Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Gæsavatnaleið er ekki merkilegt mannvirki ...
28.9.2014 | 14:40
Vegurinn sem kenndur er við Gæsavötn er ekki merkilegur. Hann hefur aldrei verið unninn að neinu leiti og þar af leiðandi er enginn skaði þó hraunið hafi farið yfir hann. Gæsavatnaleið hefur ekki lokast. Það sem næst gerist er að fólk mun einfaldlega krækja fyrir hrauntotuna og fyrr en varir myndast önnur slóð.
Manni hefur svo sem sýnst á myndum frá gosstöðvunum og við hraunið að þeir sem þar hafa fengið að leika lausum hala hafi ekið utan vega. Þannig hefur það verið á flæðum Jökulsár frá því að menn fóru að aka þær. Ekki man ég eftir því að hafa séð önnur för en veginn sjálfan. Jökulsáin og vindurinn sjá um að fela öll vegsummerki. Hér en þó ekki verið að mæla utanvegaakstri bót.
Hraunið er komið yfir veginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæsavatnaleið er einstök upplifun í góðu veðri. Þessi slóði á alls ekki að vera "merkilegur" eða mikið unninn heldur þvert á móti sem allra einfaldastur til þess að sem minnsu raski sé valdið af mannavöldum. .
Enn er nokkur vegalengd fyrir hraunið að fara yfir leirurnar að sandorpnu hrauni þarna norður af og margir slóðir á þarna liggja einmitt um sandorpin hraun.
Ómar Ragnarsson, 28.9.2014 kl. 18:17
Þú þekkir þetta svæði auðvitað miklu betur en ég. Þó man ég að þarna hækkar landið til norðurs frá gamla Holuhrauni og gígunum þar. Jökulsáin rann norður fyrir hraunið og vegurinn lá meðfram henni. Áin hefði aldrei getað farið mikið norðar. Hraunið sem núna skríður yfir veginn fer ábyggilega ekki mikið lengra. Ég er fyllilega sammála, vegurinn á ekki að vera „merkilegur“. Fyrir alla muni ekki raska umhverfinu. Þetta hefur gengið þokkalega hingað til.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.9.2014 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.