Whiskey on The Rocks í skerjagarðinum
21.10.2014 | 08:39
Frá miðjum áttunda áratugnum taldi sænski sjóherinn sig reglubundið skynja sovéska kafbáta í sinni lögsögu og elti þá. En þeir fundu engan. Ekki fyrr en í október 1981 þegar sovéskan kafbát rak upp í kletta í Karlskrona og Svíi, á morgungöngu með hundinn sinn, sá hann þar. Þetta þótti ekki gott fyrir Sovétríkin, og ekki heldur gott fyrir sænska sjóherinn, en eftirlaunamenn með hund máttu vel við una.
Kafbáturinn var W-137 af Whiskey-gerð. Whiskey on the rocks, sagði umheimurinn og Svíum var ekki skemmt.
Hann er rífandi skemmtilegur leiðarahöfundur Morgunblaðs dagsins sem skrifar um kafbátaleit Svía í skerjagarðinum sínum. Og í lokin segir höfundurinn:
Nú virðast kafbátar vera komnir á kreik á ný. Vel má vera að Pútín sé að minna á sig. Jafn líklegt er að Svíar fái ekki úr því skorið nema Rússar strandi sínum bát. En þetta er ekki kalt stríð. En til öryggis ættu Svíar að fjölga tímabundið eftirlaunaþegum með rakka á grunsamlegum fjörum. Það hefur reynst drýgsta varnaraðgerð þeirra í tvær aldir.
Mér er stórlega til efs að hægt sé að ræða um kafbátaleitarstarfsemi Svía án þess að maður brosi í það minnsta út í annað. Þessi bægslagangur bræðraþjóðarinnar er svo óskaplega árangurslaus að hann minnir á leit gamla Alþýðuflokksins eftir atkvæðum eða Pírata eftir frambjóðendum. Hvort tveggja grátbroslegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.