Bölvað rugl í frétt mbl.is
22.2.2015 | 17:48
Ekki er nóg að skrifa frétt, blaðamaður verður að skilja um hvað hann er að skrifa. Raunar skiptir hér höfuðmáli að kunna eitthvað í landafræði.
Í þessu veðri fer enginn upp á Mýrdalsjökul, jafnvel þó frá einhverjum stað sé þannig styttra á Mælifellssand. Snælduvitlaust veður er á jöklinum.
Sé lagt upp úr Fljótshlíð og að Slysaöldu á Mýrdalssandi er algjörlega úr leið að fara á Mýrdalsjökul. Þess í stað er ekið upp í Emstrur og þaðan á Mælifellssand og að Slysaöldu þar sem ætlað er að ferðalangurinn sé.
Ég hef enga trú á því að björgunarsveitir komist upp fyrr en veður lægir. Ofan við Fljótshlíð er afar erfitt land þó ekki sé annað en að komast að brúnni yfir Markarfljót og aka yfir hana - fannfergi gæti verið á henni. Þar að auki fer brátt að skyggja. Að sumarlagi tekur um þrjá tíma að aka að Slysaöldu. Núna um tíu klukkustundir, jafnvel lengur.
Legg til að blaðamenn skoði landakort áður en þeir skrifa frétt af þessu tagi. Margvísleg kort af landinu er hægt að finna á netinu.
Berja sér leið að jöklinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Thad er thví midur of algengt ad alls kyns della rati á prent í fjölmidlum. Thad er midur hve fréttamennsku og framsetningu á fréttum hefur hrakad. Metnadarleysi og flumbrugangur, ad ekki sé nú talad um "google translate, copy print" áráttuna. Illa, ef eitthvad prófarkalesid og hvada della sem er frussad út í netheima.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.2.2015 kl. 18:04
Þetta er MBL. Ef þér finnst þetta slæmt, athugaðu þá hvaða þvæla ratar inn á Visir.is, eða DV.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.2.2015 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.