Á lífshlaupi sínu gera allir eitthvurt gagn, þiggja og veita á víxl ...

Við skulum vera hugdjörf og horfast í augu við þá nöturlegu staðreynd að flest gerum við ekkert sérstakt gagn í lífinu. Til mótvægis við þær slæmu fréttir skulum við hugga okkur við að við erum að öll- um líkindum ekki að gera heiminn verri með því að skaða fólk. Það eru aðrir sem sjá um það – og reyndar allt- of margir.

Svona skrifar hún Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður í Morgunblað dagsins. Hún nefnir í Ljósvaka Morgunblaðsins, Malala Yousafzai, nóbelsverðlaunahafann, sem óumdeilanlega reynir að gera heiminn betri. Við hin hömrum að vísu ekki endilega það sama járn en reynum samt.

Kolbrún Bergþórsdóttir á ekki að tala svona vegna þess að þetta er ekki sannleikanum samkvæmt. Það getur ekki verið að við „flest gerum ekkert sérstakt gagn í lífinu“. Þvert á móti. Lífsverk margra er mikið og gott og gagnast ábyggilega þeim sem næstir standa og jafnvel fleirum.

Við þurfum ekki annað en að grípa niður í minningargreinar dagblaða til að skilja hversu mikið hver og einn leggur til, til sinna og annarra. „Ekkert sérstakt ...“ er nöturlegur dómur um lífshlaup eintaklings, myrkur og leiður. Af því fólki sem ég hef kynnst í gegnum lífið þekki ég engan sem á svona ummæli skilin. 

Þannig er lífið. Hver og einn leggur það til sem hann kann og getur sem aðrir þiggja og leggja væntanlega út á besta veg. Við þiggjum og veitum á víxl, leggjum gott til þar sem það á við, lítum í augu barnanna og vitum að framtíðin er björt. Þetta er nú ástæðan fyrir því að tilveran er bara býsna góð. Annars væri ekkert gagn í þessari jarðviðst. Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Þetta er frábær grein

Kristmann Magnússon, 10.11.2014 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband