Landafrćđin vefst fyrir Veđurstofunni

R141007 Veđurstofan gosstađureglan er sú ađ mađur trúir öllu sem kemur frá stjórnvöldum. Hins vegar gleymist ađ ţar starfar fólk sem er mistćkt í verkefnum sínum rétt eins og starfsfólk hjá einkafyrirtćkjum. Hin reglan er sú ađ trúa ekki öllu sem birtist á prenti og ekki heldur á netmiđlum. Ţetta datt mér í hug ţegar ég góndi á međfylgjandi kort frá Veđurstofu Íslands á Facebook síđu hennar. Fannst ţađ heldur ólíklegt.

Kortiđ á ađ sýna hvert gasmengunin frá gosstöđvunum á ađ leggja í dag, miđvikudag.

Einhver hefur kastađ til höndunum hjá Veđurstofunni ţví gosstöđvarnar eru fjarri ţví ađ vera ţar sem rauđi liturinn bendir til. Ţćr eru ţar sem ég hef sett lítiđ X og ţađ er um fjörtíu kílómetrum norđaustar. Síđast ţegar ég athugađi var ekki enn fariđ ađ gjósa viđ Gćsavötn.

Einhverjum kann ađ ţykja ţetta smáatriđi sem engu skiptir. Setjum ţađ bara í samhengi viđ annađ. Fyrst stađsetningin á gosstöđvunum er röng er gćti ţá ekki fleira veriđ rangt, t.d. sjálf spáin?

Svo er ţađ ţetta međ smáatriđin. Líklega er ţađ bara smáatriđi ţó launin hjá lesandanum lćkki um 1%. Enn kann ţađ ađ vera smáatriđi ţó stafsetningarvillur séu í texta. Jafnvel landakort getur veriđ rangt en ţađ má vera smáatriđi. Ţegar ég geri villu í Excel töflureikni fć ég ranga útkomu, jafnvel enga. Ţađ dugar sjaldnast.

Skipti smáatriđin litlu máli hvađ ţá um stađreyndir? Er nóg ađ ákveđin stađreynd sé 99% rétt til ađ standa undir nafni. Hvar endar slíkt ţegar slegiđ er af kröfum um nákvćmni í blađamennsku eđa upplýsingagjöf til ţjóđar, svo dćmi sé tekiđ?

Hvađa máli skiptir eiginlega ţó gosstöđvar séu sagđar viđ Gćsavötn en ekki á flćđum Jökulsár á Fjöllum? Svari hver fyrir sig.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Máliđ er einfalt, hér gilda lög og reglur og fólk verđur ađ fara eftir ţeim hvort sem ţví líkar ţađ betur eđa ver, ţađ vekur mann alvarlega til umhugsunar ţáttur flugmannsins í málinu, flugmenn sem ekki virđa lög og reglur eru ekki traustvekjandi. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráđ) 8.10.2014 kl. 13:59

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sammála ţér, Kristján, en ţađ var ekki efni pistilsins.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 8.10.2014 kl. 14:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband