... og hér er möguleiki!

Lýsing á knattspyrnuleik á ónefndri íslenskri sjónvarpsstöð.

- Hann gefur boltann á næsta mann og hann sendir boltann yfir völlinn á samlanda sinn.

- Hérna er möguleiki ...

- Hér reynir á markmanninn ... en boltinn fór framhjá.

- Hann hleypur ... nú hleypur hann ekki. 

- Hornspyrna og þarna er MÖKULEIKI ... nei, engin hætta þarna. 

- Þetta er aukaspyrna á annað liði. Það skyldi þó aldrei vera að gera þurfi breytingar á liðinu vegna meiðsla.

-  Þarna er möguleiki ... en boltinn kemst ekki í gegnum varnarmúrinn ...

- Hitt liðið er aðeins nokkrar mínútur frá sigri ... 

- Þetta er hugrökk skipting, sóknarmaður fyrir varnarmann. 

- Hérna er möguleiki ... nei, annars. 

- Er þetta aukaspyrna og gult spjald. Já, varnarmaðurinn varð að brjóta á sóknarmanninum eða hvað?

- Þetta er alveg pottþétt víti ... nei annars, varnarmaðurinn snerti ekki sóknarmanninn.

- Dómarinn dæmir ekki neitt og nú er annar möguleiki fyrir hitt liðið ... en það verður ekkert úr þessu.

- Hann er inni í teignum en nær ekki að taka boltann niður.

- Hann er að leita að markinu sem getur komið þeim í úrslit. 

- Þeir eru að gera sig líklega ...

- Það má alltaf búast við einhverjum af þessum leikmanni. 

- Já, þetta er að takast hjá þeim ... en þetta er nú heldur lengra hjá þeim en virtist í fyrstu.

- Við eigum eftir að sjá pressuna þyngjast.

- Og hér er möguleiki. 

- Og hann sendir á næsta mann og sá fer bara í skotið og boltinn í SLÁNNA !!! Búmm, það heyrist ennþá í þverslánni.

- Og eins og staðan er núna er hitt liðið áfram ... 

- Já, þolinmæði er að skila sér núna. 

- Og svo er ekkert annað en að stýra boltanum framhjá markmanninum. 

Þeir eru vissulega mismunandi blessaðir þulirnir, betra að nefna ekki nein nöfn ... en það er alltaf möguleiki. Eins gott að Eiður skuli ekki hafa áhuga á fótbolta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband