Spenna fyrir stóraskjálfta á Reykjanesi að byggjast upp

Reykjanesskagi2Snörp jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Ég fann fyrir afar daufum skjálfta fyrr í kvöld og leitaði því inn á vefsíðu Veðurstofunnar í upplýsingaskyni.

Afleiðingarnar jarðskjálftahrinu á Reykjaneshrygg geta orðið þær að skjálftarnir hliðrist upp á land og eftir öllum Reykjanesskaga og jafnvel upp í Langjökul. Rauðu deplarnir á kortinu sýna nýja skjálfta sem hugsanlega má rekja til Eldeyjar og Geirfuglaskers. Kortið fékk ég lánað af vef Veðurstofunnar. Tveir stærstu skjálftarnir eru yfir þrjú stig samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Jarðfræðingar hafa fundið svokölluð skáreksbelti hlið við hlið á Reykjaneshrygg og Reykjanesskagan. Þegar miklir skjálftar verða á hryggnum getur virkjast svokalluð „bókahillutektónik“ eins og Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, kallaði fyrirbrigðið á námskeiði sem ég sótti í fyrra. Með þessu heiti er afleiðingunum líkt við bækur í bókahillu. Þegar ein bókin hallast rekst hún á hina og svo koll af kolli uns allar bækurnar hafa skekkst.

Þetta er hefur margoft gerst á Reykjanesi og jafnvel gerist það núna. Þess vegna vara jarðfræðingar við að stórum skjálfta geti orðið á svæðinu á næstunni. Á svæðinu frá Krýsuvík og í Vífilsfell er sagt að sé að byggjast upp spenna og ekki getur losnað um hana nema með jarðskjálfta. Sá verður líklega svo stór að hann mun finnast um allt suðvestanvert landið og raunar miklu víðar.

Páll hefur látið hafa eftir sér að ólíklegt sé að hugsanlegur stóriskjálfti á Reykjanes sé fyrirboði eldgoss. Líkur benda þó til að gos á þessu svæði verði frekar lítil og standi stutt yfir og séu frekar meinlaus, veltur þó á staðsetningu þeirra. Á árunum 900 til 1240 urðu mörg lítil hraungos á Reykjanesi. Síðan hefur Reykjanesskagi verið í eldgosafríi.

Stóriskjálfti gæti hins vegar orðið svipaður á stærð og skjálftinn 1968. Margir muna hann sem skell með undirliggjandi drunum. Upptök hans voru í svokölluðu Hvalhnúksmisgengi en Hvalhnúkur er skammt sunnan við Grindaskörð. Þar gæti nýr skjálfti orðið til og jafnvel í misgenginu sem er nokkuð norðar og kennt er við Hrossahrygg. Það liggur frá því sem næst Geitafelli í suðaustri og norðvestur yfir Bláfjallahrygg. Þar gæti orðið ógnarstór skjálfti sem myndi finnast greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Jarðfræðinga hafa raunar þennan stað sérstaklega grunaðan um græsku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður, við skoðun á grafinu á veðurstofuvefnum þá finnst manni mynstrið í þessu farið að líkjast því sem var í Bárðarbungu þegar gaus í Holuhrauni.

kv. kbk

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2015 kl. 12:43

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Allar aðstæður á Reykjanesi eru gjörólíkar þeim við og í norðanverðum Vatnajökli. Þarna er engin askja, megineldstöð sem fóðrar elgdos eins og var í Holuhrauni. Það breytir því ekki að þarna getur gosið, þó líkurnar séu minni en meiri, miðað við forsöguna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.7.2015 kl. 13:46

3 identicon

Takk fyrir þessar upplýsingar.

kv. kbk

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2015 kl. 14:28

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sigurður, nú veit ég ekki hvað þú kallar "lítil" eldgos en í Krýsuvíkureldum á miðri 12. öld opnaðist 25 km sprunga og hraun runni til sjávar beggja vegna Reykjanessins.

Önnur hraun frá sögulegum tíma eru talsvert umfangsmikil, af korti að dæma sýnist mér t.d hraunin úr Bláfjallaeldum vera ekki minni að flatarmáli en nýlegt Holuhraun.

Svo varð talsvert öskugos um 1240 við Reykjanestána, þykkt öskulag lagðist yfir allt Reykjanesið og víðar.

Svo virðist sem goshrinur á Reykjanesi standi í um 300-500 ár og að 700-1000 ár líði á milli þeirra. Reykjanesið gæti því vel verið komið "á tíma" en sjálfsagt eiga menn að fara varlega í að spá um slíkt!

Brynjólfur Þorvarðsson, 1.7.2015 kl. 14:46

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Blessaður vertu, Brynjólfur. Ég hef ekki hundsvit á jarðfræði.  Hins vegar er það mál jarðfræðinga að flest gos á Reykjanesskaga hafi verið frekar lítil miðað við hvernig þau verða annars staðar.

Engin ástæða er til gera lítið úr gosum á Reykjanesi, mörg hafa verið stór, eins og Brynjólfur segir. Hin víðáttumiklu Búrfellshraun og Leitarhraun komu úr slíkum gosum. 

Þegar litið er til byggða á Reykanesi er Grindvík sú eina sem telja mætti í mikilli hættu vegna hraunstraums. Aðeins þrjár eldstöðvar hafa gosið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og frá þeim flætt hraun. Þetta eru Búrfell, gígurnn við Stóra-Kóngsfell og Leitin. Hér er aðeins taldar upp virkar eldstöðvar.

Til að öskugos verði þarf vatn eða sjó sem kemst í snertingu við kvikuna í eldstöðinni. Vatn er frekar fágætt á yfirborði á Reykjanesi.

Hitt má þó vera næsta víst að eldgos á Reykjanesi verði ekki eins mikilúðug og víða annars staðar á landinu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.7.2015 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband