Skattsvik er þjófnaður, segir hægri maðurinn

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir heiminn að fyrirtæki borgi skatt þar sem gróði þeirra verður til. Það er þjófnaður þegar einhver borgar ekki skattinn sem þjóð á heimtingu á og það grefur undan getu þeirrar þjóðar til að veita þá þjónustu, sem er nauðsynleg til að draga úr fátækt og minnka ójafnrétti.

hver skyldu nú hafa sagt þetta? Ekki Steingrímur J. Sigfússon, Alister Darling eða Francoice Holland ... Nei, nei. Þetta var hægri maður, jafnvel frjálshyggjumaður, má vera nýfrjálshyggjumaður eða öfgahægrimaður. Hann heitir Joe Hockey og er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Tony Abbott, forsætisráðherra Árstralíu, formanns Frjálslyndaflokksins, Liberal Party, þar í landi.

Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta hér er að vinstri menn hér á landi hafa reynt að koma því inn hjá þjóðinni að hægri menn séu á móti skattlagningu og fylgjandi skattaskjólum. Þetta er auðvitað tóm vitleysa eins og margt annað sem vinstri menn halda fram. Hér á landi gengur þeim yfirleitt betur að rægja andstæðinginn heldur en að halda fram eigin málstað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband