Hrákasmíđi Steingríms sem átti ađ bjarga fólki frá gjaldţroti

Steingrímur J. Sigfússon hćttir aldrei ađ koma mér á óvart međ einkennilegum málflutningi. Sjáum hvađ mbl.is les út úr orđum hans á Alţingi í dag:

Benti Stein­grím­ur ađ 110% leiđin vćri eigna- og tekju­tengd. „ Hún snér­ist um ađ fćra niđur kröf­ur á fólki sem var í bullandi yf­ir­veđsettu eign­um og átti ekki ađrar eign­ir á móti,“ sagđi Stein­grím­ur.

Sagđi hann ađ í 110% leiđinni hefđu menn ekki veriđ ađ gefa neitt eft­ir af inn­heimt­an­leg­um kröf­um, held­ur hafi fólk í raun veriđ gjaldţrota.

Ég hef ađeins kynnt mér ţessi mál, eins og líklegast hefur komiđ fram áđur. Mín niđurstađa er einföld:

110% leiđin var arfavitlaus vegna ţess ađ hún gekk EKKI út á ađ meta greiđslugetu, heldur ađ fólk gćti nýtt sér dapra stöđu fasteignaverđs, sem síđan hefur hćkkađ mjög mikiđ.

110% leiđin var bara fyrir ţađ fólk sem hafđi góđar tekjur, vegna ţess ađ eingöngu ţađ gat stađiđ undir 110% af skuldum miđađ viđ eignaverđ.

Langflestir sem hefđu ţurft á lćkkun skulda, gátu ekki nýtt sér 110% leiđina vegna ţess ađ ţeir höfđu ekki heldur greiđslugetu fyrir 110%-unum.

110% leiđin var leiđ bankanna vegna ţess, ađ ţá gátu ţeir fćrt út úr bókunum sínum upphćđir, sem ţeir lögum samkvćmt áttu ađ fćra á varúđarreikning.

Ég hef ítrekađ sagt, ađ rangt hafi veriđ ađ nota eignaverđ sem viđmiđ, ţví ţađ breytist yfir lánstímann. Eina rétta hefđi veriđ ađ taka fólk í nýtt greiđslumat og gera eins og lög 107/2009 sögđu til um, ađ laga skulda- og eignastöđu ađ greiđslugetu.

Sá er ekki gjaldţrota sem getur greitt af lánum sínum, ţó svo ađ eiginfjárstađan sé neikvćđ. Ţá vćru allir námsmenn gjaldţrota, ţegar ţeir koma úr námi. Samkvćmt íslenskum gjaldţrotalögum er sá gjaldţrota sem ekki getur stađiđ undir skuldbindingum sínum, sama hver eiginfjárstađa viđkomandi er.

Mér finnst alveg međ ólíkindum ađ Steingrímur J. sé enn ađ verja arfavitlausa löggjöf Árna Páls Árnasonar. Ţví miđur héldu nćr allir ţingmenn ađ ţetta vćri sniđug löggjöf og veittu frumvarpinu brautargengi.

Fyrir ţá sem ekki muna, ţá voru lögin afgreidd úr nefnd međ fundi sem haldinn var undir stiga í ţinghúsinu. Enda ţurfti ađ flýta sér svo hćgt vćri samţykkja lögin áđur en kjördćmavika gengi í garđ! Nákvćmlega engu hefđi munađ, ađ bíđa međ máliđ 3-4 vikur og vanda til verksins, en í stađinn fengum viđ hrákasmíđina sem Steingrímur segir ađ hafi bjargađ hátekjufólki frá gjaldţroti.

Yfirleitt kann ég betur viđ ađ skrifa sjálfur pistla mína en stöku sinnum vitna ég í skrif annarra. Hér ađ ofan eru skrif Marinós G. Njálssonar, ráđgjafa, á Facebook. Hann met ég mikils ţó ekki sé ég nú alltaf sammála.

Marinó man auđveldlega eftir misgjörđum síđustu ríkisstjórnar. Hann tók eflaust tekiđ eftir frásögn Ríkisútvarpsins af orđaskiptum Steingríms og nokkurra stjórnarsinna sem í ţinginu í dag fullyrtu ađ 110% leiđ vinstri stjórnarinnar hafi veriđ afar slćm. Ţá byrsti Steingrímur og hélt ţví fram á móti ađ svo vćri ekki og hann gćti á stundinni tekiđ snerru um ţessa leiđ. Ţegar Steingrímur hefur hátt ćtlast hann ábyggilega til ţess ađ andstćđingar hans hafi sig hćga. Ţannig er háttur manna sem kunna ekki rökrćđu.

Ég skrifađi umrćđuna hjá mér og ćtlađi ađ rita pistil um norrćnu velferđastjórnina sem var svo góđ viđ almenning ađ hann hefur varla boriđ ţess bćtur síđan. Marinó tók hins vegar af mér ómakiđ og skrifađi ofangreint sem ég birti án leyfis, bćtti viđ greinaskilum og feitletrađi ýmislegt til ađ auđvelda lesturinn. Raunar hefđi ţurft ađ feitletra allan pistilinn, svo góđur er hann og hnitmiđađur. Ég hef afar litlu viđ hann ađ bćta.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sćll Sigurđur

Í 110% leiđinni voru ţađ bankarnir sem útveguđu matsmenn til ađ meta verđgildi fasteignanna sem voru međ 110+% veđsetningu.  Fyrir tekjulága sex manna fjölskyldu var litla hjálp ađ fá í gegnum ţessa leiđ.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.6.2015 kl. 22:16

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll, ég man eftir ţessu. Mér nákomiđ fólk fór ţessa leiđ. Hún dugđi lítiđ. Matsmađurinn var engu ađ síđur hjálpsamur.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 2.6.2015 kl. 22:33

3 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Ţađ hefđi í einhvern tíma veriđ kallađ sleifarlag ađ svona ódráttur vćri enn gasprandi á Alţyngi eftir alla lygina, svikinn, hrottaskapinn  og undirferliđ sem hann bauđ landanum uppá.

Hrólfur Ţ Hraundal, 3.6.2015 kl. 06:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband