Nýfrjálshyggja og frjálshyggja
16.4.2014 | 18:00
Hannes Hólmsteinn Gissurarson var sem oftar í útlandiu og hélt fyrirlestur um efnahagshrunið á Íslandi. Hann hélt því fram að það hefði ekkert að gera með nýfrjálshyggju eða álíka pólitískar skoðanir. Auðvitað er þetta rétt hjá honum.
Svo gerist það að Egill Helgason, dagkrárgerðarmaður og bloggari, tekur undir með Hannesi. Þetta eru slík stórkostleg undur og stórmerki að pólitískur andstæðingur taki undir sjónarmið Hannesar að ég get ekki annað en vitnað hér í pistil Egils:
Það er mikið til í því hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni að íslenska hrunið hafi ekki stafað af nýfrjálshyggju.
Aðrar skýringar eru nærtækari.
Eins og að bankar voru einkavæddir í hendurnar á klíkubræðrum sem höfðu hvorki vit né siðvit til að reka banka með samfélagslega ábyrgum hætti, heldur notuðu þá sem miðstöðvar fyrir brask.
Eins og að ekki er hægt að byggja alþjóðlega fjármálamiðstöð á örgjaldmiðli eins og krónunni.
Og því að fölsk kjör, viðskipti og væntingar byggðust upp á alltof hátt skráðu krónugengi sem var óhugsandi að entist.
Þannig að skýringarnar eru frekar græðgi, fyrirhyggjuleysi, siðspilling, vinahygli og klíkuskapur og kannski bara hrein heimska.
Ég ekki alltaf sammála Agli en í þetta sinn er það hins vegar staðreynd. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ég hef ekki hugmynd um hvað nýfrjálshyggja en halla mér sem fyrr að frjálshyggju, ef til vill er það gamaldags frjálshyggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heilir og sælir.
Hrunið er „KREPPUFLÉTTAN“
Það er fyrst „verðbólga og síðan verðhjöðnun.“
###
Tómas Jeffersson sagði okkur frá
„KREPPUFLÉTTUNNI“ árið 1770
###
Þið eruð allir víðlesnir, menntaðir, heimsborgarar.
###
Hví látið þið Tómas Jeffersson ekki njóta sannmælis,
og kynnið, að hann sagði okkur þetta allt saman,
árið 1770 ca.
###
Nú gefst ykkur tækifæri til að auka vitund mannkynsins,
þannig að ekki sé hægt að hlunfara fólkið.
###
Við minnispámennirnir viljum reyna að ýta með ykkur.
###
Það er hægt að fyrirgefa margt,
###
En, ef þú leysir ekki fjötra samferðamanna þinna,
þegar þú getur það,
Hvaða nafn eigum við þá að gefa þér,
Og okkur öllum.
Við erum engir aumingjar.
Egilsstaðir, 17.04.2014 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 17.4.2014 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.