau fara sífellt stćkkandi? Svo mćtti kannski líka reyna ađ rćkta upp rósarunna til ađ fegra okkar ljótu náttúru sem enginn vill sjá og upplifa. 

En í fullri alvöru ţá finnst mér lúpínuvćđingin vera hrein plága. Tilhugsunin um "Bláland" er bara hrein martröđ fyrir mér hvort sem plantar víkur í óskilgreindri framtíđ fyrir stćrri gróđri eđa ekki.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.7.2015 kl. 12:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband