Hræringar í ESB fyrr og síðar
14.6.2014 | 14:56
Fyrir þá sem fyljgast með stjórnmálum eru Reyjavíkurbréf Morgunblaðsins ansi fróðlegur lestur og ekki minnkaði það eftir að kunnur stjórnmálamaður varð ritstjóri við blaðið. Í dag fjallar hann af leiftrandi ritsnilld og yfirsýn um deiluna um hver eig að fá að vera stóri strumpur í Evrópusambandinu. Eftirfarandi er úr Reykjavíkurbréfinu:
Bréfritari minnist þess, að hann var um þessar mundir sessunautur við borð eins af þjóðhöfðingjum álfunnar, sem hann hafði hitt alloft áður. Bréfritari fór, í takti við fyrrnefndar umræður, að undra sig á framgöngu Majors.
Þjóðhöfðinginn sagði að augljóst væri af þessum hugleiðingum að bréfritari væri illa að sér um hræringar á æðstu stöðum innan sambandsríkjanna. Það hefði verið víðtæk óánægja með hugmynd Kohls kanslara og aðferð hans við kynningu hennar. Kohl léti eins og málið væri afgeitt eftir að afstaða hans væri ljós.
En þrátt fyrir reiði og móðgun hefði ekkert ríki á meginlandinu vogað sér að andæfa opinberlega. En mörg þeirra hefðu sammælst um að fara bónarveg að Bretum um að þeir tækju að sér að hengja bjölluna á hinn risavaxna kött. Hann hefði loks ljáð máls á því. Og brátt myndum við sjá að margar þjóðir tækju að leita sáttatillögu.
Allt gekk það eftir sem hinn vitri jöfur sagði. En hvað fær John Major út úr þessu, var þjóðhöfðinginn spurður? Það sem hann þarf. Hann er með marga efasemdarmenn um ESB í sínum röðum, sem gamli leiðtoginn Thatcher hottar á.
Þegar þessi mótmæli koma fram og niðurstaðan verður sú að Dehaene verður ekki ESB-stjóri, geta stuðningsmenn Majors bent hróðugir á hversu mikil áhrif breski forsætisráðherrann hafi í þessu meginlandssambandi. Og það er aukaatriði að stuðningsmenn hans vita, eins og við, að þar hefur hann sáralítil áhrif.
Það lítur sem sagt út fyrir að lýðræðisbandalagið ESB sé ekkert fáu öðru líkt en sandkassaleik þar sem stóru krakkarnir ráða yfir þeim litlu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.