Gríđarleg fćkkun skjálfta og gos undir jökli

140905 Skjálftar

Ţróun gosvirkninnar viđ norđanverđan Vatnajökul má taka saman í eftirfarandi: 

  • Skjálftum hefur stórlega fćkkađ
  • Berggangurinn ryđst ekki lengur til norđurs heldur hefur numiđ stađar
  • Vegna berggangsins eru flestir skjálftar undir norđanverđum Dyngjujökli
  • Skjálftavirkni hefur aukist í Herđubreiđartöglum og norđan Herđubreiđar 

Líklega eru nćstu atburđir ţeir ađ gossprungan lengist til suđurs eđa ţađ hreinlega taki ađ gjósa undir Dyngjujökli, ţar sem hann er innan viđ 150 m ţykkur. Afleiđingin verđur hlaup í Jöklu, ţó miklu minna en ef gjósa myndi sunnar ţar sem jökullinn er ţykkari.

Myndin til hćgri sýnir fjölda skjálfta síđustu tvo daga í Dyngjujökli og á flćđunum. Inn á myndina hefur veriđ merkt rautt strik ţar sem skjálftarnir eru hvađ ţéttastir undir jöklinum. Ţar er hugsanlegt ađ gjósi. 

140830 Skjálftar kl. 1258

Önnur myndin sýnir fjölda skjálfta eins og ţeir voru fyrir viku, laugardaginn 30. ágúst. á ţessum tveimur myndum er gríđarlegur munur.

Skjálftum hefur fćkkađ en nú er kominn einhvers konar sigdalur sem liggur ţví sem nćst eins og skjálftaţyrpingin sýnir á neđri myndinni.

Ţegar rýnt er í háloftamyndir af svćđinu má sjá ađ sigdalurinn er á ţekktum slóđum. Áđur en hann varđ til voru ţarna sums stađar greinilegar brotalínur sem bendir til ađ jarđskorpan sé veik og hafi ţar af leiđandi sigiđ ţegar berggangurinn breikkađi. Brotlínur sigdalsins fylgja ađ minnsta kosti ađ hluta ţessum gömlu sprungum.

Núna vekur athygli ađ berggangurinn er sagđur vera mun nćr yfirborđi, rúmlega einn km en var áđur sagđur á fimm km dýpi.

140905 Skjálftar viku 36 b

Fyrir utan atburđi í Bárđarbungu vekur ţađ athygli leikmannsins hversu mikill órói er austan viđ Öskjuop og í Herđubreiđartöglum. Jarđvísindamenn vilja helst ekki rćđa ţetta opinberlega enda eflaust ekki ljóst hvort eđa hvernig ţetta tengist bergganginum og umbrotum í Bárđarbungu. Hins vegar verđur forvitnilegt ađ fylgjast međ atburđum ţarna.

Á kortinu hér til hćgri eru merktir ţeir skjálftar sem orđiđ hafa frá ţví síđasta sunnudag og ţađ kemur frá Veđurstofu Íslands rétt eins og gögnin sem myndirnar tvćr hér fyrir ofan byggja á. 

Ađ lokum er ekki úr vegi ađ geta ţess ađ alveg furđulega rólegt hefur veriđ á landinu síđustu ţrjár vikur og varla ađ jarđskjálfti hafi mćlst svo heitiđ geti nema í norđanverđum Vatnajökli og ţar um kring.

Getur veriđ ađ áhrif Bárđarbungu séu svo gríđarleg ađ lítiđ gerist annars stađar međan umbrot eru ţar? 

Viđbót kl. 13:50:

Síđustu fréttir herma ađ á Dyngjujökli hafi uppgötvast sigketill á svipuđum slóđum og strikiđ á efstu myndinni hér fyrir ofan. Ţađ bendir til ađ hiti sé undir og draga kunni ţar til tíđinda síđar í dag eđa kvöld.


mbl.is Ný gossprunga í Holuhrauni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er ekki frá ţví ađ ţađ stefni í Herđubreiđarlindaelda.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.9.2014 kl. 13:56

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir fyrir innlitiđ, Emil Hannes. Veit ađ ţú ert ađ spauga en samt ... ţetta allt vekur sama áhuga hjá ţér og mér.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 5.9.2014 kl. 14:09

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Smá spaugi fylgir einhver alvara. Ýmislegt er óljóst. Fyrir gos héldu menn t.d. ađ Holuhraun tilheyrđi Öskjukerfinu, annađ kom á daginn.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.9.2014 kl. 14:50

4 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Augljóslega er eitthvađ ađ gerast ţarna sitt hvoru megin Herđubreiđar. Hvort ţađ verđa „Herđubreiđarlindaeldar“ eđa Herđubreiđartaglagosskjálftavirkni“ veit enginn en ég fagna löngum nöfnum.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 5.9.2014 kl. 15:11

5 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ekki veit ég med "Herdubreidarlindaeldavaentingar" Emils, en thad er allavega enginn "Herdubreidartaglagosskjálftavirkniskortur" á svaedinu.

Thad er greinilega mikid í gangi tharna og vonandi ad hvernig sem fer, hljótist af thví sem minnst tjón.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan, thar sem saeljónin leika vid hvurn sinn fingur og mörgaesir fljúga um loftin blá.

Halldór Egill Guđnason, 5.9.2014 kl. 18:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband