Ó-skapnađur hinna talandi stétta og annarra

Mćlikvarđi á mikilvćgi atvinnugreina er arđsemi. Arđsemi í skapandi greinum er hinsvegar ámóta fágćti og skatttekjur hins opinbera af ferđaţjónustu. Hinar talandi stéttir ţessa lands ćttu ađ hafa hugfast ađ skapandi greinar leggja ţannig afskaplega lítiđ til hagvaxtar en ţađ er hagvöxtur sem greiđir reikningana fyrir hinar skapandi greinar. 
 
Ţannig skrifar Arnar Sigurđsson í niđurlagi greinar sinnar í Morgunblađi dagsins. Arnar er starfandi á fjármálamarkađi, eins og segir međ greininni. Ekki ţekki ég manninn en hann er leiftrandi skemmtilegur penni og greinin hans í Mogganum er góđ ţótt ég sé ekki alveg sammála öllu sem ţar kemur fram.
 
Arnar rćđi af mikilli kaldhćđni um svokallađar „skapandi greinar“. Hann segir:
 
Samkvćmt sönnunarfćrslu hinna talandi og skapandi stétta margfaldast hver króna fimmfalt sem tekin er frá ó-skapandi greinum og sett í ţćr skapandi. 
 
Ekki nóg međ ađ hann afgreiđi ţessar heldur hann áfram og ljóst má vera ađ hann hefur ekki mikiđ álit á ţessum svokölluđum „talandi stéttum“ en ţađ er líklega lesandans ađ finna út hverjir tilheyri ţeim:
 
Löngu fyrir daga latte-kaffisins voru lögmál hinna talandi stétta prófuđ ţegar framsýnir sveitarstjórnarmenn Raufarhafnar seldu bćjarútgerđina Jökul sem var líklega ámóta óskapandi ţá eins og sjávarútvegurinn er í dag. Um var ađ rćđa samtals 6.000 ţorskígildistonn og 528 milljónir kr., upphćđ sem í dag myndi gera hvert mannsbarn í bćnum um 6 milljónum kr. ríkara á núvirđi. Raufarhafnarbúar bíđa hinsvegar enn eftir hinu skapandi ríkidćmi. Hagnađinum af sölunni var ţó ráđstafađ í „eina vitiđ“ eins og bćjarstjórinn orđađi fjárfestinguna í de-CODE, Netverki o.fl.
 
Ef til vill á Arnar viđ ađ „hinar talandi stéttir“ séu samrćđustjórnmálasinnar Samfylkingar og hjáleigunnar Bjartrar framtíđar en Sjálfstćđisflokkurinn fćr líka sinn skammt og án efaverđskuldađan:
 
Einn ötulasti talsmađur ríkisafskipta af atvinnulífi landsmanna er Ragnheiđur Elín Árnadóttir sem nýveriđ fékk frumvarp samţykkt í ríkisstjórn um svokallađar ívilnanir til ţeirra sem vilja stofna fyrirtćki og ţá sér í lagi úti á landi. Ástćđur ţess ađ fćrri stofna fyrirtćki úti á landi en annars stađar eru margvíslegar en allar hagrćnar. Ástćđur eins og fjarlćgđ frá markađi, skortur á fjölbreyttu en hćfu, jafnvel menntuđu starfsfólki, fjarlćgđ frá alţjóđaflugvelli, höfn o.s.frv. vega ţungt. Til ađ vinna upp slíkt óhagrćđi ćtlar núverandi ríkisstjórn ađ feta í fótspor ţeirrar síđustu og „ívilna“ sem er fínt orđ yfir niđurgreiđslur á óhagrćđi. Og hverjir eiga svo ađ velja og hafna styrkţegum og klippa á borđa viđ opnun nýrra fyrirtćkja? Jú, ţađ er áđurnefnd Ragnheiđur Elín og embćttismenn hennar. 
 
Ţetta er skemmtileg grein en engu ađ síđur skrifuđ af mikilli sannfćringu um einkarekstur og ríkisafskipti af atvinnulífinu og ekki síst kjaftaglađa pólitíkusa.
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband