Ţrjú ţúsund jólakveđjur út í tómiđ
23.12.2014 | 14:29
Í morgun gekk ég út á svalir, eins og ég geri jafnan árla á Ţorláksmessu, dró nokkrum sinnum djúpt andann og hrópađi síđan af öllum kröftum:
Sendi ćttingjum og vinum bestu óskir um gleđileg jól og heillaríkt nýtt ár. Ţakka allt á árinu sem er ađ líđa.
Svo beiđ ég í dálitla stund ţangađ til svörin bárust:
Já, sömuleiđis, gleđileg jól, kallađi einhver.
Haltu kjafti, helv... ţitt. Fók er ađ reyna ađ sofa hérna, öskrađi rámur kall.
Ha ..., kaseiru? hrópađi skrćk kona.
Hundur gelti, annar tók umsvifalaust undir og köttur mjálmađi.
Ég gekk inn í stofu, nennti ekki ađ hlusta á hundgá, jafnvel ţótt fyrr eđa síđar myndi hundur sonar míns, hann Fróđi (sko hundurinn heitir Fróđi ekki sonurinn) hugsanlega gelta, mér eđa einhverjum öđrum til ánćgju.
Engu ađ síđur velti ég ţví samt fyrir mér hvort ekki vćri skynsamlegra ađ senda jólakort eđa tölvupóst. Ţetta hef ég hins vegar gert á Ţorláksmessu frá ţví ég var barn og međ ţví sparađ mér ótrúlegar fjárhćđir í kaupum á jólakortum og frímerkjum.
Nú kann ábyggilega einhver ađ misskilja mig og halda ađ ég sé ađ gagnrýna ţann hálfra aldar gamla siđ ađ senda jólakveđjur á gufunni Ríkisútvarpsins.
Nei, nei, nei ... Ţví er nú víđsfjarri, en úr ţví ađ veriđ er ađ brydda upp á ţessu, man ég aldrei eftir ađ hafa heyrt jólakveđju til mín eđa ţeirra sem ég ţekki.
Nú má vel vera ađ enginn sendi mér jólakveđju í útvarpinu, sem í sjálfu sér er dálítiđ sorglegt. Hitt kann ţó ađ vera jafn líklegt ađ útilokađ sé ađ hlusta međ einbeittri athygli á ţrjú ţúsund jólakveđjur lesnar í belg og biđu í tvo daga samfleytt og ná ađ grípa ţá réttu. Ýmsum kann ađ finnast ţađ álíka sorglegt.
Fyrst veriđ er ađ misskilja viljandi tilganginn međ ţessum skrifum mínum vil ég nefna, í fullkominni vináttu, kurteisi og virđingu fyrir hefđum fólks, ţá stađreynd ađ ţađ er ábyggilega ódýrara og markvissara ađ hrópa kveđjur af svölunum en ađ borga Ríkisútvarpinu fyrir ađ lesa ţćr út í tómiđ.
Ţá hrekkur ţetta eflaust upp úr lesandanum:
En ţađ er svo gasalega jólalegt ađ hlusta á jólakveđjulesturinn á gufunni.
Já, ţví skal ég nú trúa. Ţađ er líka obbođslega jólalegt ađ tala til ţjóđarinnar úti á svölum á Ţorláksmessumorgni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Athugasemdir
Ég er međ hasperur í eirum eftir bergmáliđ frá ţér og skrifa ţví ţér og Óska ţér og ţínum Gleđilegra Jóla og Farsćld á nýu ári
Jón Sveinsson, 23.12.2014 kl. 14:57
Ţú ert frábćr, Gleđileg jól og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 23.12.2014 kl. 16:39
Bestu ţakkir, Jón.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 23.12.2014 kl. 17:48
Ţakka, Ásthildur. Óska ţér og ţínum gleđilegra jóla. Vonandi ganga húsnćđismálin ţín upp. Synd ef ţetta fallega kúluhús ykkar fái ekki ađ standa. Vonandi tekst ykkur ađ laga húsiđ eftir óhappiđ.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 23.12.2014 kl. 17:50
Takk Sigurđur minn, ţetta fer eins og ţađ fer. Ég ţarf ađ taka afdrifaríka ákvörđun eftir áramótin, um hvort viđ leggjum í ađ gera viđ ţakiđ, sem mun kosta um 10. milljónir, máliđ er reyndar ađ viđ myndum sennilega gera ţađ, ef bankinn vćri ekki á hliđarlínunni til ađ sölsa ţađ undir sig vegna skuldar sem viđ stofnuđum til vegna eins barnsins okkar. En ţađ verđur einhvernveginn ađ skođa ţetta mál vel. Ég er ekki búin ađ gefast upp, og ćtla ađ berjast eins og ég get. En svo mun bara koma í ljós hvort ţađ heppnast. Eg eigđu gleđileg jól og takk fyrir skemmtilegan félagsskap hér á blogginu.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 23.12.2014 kl. 17:57
Ţessi pistill er međ betri jólasögum sem ég hef lesiđ. Gleđileg jól og farsćlt komandi ár!
Wilhelm Emilsson, 24.12.2014 kl. 00:04
Mín gleđleg jól geti einhver skemmt sér yfir svona sögum. Ţakka ţér Wilhelm.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 24.12.2014 kl. 00:20
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.