Gjósi á annað borð finnst varla betri staður en framan við Dyngjujökul

140824 kl 1202Berggangurinn sem myndaðist í síðustu viku austan við Bárðarbungu hefur lengst gríðarlega og er nú orðinn líklega um 40 km langur og er án efa kominn undan Dyngjujökli og er undir flæðunum fyrir framan hann.

Þetta má greinilega sjá á meðfylgjandi mynd frá því um kl. 12 í dag. Til samanburðar er mynd frá því í gærmorgun. Í fyrstu var stefna berggangsins SV-NA.

Á efri myndinni sést hvernig stefna gangsins hefur breyst og er nú nær því að vera S-N.

Á neðri myndinni sem tekin var af vefnum um hádegi í gær sést hvernig staðan var þá og hversu miklu munar á stöðunni á tveimur dögum. 

140823 Bárðarb og Dyngju kl 1308

Þetta eru áhugaverðir tímar. Sú spurning brennur á fólki hvort gjósi og þá hvar.

Jarðvísindamenn eru ekki margorðir og varast að vera með miklar yfirlýsingar. Nóg er að aðstæður hafi verið slíkar í gær að talið var að gos hefði byrjað undir Dyngjujökli. Vont er að gefa út ranga tilkynningu og enn verra er að gefa út spár sem byggjast á getgátum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að kvika flæðir undir jarðskorpunni og ástæðan er þrýstingur að neðan. Til að losni um þennan þrýsting þarf annað hvort að gjósa eða kvikan fái að streyma eitthvað lárétt án þess að koma upp á yfirborðið. Smám saman léttir þetta á þrýstingnum.

140824 Afskekkt2

Gjósi á annað borð í kjölfar þessara umbrota í Bárðarbungu og Dyngjujökli er varla hægt að finna „betri“ stað eða afskekktari en sporð Dyngjujökuls eða flæðurnar þar fyrir framan. 

Þarna eru engin mannvirki, aðeins vegaslóðir sem engu skipta. Það væri mikil mildi ef gosið kæmi þarna upp og þá myndi hraun renna og eflaust hlaðast upp og hugsanlega mynda dyngju með tímanum.

Á þessum kortum Landmælinga Íslands sést skýrt hvar hugsanlegur gosstaður er. Varla er hægt að kvarta yfir staðarvalinu ... 

Ísland

 


mbl.is Litakóða vegna flugs breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

En hefur einhver velt því upp hvaða leið Jökulsá á Fjöllum hefur ef það kemur upp hraun á aurunum fyrir framan?

Hún virðist s.s. ekki hafa marga kosti en einhverja þó með mis miklum áhrifum á landgæði.

Sindri Karl Sigurðsson, 24.8.2014 kl. 14:08

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er athyglisverð pæling, Sindri Karl. Holuhraun varð til í gosi 1797 á þessum slóðum. Fljótið fer framhjá því. Komi aftur hraun upp á flæðunum er ljóst að einhvers staðar þarf fljótið að renna. Það kemur bara í ljós hvort það grefur sig eða finnur aðra leið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.8.2014 kl. 15:16

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Stefnir thetta ekki beint á Öskju? Var hún ekki einmitt ad gera klárt um daginn, med thví ad "snyrta " adeins hjá sér gjábarmana og gera klárt til ad taka á móti spýjunni ad sunnan, frá "madam" Bárdarbungu? Thad vaeri nú saga til naesta baejar. Ef og thegar gýs, er mest um vert ad sem minnst tjón hljótist af og fólk fari sér ekki ad voda. Thad thýdir allavega ekki ad taka Sjöfn og Griffil á thetta, ef af verdur.

Gódar stundir, med kvedju frá Capo de Hornos.

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2014 kl. 17:18

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Berghlaupið í Öskju um daginn var afleiðing nokkurrar skjálftavirkni í suðausturhluta fjallgarðsins sem staðið hafði yfir frá því í júní. Askja er ungt svæði og laust í sér og viðbúið að eitthvað léti undan sem og gerði.

Það er rétt hjá þér að berggangurinn stefnir nú að Öskju. Hvort sú þróun haldi áfram alveg í Öskju veit ég auðvitað ekki né heldur hvaða afleiðingar það hefði ef gangurinn myndi ná þangað. Eflaust eru margir mér snjallari í hamfaraspámennsku. Hef þó þá trú að hraunstraumurinn muni frekar leita brátt upp á yfirborðið með hraungosi eða jafnvel að framrás hans hætt með öllu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.8.2014 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband