Moggafólk tekur við ábyrgðarstöðum hjá RÚV
17.4.2014 | 10:52
Mörgum þykir gaman að hnýta í Morgunblaðið og finna því allt til foráttu, jafnt fyrir fréttaskrif sem stefnu. Þannig hefur það verið frá því ég man eftir mér. Minna fer fyrir málefnalegri gagnrýni á blaðið sem hefur að mati þeirra sem gerst þekkja staðið sig best íslenskra fjölmiðla, jafnt í fréttamennsku og fréttaskýringum. Þangað hafa jafnan valist afar hæfir einstaklingar í blaðamennsku, ljósmyndun, útlisthönnun, vefhönnun og stjórnun.
Það er því engin tilviljun hversu þrír af átta nýjum framkvæmdastjórum Ríkisútvarpsins hafa alist upp eða átt langa viðkomu á Morgunblaðinu.
- Fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir var eitt sinn blaðamaður á Morgunblaðinu
- Þröstur Helgason, dagskrárstjóri rásar 1 var áður ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins
- Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, var eitt sinn blaðamaður á Morgunblaðinu
Og nú byrjar ábyggilega gamalkunnugur söngur um að þetta sé allt fyrirfram ákveðið og verið sé að troða spellvirkjum inn í eitt helgasta vé þjóðarinnar, Ríkisútvarpið. Staðreyndin er hins vegar að þetta fólk hefur sýnt og sannað getu sína og hæfileikarnir eru miklir. Það á því hin nýju störf fyllilega skilin.
Væntanlega heldur Moggin áfram að unga út góðum blaðamönnum sem sumir hverjir hverfa til starfa hjá öðrum fyrirtækjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Æjæj Sigurður. Flestir sjá að Morgunblaðið nú er ekki sami fjölmiðillinn og hann var undir ritstjórn Matthíasar. Fyrsta verk Davíðs var að reka reyndasta fólkið af Morgunblaðinu þegar hann tók við.
Þú þarft að endurskoða þessa færslu í nafni sannleikans.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.4.2014 kl. 17:37
Nei, þetta er ekki rétt hjá þér, Jóhannes. Veit að þetta er ekki rétt hjá þér, hvorki fyrri né seinni hluti.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2014 kl. 17:40
Morgunblaðið var um áratuga skeið einn virtasti fjölmiðill landsins. Því miður er sá tími liðinn. Núverandi ritstjóri hefur séð um það.
Þórir Kjartansson, 17.4.2014 kl. 20:13
Hvaða forneskja er þetta í þér, kæri Þórir. Þori að veðja að þú er laumulesandi, lest hann daglega þér til upplýsingar og ánægju. Þarna starfa margir færustu fjölmiðlamenn landsins, engin ástæða til að gera lítið úr þeim þó þú sért ekki aðdáandi annars hvors ritstjórans.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2014 kl. 20:22
Magnúsi Geir hefur tekist að velja þannig fólk til starfa, að þeir sem hefðu amast við ákvörðunum hans eru gersamlega kjaftstopp.
Með pistli þínum ertu greinilega að "sæka þig upp í" að taka holskeflunni sem hefði dunið yfir, hefði valið einkennst af augljósri frændhygli eða pólitískum vinklum. Þetta er bara allt annar veruleiki sem við erum að horfa á og við þurfum að setja okkur í aðrar stellingar.
Skipun dagsins er: "Úr stígvélunum, upp á skurðbarminn, höfuðið hátt"!!
Flosi Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.