Landafræðin vefst fyrir Veðurstofunni

R141007 Veðurstofan gosstaðureglan er sú að maður trúir öllu sem kemur frá stjórnvöldum. Hins vegar gleymist að þar starfar fólk sem er mistækt í verkefnum sínum rétt eins og starfsfólk hjá einkafyrirtækjum. Hin reglan er sú að trúa ekki öllu sem birtist á prenti og ekki heldur á netmiðlum. Þetta datt mér í hug þegar ég góndi á meðfylgjandi kort frá Veðurstofu Íslands á Facebook síðu hennar. Fannst það heldur ólíklegt.

Kortið á að sýna hvert gasmengunin frá gosstöðvunum á að leggja í dag, miðvikudag.

Einhver hefur kastað til höndunum hjá Veðurstofunni því gosstöðvarnar eru fjarri því að vera þar sem rauði liturinn bendir til. Þær eru þar sem ég hef sett lítið X og það er um fjörtíu kílómetrum norðaustar. Síðast þegar ég athugaði var ekki enn farið að gjósa við Gæsavötn.

Einhverjum kann að þykja þetta smáatriði sem engu skiptir. Setjum það bara í samhengi við annað. Fyrst staðsetningin á gosstöðvunum er röng er gæti þá ekki fleira verið rangt, t.d. sjálf spáin?

Svo er það þetta með smáatriðin. Líklega er það bara smáatriði þó launin hjá lesandanum lækki um 1%. Enn kann það að vera smáatriði þó stafsetningarvillur séu í texta. Jafnvel landakort getur verið rangt en það má vera smáatriði. Þegar ég geri villu í Excel töflureikni fæ ég ranga útkomu, jafnvel enga. Það dugar sjaldnast.

Skipti smáatriðin litlu máli hvað þá um staðreyndir? Er nóg að ákveðin staðreynd sé 99% rétt til að standa undir nafni. Hvar endar slíkt þegar slegið er af kröfum um nákvæmni í blaðamennsku eða upplýsingagjöf til þjóðar, svo dæmi sé tekið?

Hvaða máli skiptir eiginlega þó gosstöðvar séu sagðar við Gæsavötn en ekki á flæðum Jökulsár á Fjöllum? Svari hver fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er einfalt, hér gilda lög og reglur og fólk verður að fara eftir þeim hvort sem því líkar það betur eða ver, það vekur mann alvarlega til umhugsunar þáttur flugmannsins í málinu, flugmenn sem ekki virða lög og reglur eru ekki traustvekjandi. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 13:59

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála þér, Kristján, en það var ekki efni pistilsins.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.10.2014 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband