Ómarshraun

Styð að hraunið verði nefnt í höfuð Ómari Ragnarssyni. Alveg til fyrirmyndar að sýna góðum manni, náttúruunnanda og mannvini slíkan sóma.

Fordæmi eru á þessum slóðum fyrir að gefa stöðum nöfn eftir ákveðnum mönnum. Nefna má Wattsfell (Vatnsfell), Þorvaldartind, Jónsskarð, Grímsvötn, Grímsfjall, Bárðarbunga, Eggert og líklega mörg fleiri. 

Hitt má um deila hvort Ómarshraun þyki frekar óvirðulegt. Verra væri þó að nefna gígana Ómarsgíga, því þeir kulna og deyja út, eða Ómarsflæður, Ómarssandur, Ómarssprunga o.s.frv. 


mbl.is Verður hraunið nefnt Litla-Hraun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Flott hugmynd.

Sveinn R. Pálsson, 2.9.2014 kl. 14:38

2 identicon

Góð hugmynd, styð þetta heilshugar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 16:40

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thetta steinliggur.

Kominn tími til ad nefna eitthvert af náttúrufyrirbaerum thessa lands í höfudid á theim manni sem hvad mest hefur fraett okkur saudsvartan almúgann, um náttúru landsins okkar og fólkid sem thar býr.

Halldór Egill Guðnason, 2.9.2014 kl. 17:53

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hitt má um deila hvort Ómarshraun þyki frekar óvirðulegt.
Ómar heitir líka Þorfinnur ef ég man rétt. Hvort Þorfinnshraun væri virðulegra geri ég mér ekki grein fyrir en finnst löngu tímabært að veita Ómari varanlega viðurkenningu fyrir hans framlag til náttúrukynningar og náttúruverndar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.9.2014 kl. 18:29

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Frábært!! enda var hann glöggur þegar hann sveimaði þarna fyrir ofan "gosið"  og reiknaði út með sínum flugmanns og náttúrureynslu að þarna og hvergi annarsstaðar væri gos. Og þarfyrir utan á hann inni hjá okkur að fá eitthvað stórt og fallegt kallað eftir sér.Það ómar vel í mínum eirum.

Eyjólfur Jónsson, 2.9.2014 kl. 20:01

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vonandi verða ekki teknar ákvarðanir í fljótfærni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.9.2014 kl. 21:30

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fráleit hugmynd.  Gosið er í Holuhrauni,  og þó oft hafi gosið í í Heklu þá hafa menn ekki fundið hjá  sér hvöt til að breytta nafni hennar.  

Það er óþarfi að tapa sér eins og fréttamaður með andarteppu fyrr en þessu er lokið.

 Svo finnst mér það vanvirðing við það fólk nefndi þetta Holuhraun að þetta nafn verði bara slegið af eins og hvert annað gamalt rusl.   

Þar fyrir utan þá má Ómar hafa þá virðingu sem vilji er til að sína honum.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.9.2014 kl. 23:07

8 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Mér datt í hug vegna staðsetningar hraunsins að kalla það Vatnaskilahraun og hamfarirnar Ómarselda.

Stefán Þ Ingólfsson, 3.9.2014 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband