Leiðréttingin fari í heilbrigðismálin
13.11.2014 | 09:31
Þessu til viðbótar viljum við hjónin skora á alla sem sóttu um og geta fengið leiðréttingu, en telja sig ekki þurfa á henni að halda, telja upphæðina svo litla að hún skipti ekki máli, telja sig fá óbragð í munninn við að þiggja hana, telja leiðréttinguna vera illa meðferð á almannafé eða hafa talað gegn leiðréttingunni af hvaða ástæðu sem er, að þiggja ekki leiðréttinguna með ósk um að sú upphæð, sem þeim var úthlutað, fari í sjóð til uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu og til málefna öryrkja og aldraðra.
Sérstaklega skorum við á formenn stjórnmálaflokka á þingi, sem sóttu um og geta fengið leiðréttingu sinna lána, að gera slíkt hið sama.
Einnig viljum við skora á öll fyrirtæki í landinu að greiða litlar eða stórar fjárhæðir til slíks sjóðs.
12. nóvember, 2014 Harpa Karlsdóttir Marinó G. Njálsson
Ég held að þetta sé ein sú besta hugmynd um fjáröflun í heilbrigðismálum sem komið hefur fram í langan tíma. Tek undir með hjónunum Hörpu Karlsdóttur og Marinó G. Njálssyni. Bloggarinn Páll Vilhjálmsson, bloggari (sem ekki sótti um), tekur undir með þeim hjónum og hvetur jafnframt stjórnvöld til að búa svo um hnútanna að þetta verði mögulegt.
Mesta athygli vekur auðvitað skotið á formenn stjórnmálaflokkanna á þingi og hvað háværast hafa gagnrýnt leiðréttinguna. Afar fróðlegt verður að sjá hvort þeir verði við áskoruninni og ekki síður aðrir gagnrýnendur sem og þeir sem eru í sömu sporum og þau Harpa og Marinó sem þurfa ekki lengur á leiðréttingunni að halda.
Hér er komin ástæða til að halda fund á Austurvelli til stuðnings frábærri hugmyndi og hvetja fólk til að styðja við hana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir með hjónunum svo sannarlegar, frabær hugmynd. Its always the older and the wiser that have to teach the younger social manners,guð bless ykkur.
Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 22:11
Þetta er frabær hugmynd!en verður að passa samt að fjarmala raðherra kemur ekki nalegt banka reikningin. Einhvert traustur maður(aðili) veður að styra banka reikningin.
Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.