Umræðan snýst um undanþágur á undanþágur ofan

Núverandi grundvöllur Evrópusambandsins kemur fram í Lissabonsáttmálanum og honum tengjast fleiri tilskipanir en tölu verði á komið. Það ætti því að vera af nógu að taka fyrir þá sem kjósa að boða almenningi þetta fagnaðarerindi. En á það er varla minnst, heldur snýst umræðan mest um hugsanlegar undanþágur frá lögum og reglum ESB Íslandi til handa.

Svona er umræðan um ESB í hnotskurn, að kíkja í undanþágupakkann. Hjörleifur Guttormsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, ritar góða grein í Morgunblað helgarinnar undir fyrirsögninni „Hafa talsmenn aðildar ekki trú á grundvelli ESB?

Ekki er það mikil reisn í fylgismönnum aðildar að ESB að leggja alla áherslu á að Ísland gangi ekki inn í sambandið á eðlilegum forsendum eins og önnur ríki heldur á undanþágum og það er ekki einu sinni nóg heldur eru undanþágu á undanþágur ofan. 

Hjörleifur nefnir tíu atriði sem fólk ætti að hafa í huga varðandi hugsanlega inngöngu í ESB:

 1. Að Ísland gefur sig á vald miðstýrðu og ólýðræðislegu stjórnkerfi ESB.
 2. Að æðsta dómsvald flyst úr landi í hendur yfirþjóðlegum dómstóli ESB.
 3. úrslitavald yfir sjávarauðlindum færist frá Íslandi til Evrópusambandsins.
 4. Að Evrópusambandið fær yfirráð yfir hafsvæðum utan 12 mílna að 200 mílum.
 5. Að samningar við þriðju aðila um fiskveiðimálefni færast til ESB.
 6. Að landbúnaði er stefnt í hættu með tollfrjálsum innflutningi og dýrasjúkdómum.
 7. Að fríverslunarsamningar Íslands við aðrar þjóðir falla úr gildi.
 8. Að sjálfstæð rödd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hljóðnar að mestu.
 9. Að stjórn gengis og peningamála flyst í hendur Seðlabanka Evrópu.
 10. Að vinnuréttur verður hluti af ESB-rétti og staða launafólks verður óviss.
Fleiri atriði má bæta við upptalningu Hjörleifs. Í lokin hefnir hann þó þann prófstein sem aðildarumsóknin að ESB er fyrir stjórnmálaflokka og Alþingi. Undir þetta hér er heils hugar tekið: 

Umsóknin um aðild að ESB fyrir nær fimm árum var mikið feigðarflan. Fyrir henni var enginn pólitískur meirihluti og þeir sem að henni stóðu gerðu sér ekki grein fyrir um hvað aðildarferlið snerist. Fyrrverandi ríkisstjórn var strand með þetta ferli þegar á árinu 2012 og því kemur það úr hörðustu átt að sömu flokkar gera nú kröfu um að haldið sé í því lífinu með einhverjum ráðum. Krafan um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum eða draga umsókn Íslands til baka á sér hvorki fordæmi né fótfestu í okkar stjórnskipan. Stjórnmálaöfl hérlendis sem áfram eru þeirrar skoðunar að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið verða að afla þeirri skoðun meirihlutafylgis í alþingiskosningum og láta þannig reyna á styrk sinn fyrir endurnýjaðri umsókn. Best fer á því að það sé gert án þess að haldið sé á lofti grillum um sérlausnir Íslandi til handa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Sæll Sigurður.   Ég er ekki sammála og vill fá að kjósa um áframhald.  Það er lang best að klára þennan samning og kjósa svo um niðurstöðuna.

Svo vitnar þú í Hjörleif Guttormsson.  Ekki er nú langt síðan að enginn hægri maður mátti heyra á hann minnst.

Baldinn, 14.4.2014 kl. 09:56

2 Smámynd: S i g u r ð u r  S i g u r ð a r s o n

Það er nú ekki rétt hjá þér um Hjörleif. Staðreyndin er einfaldlega sú að maður hlustar á menn sem hafa rök fyrir máli sínu. Þó ég sé um margt ósammála Hjörleifi í grundvallarskoðun í stjórnmálum, les ég alltaf það sem hann skrifar. Stundum er ég sammála honum, til dæmi að mörgu leyti í umhverfismálum og náttúruvernd.

Þú segist vilja kjósa um áframhald. Ég vil kjósa um aðildina að ESB. Það er tómt mál að knýja ríkisstjórn til að fara gegn stefnu sinni. Í annan stað er ekki um neinn samning að ræða í aðlögunarviðræðunum við ESB. Það segir ESB í reglum um aðlögunarviðræðum og hefur ekkert bakkað með það hversu hatramlega sem rifist er hér uppi á Íslandi. Engin þjóð hefur fengið samning nema um tímabundna aðlögun vegna inngöngu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2014 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband