Berggangurinn úr Bárðarbungu nálgast Öskju

Þróun skjálftavirkni

Tæplega tuttugu km eru í beinni loftlínu frá sporði Dyngjujökuls í suðurhlíðar Þorvaldstinds í Öskju. Nú þegar er sá frægi berggangur, sem uppruna sinn úr kviku Bárðarbungu, kominn um þriðjung leiðarinnar undir jökullausu landinu ef marka má mynd hér fyrir neðan.

Getur hugsast að orkan í kvikunni í bergganginum sé svo mikil að hún geti þrýst sér alla leiðina að Öskju án þess að koma upp á yfirborðið? Hvað gerist þegar tvær miklar eldstöðvar tengjast á þennan hátt? Ugglaust væri hægt að yrkja um það tvíræða vísu en alvaran er meiri en svo að það sér reynt hér ... 

Meðfylgjandi kort sem birt er með frétt á mbl.is er afar gott og lýsandi fyrir stöðu mála. Það sýnir vel þróunina, hvernig berggangurinn hefur vaxið og dafnað.

Á leið í Öskju

Athygli vekur hversu margir stórir skjálftar hafa orðið vegna berggangsins. Aðeins í dag, sunnudag, hafa frá miðnætti orðið 39 skjálftar stærri en 3 stig, og það aðeins í norðanverðum bergganginum.

Ég held að fjöldi skjálfta í norðan verðum Vatnajökli hafi á sama tíma verið 1.123, langflestir á sama stað.

Þetta held ég að sé algjör einsdæmi í sögu jarðskjálftamælinga, sel það þó ekki dýrara en ég keypti ...

Gleymum þó ekki sjálfri Bárðarbungu. Þar hafa orðið miklir skjálftar og ekki útséð um að þar geti dregið til tíðinda.

Ekki er heldur útilokað að eldur verði uppi á tveimur stöðum samtímis. 

 

 


mbl.is Skjálftavirkni fyrir norðan jökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sigurður takk fyrir þetta.

Það eru greinilega breytingar framundan  hjá okkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.8.2014 kl. 22:41

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad tharf eiginlega eitthvad ad fara ad gerast Í thessu máli öllu saman, annad en ad jörd hristist. "Gangnagerdin" virdist ganga býsna vel og stefnir á Öskju, samkvaemt thessu öllu saman. Óskandi ad thetta fjari nú bara ofan í jördina aftur, en ef á ad gjósa eru tvö gos á sama tíma heldur vel í lagt. Vona ad svo verdi ekki, en spennan er mikil vardandi framhaldid. Meira ad segja hér sudur vid Cape Horn, fylgjast menn spenntir med framvindu mála tharna nordur frá. Enginn theirra argentinumanna sem ég hef bodid ad koma í heimsókn til Íslands hefur thegid thad bod. Their vilja frekar bída thangad til "bombarderingen" er afstadin.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.8.2014 kl. 12:49

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig aetli thad sé annars, getur verid ad úr thessu gaeti myndast einhverskonar afbrigdi af Lakagígum, ef thetta taeki nú upp á thví ad frussast uppúr jördinni? Mikid vaeri nú gaman ad vera betur ad sér í jardfraedinni, en svona er thetta bara. Thad geta ekki allir verid sérfródir í öllu.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.8.2014 kl. 17:00

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þarna í kring eru ótal dyngjur sem er sérstakt jarðfræðilegt fyrirbrigði. Þá gýs á sprungu sem smám saman verður að einu gosopi, oftast í miðju hennar. Hraunið er helluhraun og hleðst smám saman upp og getur staðið í ár eða áratugi. Það er einnig til í dæminu að gos verði stutt á svona sprungu og þá verða eftir ótal litlir og stórir gígar ... tja, alveg eins og í Lakagígum. Með kveðju til Suður-Afríku.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.8.2014 kl. 17:10

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

...U..hum. Sudur- Ameríka er thad víst;-), en thakka kvedjuna.

Halldór Egill Guðnason, 25.8.2014 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband