Móður-harðindi

Móðurharðindi er ábyggilega gott orð og lýsandi fyrir þann sem þykir að móðir sín hafi verið heldur ströng við hann í æsku, jafnvel síðar.

Eiður Svanberg Guðnason nefnir orðið í bloggi sínu og hafði heyrt það í fréttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt var um móðuharðindin. Flestir ættu nú að þekkja muninn jafnvel þó lítt sé rætt um móðurharðindi.

Líklega er orðið hart í ári þegar til Ríkisútvarpsins eru ráðnir fréttamenn sem hafa ekki tilfinningu fyrir tungumálinu. 

Þegar ráða fréttamann eða blaðamann væri tilvalið að spyrja þessara spurninga:

  • Hvenær last síðast bók á íslensku?
  • Hefurðu lesið fornsögurnar eftir að þú hættir í skóla?
  • Lestu Sturlungu reglulega?
  • Hvað lestu margar íslenskar bækur á ári?
  • Hvaða íslenska bók lastu síðast?

Staðreyndin er nefnilega sú að enginn fær tilfinningu fyrir tungumálinu nema lesa bækur, skiptir ekki nokkru máli hversu snoppufríður eða sjónvarpsvænn eða gagnfróður að öðru leyti  umsækjandinn kann að vera. Síðan er óhætt að spyrja annarra viðeigandi spurninga. Þetta er hins vegar ekki gert enda fer bóklestri hnignandi og þar með rýrnar orðaforði fólks og skilningur verður lakari. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Móðir Jörð rauk upp í með miklum ofsa í gær og lagðist þungt á syni sína og dætur hér í Reykjavík í gær.surprised

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband