Með skattsvikum á að kaupa lista yfir skattsvikara

Helv... skattsvikararnir. Þá á að hengja þá í hæsta gálga fyrir að svíkjast um að greiða skatta til samfélagsins.

Alveg hárrétt. En hvernig eigum við að ná til þeirra?

Jú, kaupum listann með nöfnum þessa svikara og þá vitum við það

Ríkissjóður á sem sagt að kaupa lista yfir skattsvikara en kaupandinn vill fá peningana skattfrjálsa.

Sér enginn þversögnina í þessu máli? Virðulegt stjórnvald á að berjast gegn skattsvikum með því að kaupa á skjal og kaupin má ekki gefa upp til skatts.

Verjum 150 milljónum króna í að kaupa af einhverjum huldumann lista af nöfnum sem jafnvel skattrannsóknarstjóri séð hafa séð en getur ekki ábyrgst að komi að neinum notum.

Og svona æsir hver annan upp og nota til þess öll ráð til að berja á ríkisstjórninni. Þingmenn sem illa eru upp aldir segja það hreint út að fjármálaráðherra vilji ekki kaupa listann vegna þess að hann sé að verja einhverja peningamenn sem séu á þessum lista.

Þetta heitir að dorga í gruggugu vatni í þeirri von að húkka eitthvað sem hægt er að nota gegn ríkisstjórninni. Stjórnarandstaðan vill kaupa vöru á svörtu til að berjast gegn skattsvikum. Er það ekki svipað og að beita ofbeldi til að berjast gegn ofbeldi? Er þetta ekki svipað og að njósna um samborgara sína ef vera kynni að þeir væru að aðhafast eitthvað óleyfilegt?

Mörgum þótti nóg um „umræðuhefðina“ fyrir hrun og kröfðust breytinga á henni. Vildu að hún yrði kurteisari og málefnalegri. Þeir sem hæst höfðu um þau mál hafa fæstir breytt sínum talsmáta enda jafnan svo að flestum er starsýnt á flísina í augum náungans er gera ekkert vegna bjálkans í sínu eigin. Og svo er það einstaklega gaman að rífa kjaft og ausa aðra auri en auðvitað er það ekki hluti af gagnrýnisverðri „umræðuhefð“.

Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.

Hver lætur hafa svona á eftir sér í visir.is nema Össur Skarphéðinsson, þingmaður, maðurinn sem heldur að hann sé svo óskaplega skemmtilegur að eigin sögn og ritfær. Hvað hefur breyst hjá Össuri eftir hrun. Er hann orðinn miklu málefnalegri en áður. Nei, svo virðist ekki vera. Hins vegar er það stefnan hjá Samfylkingunni að ráðast að persónu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og beint og óbeint halda því fram að hann gangi einhverra annarra erinda

Ég velti því fyrir mér hvort skattsvikaralistinn sem kaupa skal á svörtu sé skynsamleg kaup. Hér eru nokkur álitamál:

  1. Getur stjórnvald keypt gögn frá nafnlausum seljanda?
  2. Hvernig er kaupin bókfærð í ríkisbókhaldi eða má samkvæmt lögum útbúa fylgiskjal þar sem aðeins segir að greiddar hafa verið 150 milljónir króna til huldumanns? 
  3. Dugar ofangreint að mati ríkisendurskoðunar?
  4. Reynast upplýsingar gagnslausar, hver ber ábyrgðina á kaupunum?
  5. Hvað með jafnræðisregluna í gjaldeyrishöftum þegar ríkisstofnun fær leyfi til að kaupa vöru en einstaklingar og félög fá ekki að fjárfesta erlendis eða greiða?

mbl.is Tvöfalt siðgæði skattyfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Það er nefnilega málið, þá gætu sum þessa mála verið fyrnd.

Filippus Jóhannsson, 11.2.2015 kl. 17:04

2 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Í viðtali við Indriða H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra, hinn 2. febrúar 2009 segir: "Fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði Þorláksson, telur það heldur kaldrifjað að fyrrum forstöðumaður skattasviðs Landsbankans, Kristján Gunnar Valdimarsson, hafi farið með umsjón fjögurra eignarhaldsfélaga sem öll eru skrásett á karabísku eyjunni Tortola."

Það er nefnilega það. Umsjónarmaður eignarhaldsfélaga í skattaskjóli er fenginn til að tjá sig um málið. Þetta hefði blaðamaður mbl.is átt að grafa upp áður en þessi maður var fenginn til að draga árangur af skattsvikalistanum í efa.

Hér er viðtalið við hann Indriða:
http://www.visir.is/kaldrifjadur-forstodumadur-skattasvids/article/2009547251347

Jón Páll Garðarsson, 11.2.2015 kl. 23:59

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta eru allt góðar spurningar hjá þér.

Jón Þórhallsson, 12.2.2015 kl. 08:57

4 Smámynd: Óskar

Alltaf er hægt að treysta því að þið sjálfstæðismenn komið hvítflibbakrimmumm til varnar.

Óskar, 12.2.2015 kl. 10:37

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nú reglulega illa sagt, Óskar. Hefði ekki trúað því á þig að þú héldir því fram að ég sé að ganga erinda glæpamanna.

Hefði nú frekar vilja að þú færir yfir það sem ég segi og veltir því fyrir þér sem að baki liggur og þá myndirðu skilja að ég er aðeins að fjalla um mál sem þarf að skoða vandlega.

Ef þú ert til dæmis spurðu að því í verslun hvort þú værir til í að fá 15% afslátt af vörunni en í staðinn sleppir seljandinn við að telja söluna fram, hverju myndir þú svara?

Hefðurðu annars keypt vöru á svörtu, Óskar?

Finnst þér réttlætanlegt að ríkið kaupi vöru á svörtu?

Og jafnvel þótt þessir listar verði keypti er nokkur trygging fyrir því að þeir komi að tilætluðum notum. Skattrannsóknarstjóri er ekki viss. Er þú viss?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.2.2015 kl. 10:54

6 Smámynd: Óskar

Sigurður þetta er nú bara það sem flestar aðrar þjóðir í kringum okkur hafa verið að gera enda vita ráðamenn í þessum löndum að þetta er því miður eina leiðin til að ná utan þessi afbrot.

150 milljónir eru klink fyrir ríkissjóð, þar sem þetta hefur verið gert annarsstaðar hefur kostnaðurinn náðst margfaldur til baka og því ætti það að vera eitthvað öðruvísi hér?

Lögregla og yfirvöld beita oft vafasömum aðferðum til að ná til glæpamanna og það er látið viðgangast enda hagurinn að því að ná til þeirra meiri en svo að menn séu að líma sig í einhver formsatriði.  Vafasömum hlerunum, tálbeitum ofl. er iðulega beitt þó það sé oft á mjög gráu svæði.  Þetta er því ekkert venjuleg vara sem er verið að kaupa "á svörtu" þarna.

Já í þessu tilfelli finnst mér algjörlega réttlætanlegt að ríkið kaupi þennan lista.

Hvort trygging sé fyrir fjárhagslegum árangri, í raun finnst mér það ekki skipta máli og rökin fyrir því eru þessi:

Þeir sem stálu fé og fóru með það í skattaskjól gerðu það á mjög sérstökum tíma, þegar þjóðfélagið var að hrinja einmitt vegna gjörða þeirra amk. að hluta til.  Þetta voru því ekkert venjulegir glæpir, þeir stálu frá þjóð og fólki í sárum á afar erfiðum tímum.  Ég vil vita hverjir þetta eru, hvort sem peningurinn fæst til baka eða ekki, þessar skitnu 150 milljónir finnst mér bara algjört aukaatriði.

Óskar, 12.2.2015 kl. 11:21

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Óskar. Í fyrsta lagi segirðu mig koma glæpamönnum til varnar. Það er ekki gott. Í öðru lagi segirðu að kaupa eigi listann, hefur varnaðarorð mín að engu. Í þriðja lagi giskarðu á að á listanum sé fólk sem svikið hafi undan skatti. Um það síðasta veistu ekkert vegna þess að þú hefur aldrei séð listann. Skattrannsóknarstjóri hefur séð hann eða hluta hans og getur ekki fullyrt að hann komi að gagni.

Svona er nú hysterían í þjóðfélaginu. Menn eins og sem ekkert vita um staðreyndir mála giska bara og tala svo út í loftið. Ekki ert þú einn þeirra, Óskar. Nei ... varla.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.2.2015 kl. 11:53

8 Smámynd: Óskar

"Í þriðja lagi giskarðu á að á listanum sé fólk sem svikið hafi undan skatti. Um það síðasta veistu ekkert vegna þess að þú hefur aldrei séð listann."

Sigurður bíddu er ekki allt í lagi ?  HVERSVEGNA HELDUR ÞÚ AÐ MENN FLYTJI PENINGANA SÍNA Á REIKNINGA Í LÖNDUM SEM ERU ÞEKKT SKATTASKJÓL OG ÞAÐ HEFUR ENGAN ANNAN TILGANG AÐ HAFA REIKNINGA ÞAR NEMA AÐ SVÍKJA UNDAN SKATTI??

Já Sigurður, eins og þú lætur sé ég ekki betur en að þú sért að koma glæpamönnum til varnar. PUNKTUR.

Óskar, 12.2.2015 kl. 11:59

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvað veistu um þessa lista umfram aðra, Óskar? 

    • Hvers vegna segist skattrannsóknarstjóri ekki geta ábyrgst að hann komi að haldi?

    • Hver segir að á listunum séu glæpamenn?

    • Getur ekki verið að á listanum sé fólk sem á fé á reikningum erlendis og hafi talið þá fram hér á landi?

    • Hver segir að þessir listar séu frá löndum sem eru „þekkt skálkaskjól“?

    • Hvaðan eru annars þessir listar sem um er rætt? 

    S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.2.2015 kl. 13:50

    10 Smámynd: Óskar

    "Hvers vegna segist skattrannsóknarstjóri ekki geta ábyrgst að hann komi að haldi?"  Augljóslega vegna þess að málin gætu verið fyrnd.  Það bara breytir engu því þetta er meira prinsippmál heldur en fjárhagslegt. ÞJóðin Á RÉTT á því að vita hvaða landráðamenn voru að stela fé á örlagatímum í sögu þjóðarinnar.

    "Hver segir að á listunum séu glæpamenn?"  Vá, Sigurður þarf ég í alvöru að svara svona þvælu?  Þetta eru listar með REIKNINGUM Í SKATTASKJÓLUM.

    "Getur ekki verið að á listanum sé fólk sem á fé á reikningum erlendis og hafi talið þá fram hér á landi?"  ok,, heldur þú að það sé venjulegt fólk sem geymi fé á reikningum á Tortólu og þá til hvers?

    "Hver segir að þessir listar séu frá löndum sem eru „þekkt skálkaskjól“?   Spurðu þjóðverja og aðra sem hafa keypt þessa lista hvað er að finna á þeim.  - UPPLÝSINGAR ÚR SKATTASKJÓLUM og t.d. þjóðverjar hafa náð inn margföldum kostnaði við að kaupa upplýsingarnar!

    "Hvaðan eru annars þessir listar sem um er rætt? "  ÉG veit það að sjálfsögðu ekki nákvæmlega EN ÞEIR ERU ÚR SKATTASKJÓLUM, annars væri þessi umræða ekki í gangi.

    Sigurðir hversu langt ætlar þú að ganga til að verja þessa glæpamenn ?  Hvað er það eiginlega með sjálfstæðisflokkinn svona almennnt sem veldur því að nánast öll fjármálaspilling á Íslandi tengist þessum flokki og að sjálfstæðismenn gera allt til að þvælast fyrir að spillingarmál séu upplýst ?  Gott dæmi er HönnuBirnu málið. 

    Óskar, 12.2.2015 kl. 14:52

    11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

    Óskar minn. Ég var nú bara að athuga hvort það væri yfirleitt þess virði að rökræða við þig. 

    S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.2.2015 kl. 15:05

    12 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

    Nokkuð góð grein
    http://kjarninn.is/bakherbergid-serfraedingur-i-aflandsfelogum-veitir-serfraedialit

    Jón Páll Garðarsson, 13.2.2015 kl. 00:54

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband