Áróður löggu og almannavarna styðst ekki við rök

Við, almenningur, höfum séð alls kyns lið spranga um á gosstöðvunum, fólk sem auðsjáanlega kann ekkert til í fjallamennsku eða ferðalögum, hvorki gangandi né akandi. Þetta fólk hefur á einhvern hátt getað fengið aðgöngumiða hjá lögreglustjórum og almannavörnum út á eitthvað annað en þekkingu sína og kunnáttu.

Á meðan er alvönum fjallamönnum harðbannað að fara þarna inn eftir og dæmi um að þyrlur hafi verið senda til að stoppa menn á bílum sem eru langt umfram það sem vísindamenn og „fjölmiðlamenn“ hafa yfir að ráða.

Og jafnvel vísindamenn hafa margir hverjir ekki sömu þekkingu á fjallamennsku og margir þeirra sem verða að hafa sig hæga.

Til viðbótar eru ferðaþjónustuaðilar sem hagsmuni hafa á því að geta farið með fólk á þær slóðir sem hingað til hafa veitt þeim miklar tekjur. Þeim eru núna allar bjargir bannaðar.

Er eitthvað sem mælir gegn því að almenningur fái að fara nálægt gosstöðvunum og skoða þær úr fjarlægð? Hingað til hefur mannfall meðal ferðamanna sem skoða gosstöðvar ekki verið neitt.

Við fjallamenn mótmælum auðvitað þessu banni. Áróður almannavarna virka ekki vegna þess að allir vita að hann hefur við lítil rök að styðjast. 

 


mbl.is „Þetta er afar óskynsamlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað eru "fjallamenn"? Eru það eihverskonar ódauðlegir, gasheldir og vatnsheldir menn með háskólamenntun í að klöngrast yfir grjót?

Þú virðist ekki hafa græna gloru um aðstæður á þessu svæði. Fjallamaðurinn sjálfur sem þykist allt vita.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2014 kl. 21:36

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég verð nú að taka undir með JSR. Ástandið yrði hrikalegt þarna ef mörg hundruð "fjallamenn" væru þarna ef eitthvað óvænt gerðist.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.9.2014 kl. 22:00

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jón Steinar, ekki vera meinlegur ... Málefnalegra er að gagnrýna það sem ég skrifaði og láta það vera sem ég nefndi ekki einu orði. Og hverjir skyldu nú vera „ódauðlegir, gasheldir og vantsheldir ... í að klöngrast yfir grjót“? Eru það „fjölmiðlamenn“? Hversu margir slíkir hafa fengið að fara að gosstöðvunum, fólk sem vinnur ekki hjá neinum fjölmiðli né starfar á einn eða neinn hátt að vísindarannsóknum. Sástu myndina af gæjanum á mótorkrossara? Hann var ábyggilega að safna sýnum af einhverju tagi. Sástu myndina af náunganum sem stiklaði á hrauninu? Hann var ábyggilega að rannsaka hversu djúpt væri í glóðina?

Gunnar, oft er það þannig að mörgum sem ekki þekkja til finnast óbyggðirnar hrikalega hættulegar. Ekki bætur úr skák þegar yfirvöld reyna að dreifa ómerkilegum áróðri til þess eins að halda fólki fjarri. Þá fær „sófafólkið“ fyrir hjartað.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.9.2014 kl. 22:45

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér finnst alveg koma til greina að hleypa þeim forvitnustu upp á Vaðöldu þar sem vefmyndavélar Mílu eru staðsettar, þ.e. þegar vindáttir eru hagstæðar. Þaðan er gott útsýni yfir allt nýja hraunið og vettvanginn í heild. Lengra ætti ekki almenningur að fara.

Ég hef fylgst nokkuð vel með Vefmyndavélunum og séð hvernig nýir hrauntaumar renna við hlið þess sem lengst hefur náð. Nú grunar mig að hraun sé að fara að renna norðan við upphaflegu hrauntunguna og gæti jafnvel ógnað hálendisvegi 910 sem liggur suður fyrir Öskju og Dyngjufjöll.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.9.2014 kl. 23:53

5 Smámynd: Thor Thorvaldss.

Hvað deyja margir árlega við það að reyna að klífa Everest og önnur þekkt fjöll ? Svarið er : margir. Það hefur ekki í för með sér að fólki sé bannað að reyna nema síður sé. Fjallgöngumenn ganga fram á heilan haug af líkum þegar þeir ganga á þessi frægu fjöll. Hvað með það þó einhverjir sem ganga til að skoða eldstöðvarnar drepi sig óvart eins og fjallgöngumennirnir og einhverjir gangi fram á þau ?? Eini munurinn væri að líkin væru sviðin ekki gegnfrosin.....en lyktin líklega verri. Enga tepru ...þessu má líkja saman.

Thor Thorvaldss., 22.9.2014 kl. 00:33

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég hygg að það skipti litlu máli hvort um er að ræða þaulvanan fjallgöngumann eða einhvern annan, ef eitthvað óvænt fer af stað þarna innfrá. Um það snýst málið, ekki það hvort menn eru vanir að ganga á fjöll. Enda er þarna um annað að ræða en gönguleið fyrir útivistarfólk eins og málum er nú háttað.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 22.9.2014 kl. 01:04

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

Ég velti fyrir mér hvort stöðva ætti þessa "fjallamenn" sem verða örugglega á ferðinni þegar Katla fer að gjósa, eða ætti bara að láta þá fljóta út undan Suðurlandinu;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 22.9.2014 kl. 04:05

8 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Vonandi munu háar sektir og öflugt eftirlit koma í veg fyrir að björgunaraðilar þurfa ekki að leggja sig í lífshættu til þess að reyna að bjarga vitleysingum (sem hafa að vísu tekist að ná bílprófum) sem fara inn á lokaða svæðið.

Kristján H. Kristjánsson, 22.9.2014 kl. 09:27

9 Smámynd: Óskar

Hroki virðist einkenna þetta ódauðlega fjallalið sem getur allt.  Skilningurinn á eðli málsins er enginn.  Hvað ætla menn að gera ef skyndilega gýs í Dyngjujökli, slíkt getur gerst nánast fyrirvaralaust því GOSSPRUNGAN Í ÁTT AÐ HOLUHRAUNI LIGGUR ÞAR UNDIR.   Nú ef það gýs þar og mönnum er algjörlega frjálst að fara um svæðið ÞÁ HEFÐU MENN EKKI MINNSTU HUGMYND UM HVAÐ MARGIR VÆRU Á SVÆÐI SEM ÖSKUFALL OG FLÓÐ MUNDU ÞURRKA ALLT LÍF ÚT Á NOKKRUM MÍNÚTUM.  Hugsa aðeins Sigurður, bara aðeins.

Óskar, 22.9.2014 kl. 10:53

10 Smámynd: rhansen

"Áróðurinn "svokallaði þyrfti að vera mörgum sinnum meiri ,miðað við að einhverjir skulu "voga " ser að fara i óleyfi inná slikt hættusvæði! ...En fuðulegast af fullornum manni eins og Sigurði að skrifa slikann pistil á móti þeim se af öllum mætti reyna vaka yfir velferð allra sem um svæðin þurfa fara ..og er ærið verkefni .............Ja það er ekki öll vitleysan eins Sigurður !!

rhansen, 22.9.2014 kl. 11:08

11 Smámynd: Óskar

Því miður er ekki hægt að setja inn myndir en ég skora á Sigurð að fara núna inná þennan link  og sjá með eigin augum hvernig skjálftavirknin undir sporði Dyngjujökuls að Holuhrauni liggur.  Þarna eru stanslausir skjálftar þvi gossprungan liggur beint undir og getur algjörlega fyrirvaralaust opnast.  Menn yrðu varir við óróa á mælum um leið og eldur næði í vatnið , hlaup og öskufall væri nær örugglega hafið innan við 20 mínútum eftir slíkt.  Þeir vísindamenn sem eru við gosið eru sjálfir í stórhættu en njóta þess þó að þeim er gert viðvart um leið og staðan breytist.  Það er útilokað að smala þessar víðáttur af "vönu og ódauðlegu fjallafólki" á nokkrum mínútum áður en öskuský með engu skyggni og flóð leggst yfir og þurrkar út allt kvikt.  Það er hreinlega með ólíkindum að lesa svona þvælu eins og frá Sigurði.

Óskar, 22.9.2014 kl. 11:22

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hér er nú dálítil gagnrýni á mig og það er mátulegt.

Ég leyfi mér að hafa aðra skoðun en yfirvöld sem hafa gríðarleg áhrif með hræðsluáróðri sínum. Þeir segja að jafnvel fuglar hafa dáið í eiturgufum eða fengið hjartaáfall við að fljúga um gosstöðvarnar.

Gera menn sér grein fyrir því hvað hraunið er gríðarlega stórt? Hafa þeir sem hér skrifa komið á flæðurnar sunnan Dyngjujökuls og séð hversu svakalega stórar þær eru. Auðvitað er hægt að hleypa fólki þangað og afmarka útsýnisstað. Ástæðan fyrir því að það er ekki gert er að lögreglan hefur ekki fjárframlög til að gera þetta.

Af hverju má þá ekki bjóða björgunarsveitum að gera þetta og rukka fyrir aðgang og stærsti hluti fjársins getur runnið til þeirra? Nei, gott fólk. Ástæðan fyrir hræðsluáróðrinum er einfaldlega sú að lokun er auðveldari framkvæmd en að hafa opið undir ákveðnu skipulagi.

Og fyrir alla muni ekki kokgleypa allt sem lögreglan og almannavarnir segja. Hugsum aðeins, eins og Óskar, vinur minn segir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.9.2014 kl. 11:41

13 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Óskar, ég hef skrifað talsvert um skjálftavirkni og gosið. Farðu endilega inn á fyrr blogg hjá mér og kíktu á það sem ég hef skrifað í einhverri samfellu. Auðvitað hef ég ekkert vit á þessari jarðfræði þrátt fyrir allt sem ég hef skrifað, vantar ef til vill hugsunina, eins og þú nefndir svo vinsamlega.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.9.2014 kl. 12:18

14 Smámynd: Óskar

Sigurður ég veit vel að þú hefur meira vit á jarðfræði en gengur og gerist.  Þessvegna varð ég mjög hissa á að sjá þetta frá þér.  Þú nefnir sjálfur að hraunið og svæðið er gríðarlega stórt.  Hvernig heldur þú þá að það mundi ganga upp að smala svæðið á nokkrum mínútum ef hættuástand skapast skyndilega?  

Útsýnisstaðir og að rukka inná svæðið.  Held því miður að þetta sé ekki raunhæft því svæðið allt, allar þessar flæður og sandar sem hraunið hefur runnið um er einfaldlega hættusvæði.  Vatnsflóð er enga stund að ná niður að nyrðstu brúnum hraunjaðarins og í zero skyggni vegna öskufalls, hvernig ætlar þú að koma tugum eða jafnvel hundruðum fólks í burtu á nokkrum mínútum?  Þetta bara gengur ekki upp.

Óskar, 22.9.2014 kl. 13:05

15 Smámynd: Snorri Hansson

Miðað við „vegakerfið“ á svæðinu og vegalengdirnar

 Nokkra augljósa möguleika á hamförum.

 Við skulum ímynda okkur að 5-600 manns sé á svæðinu.

Hvað á að gera ef eitthvað kemur uppá?

 Þ.e.a.s. flóð, breyting á vindátt eða að tappinn á fjallinu hrinur um 20 m. allt í einu. Hvað á að gera?

 Halda fund hjá Almannavörnum? Hringja í lögregluna á Húsavík? Hún kalli á allar björgunarsveitir? Kalla á þyrlurnar?

Nei það er engin tími til að gera nokkurn skapaðan hlut.

Við værum svakalegustu aðstæðum sem  við höfum nokkru sinni verið sem þjóð.

Snorri Hansson, 22.9.2014 kl. 15:19

16 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er ekki alls kostar sammála þér, kæri Óskar. Ástæðan er einföld, ég tel mig þekkja dálítið til en hafi ég rangt fyrir mér þá gerist það ekki vegna yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem til máls taka heldur vegna raka. Ég get alveg hlustað á rök. Hins vegar er það ekkert innlegg inn í umræðuna að ég sé bjáni og vitleysingur - jafnvel þó rétt væri ...

Emil Hannes nefndi hérna fyrir ofan að Vaðalda gæti hentað til skoðunar. Fleiri staðir geta komið til greina.

Vatn kemst illa að nyrstu brún hraunsins nema það renni upp í móti. Fólk fer einfaldlega ekki suður fyrir hraunið. Þá þyrfti að aka yfir Jökulsá og menn leika sér ekkert að því eins og ég held að aðstæður eru. Frá Dyngjufjöllum og Vaðöldu hallar niður að hrauninu og handan við það flæmist Jökulsáin.

Ef gýs undir Dyngjujökli verður engin sprenging, enginn kolsvartur öskubylur sem leggst eins og hendi sé veifað yfir hálendið.

Verði hins vegar meiriháttar náttúruhamfarir þarna uppi þá er meira í húfi. Við megum samt ekki láta ímyndunaraflið spilla rökhyggjunni. Ef hrikaleikinn yrði eins og margir fullyrða, þá er það algjör dauðadómur fyrir fjömiðlamenn og vísindamenn að vera á þessum slóðum. Skiptir engu hvort þeir eru fimm eða fimmtíu. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Fólkið sem er þarna er ekki að taka neina áhættu, alls enga. Væri þessi hætta fyrir hendi myndi enginn vísindamaður láta sjá sig þarna.

Ástæðan fyrir hamagangi almannavarna og lögreglu er að yfirvöld hafa ekki fé né mannskap til að halda uppi lögum og reglu á þessum slóðum. Þetta lið gafst líka upp á Fimmvörðuhálsi og hrökklaðist niður með plastborðana sína. Aldrei komu upp neinar girðingar eins og hótað var enda ekki nokkur þörf á þeim. Fyrir utan þá staðreynd að þetta lið þekkti ekki Fimmvörðuháls. Um það er fjöldi dæma.

Peningaleysið býr til hræðsluáróðurinn. Svo einfalt er málið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.9.2014 kl. 15:35

17 Smámynd: Aðalsteinn Júlíusson

Vaðaldan getur aldrei komið til greina. Þar er ekki fært upp á nema 38 tommu breyttum bílum eða meira. Ennfremur er þar uppi ratsjá sem sendir mjög sterk merki og ef komið er of nærri henni getur hún "grillað" þá sem fyrir geislunum verða.

Ennfremur eru vegalengdir þarna upp eftir, sem og vegir með þeim hætti að ekki er verjandi að hleypa þarna upp eftir fjölda fólks, með þessa yfirvofandi hættu og þá þann tíma sem tekur að rýma svæðið, hvort sem um verður að ræða skyndilegt flóð og/eða öskufall.

það má vel vera að ekki sé til nægilegir peningar til að sinna þarna ásættanlegu eftirliti en lögreglan gerir sitt besta og spilar úr því sem hún getur, eftir því sem henni er falið. Það er ekki hægt að setja þá ábyrgð á björgunarsveitarmenn, né fara fram á að sjálfboðaliðasveit (fari úr vinnu) eða sé tilbúin til þess að sinna endalausu eftirliti sem og þá ef til neyðarástands kemur að framkvæma og aðstoða við rýmingu á svæðinu. Ekki það að björgunarsveitarmenn séu ekki menntaðir eða nægilega reyndir, það er ekki málið. Það á bara ekki að setja þá í þær aðstæður og verður ekki gert. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að ræða þessa hluti með upphrópunarmerkjum og fullyrðingum sem þurfa að standast rök og fordómar og vanþekking á þessum hlutum skila ekki neinu í rökræðunni.

Ef Almannavarnir telja ekki að hleypa eigi almenningi inn á svæðið þá á ekki að gera það, það er svo einfalt. Menn geta hoppað og skoppað og bölsótast yfir því en það er bara ekki til neins. Svæðið er og verður lokað fyrir almenningi þar til hættan er liðin hjá. Með kveðju. Addi

Aðalsteinn Júlíusson, 23.9.2014 kl. 16:14

18 Smámynd: Stefán Þ. Þórsson Stephensen

Styð þig í þessu máli Sigurður, ég hef átt í miklum skoðanaskiptum við fólk út af þessu máli og er það með ólíkindum hve mikil heift hleypur í suma þegar rætt er um að leyfa íslenskum náttúruunnendum að komast nær gosinu. Það er sorgleg þróun að svipta okkur þessari upplifun út af forræðishyggju og hræðsluáróðri.

Kveðja,

Stefán Þórsson, landfræðingur

Stefán Þ. Þórsson Stephensen, 23.9.2014 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband