Auðugir bissnismenn stofna til skoðanakannanaflokks

Nýr flokkur sem er nákvæm eftirlíking annars að því undanskyldu að þeir sem að stofnun hans standa vilja ganga í Evrópusambandið. Er þetta ekki della?

Nýr flokkur sem er nákvæm eftirlíking annars fær ómælda athygli í fjölmiðlum af því að þeir tveir sem að stofnuninni standa kaupa hverja skoðanakönnunina á fætur annarri. Er þetta ekki della?

Margir halda að nú sé runnin sé upp tími hjáleigna? Benda á Samfylkinguna og Besta flokkinn. Er þetta ekki della?

Aldrei í stjórnmálasögu Íslands hefur eins málefnis klofningsframboð þrifist nema um tiltölulega skamman tíma. Flokkar sem eiga ekkert bakland fá ekki þrifist. Þannig var auðvitað um klíkuna sem myndaði Besta flokkinn. Alltof mikil vinna örfárra fer í að halda flokknum lifandi. Þess vegna sameinaðist hann Bjartri framtíð. Sá flokkur á einnig í stökustu vandræðum vegna fámennisins. Vandi hans er líka sá að forystumennirnir eru latir, þeir fylgjast ekki nægilega vel með og hafa ekki bakland til að styðja við sig. Hins vegar er talandinn í lagi og þannig má um tíma villa fólki sýn. Að öðru leyti er ekkert nýtt við Bjarta framtíð, hann er gamaldags krataflokkur sem vill sofa út á morgnana.

Svipað var um Frjálslynda flokkinn. Hann var aldrei nema örfáir áhugamenn um stjórnmál sem flestir fylgdu Sjálfstæðisflokknum að málum og nú eru þeir allir komnir heim með örfáum undantekningum. Frjálslyndi flokkurinn var einsmáls flokkur og náði aldrei flugi af því að baklandið var svo fátæklegt.

Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega stór. Í honum er mikið og fjölskrúðugt bakland fólks sem vinnur að stefnu flokksins allan ársins hring. Þar er í gangi félagsstarf sem hefur mikil áhrif og á það geta forystumenn í sveitastjórnum og þingi treyst. 

Það kostar meira en nokkrar skoðanakannanir að búa til flokk, jafnvel þó að honum standi auðugir bissnismenn úr Reykjavík. Þeir halda kannski að þeir geti keypt atkvæði en eiga eftir að átta sig á því að svo er ekki. Það er hins vegar afar snjallt að kaupa skoðanakannanir til að hafa áhrif á almenning. Þetta er eins og einhvers konar hringavitleysa.

Gerð er skoðanakönnun og fjölmiðlar sperra eyrun og birta niðurstöðurnar, nokkrir kjósendur láta glepjast vegna ísmeygilegra spurninga. Gerð er önnur könnun og enn fallerast fjölmiðlar og svo koll af kolli. Þetta er eins og hundur sem eltist við skottið á sér og snýst í óteljandi hringi. Út af fyrir sig má segja að slíkt athæfi sé undirbúningur stofnunar stjórnmálaflokks.

Hvernig eru þeir fallnir til að stofna lýðræðislega stjórnmálaflokk sem una ekki lýðræðislegri niðurstöðu í þeim flokki sem þeir áður tilheyrðu? 


mbl.is Nýr flokkur nyti 20% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jons

Sumir læra aldrei af sögunni - þú virðist vera einn þeirra - Sjálfstæðisflokkurinn fór mjög flatt á því að vanmeta Jón Gnarr og hans flokk fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, og er enn að súpa seyðið af því. Nú er ný staða um svipað mál uppi, og aftur ætla Sjálfstæðismenn að tækla það með þeim hætti að taka það ekki alvarlega.

Það er svo mikill misskilningur að það séu eingöngu gamlir sjálfstæðismenn sem standa að þessu

Svo er alltaf gott að fara rétt með, það var MMR sem eitt og sér stóð að fyrri könnuninni

Bjarni Jons, 12.4.2014 kl. 13:14

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það kann að vera að ég læri aldrei neitt af sögunni, þakka þér fyrir að vekja athygli mína á því. Þú virðist vita meira um hverjir standa að nýjum hægri flokki en ég.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.4.2014 kl. 13:21

3 Smámynd: Bjarni Jons

Ég veit ekkert meir en það sem ég hef séð á netinu og í fréttum, það er hópur á fb t.d.

Afhverju ert þú svona viss um að þeir einir hafi áhuga á evrópusinnuðum hægri flokki sem hafi einhvern tíma verið í Sjálfstsæðisflokknum? Trúir þú því að allir hægri sinnaðir íslendingar hafi fundist þeir hafa átt samleið með D?

Með þessari athugasemd um söguna þá á ég við hvernig annar hver Sjálfstæðismaður talar um þennan hugsanlega flokk eins og einhvern brandara.. Eru menn svo villtir að þeir fatta ekki að aðilar eins og SA, Samtök Iðnaðarins og stjórnendur flestra stærstu fyrirtækja landsins að sjávarútvegi undanskyldum hafa gagnrýnt stefnu flokksins harðlega

Bjarni Jons, 12.4.2014 kl. 13:27

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, þessir aðilar hafa ekki gagnrýnt stefnu sjálfstæðisflokksins enda ekki aðilar að honum. Hins vegar hafa margir lýst yfir skoðun sinni og samtaka sinna um að Ísland eigi að vera aðili að ESB. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur margoft lýst yfir andstöðu sinni við aðildina. Ég hef setið landsfundina og séð að afar fáir studdu ESB aðildina en þeir voru miklu háværari en fjölmennari hópar sem viljað hafa stefnubreytingu á ýmsum sviðum.

Munurinn á ESB sinnum og öðrum hópum innan Sjálfstæðisflokksins er sá að hinir fyrrnefndu sættu sig ekki við lýðræðislega niðurstöður landsfundarins. Það er svo sem allt í lagi. Hinu er ég algjörlega á móti að stjórnmálaflokkur breyti um skoðin í stefnumálum sínum vegna þess eins að einhverjir eru á móti.

Hvað varðar spurningar þínar. Ég get ómögulega svarað því hvort allir hægri sinnaðir Íslendingar hafi átt samleið með Sjálfstæðisflokknum. Hvernig á ég að vita um skoðanir allra? Ég hef mína eigin skoðanir og legg áherslu á þær sem og þeirra sem kunna að rökstyðja sitt mál skynsamlega.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.4.2014 kl. 13:39

5 Smámynd: Bjarni Jons

Sá feill sem Sjálfstæðisflokkurinn er að gera núna er að þeir átta sig ekki á því að með tilkomu vefmiðla, samfélagsmiðla og annars þá er ekki lengur bara hægt að ákveða á Landsfundi hver stefnan eigi að vera og að kjósendur sem kunna ekkert annað, eða hafa jafnvel erft það hvar þeir merkja sitt .

Landsfundur er ekki allir kjósendur Sjálfstæðisflokksin Sigurður, að menn skuli ekki vera farnir að kveikja á þeirri peru er alveg með ólíkindum - flokkur sem var einusinni 35-40% flokkur er að slefa yfir 20% og menn virðast bara ætla sigla fleyinu hægt og rólega í strand. Davíð Oddsson stígur svo upp og grínast með að það sé ekkert fylgi að fá frá D, menn sæki það eitthvað annað. Maðurinn áttar sig samt ekki á því að það er ömurlegast fyrir hann sjálfan, þetta fólk sem á að sækja þetta fylgi til, er nefnilega margt.. löngu farið

Þetta verður verðugt rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar

Bjarni Jons, 12.4.2014 kl. 17:16

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Af hverju er ekki hægt að hafa landsfund sem byggir á fulltrúalýðræði. Þú veist væntanlega hvernig landsfundarfulltrúar eru valdir.

Enginn stjórnmálaflokkur getur byggt á skyndilausnum. Að mínu mati er vandi Sjálfstæðisflokksins er ekki stefna hans heldur kynnig hennar.

Velti því fyrir mér hvort þú hafir áhyggjur af Sjálfstæðisflokknum af því að þú ert hlyntur honum eða hvort eitthvað annað liggi að baki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.4.2014 kl. 18:02

7 Smámynd: Bjarni Jons

Ég yfirgaf flokkinn fyrir nokkru síðan.. Skoðanir Landsfunds endurspegla augljóslega ekki skoðanir þess sem áður var kjarni þeirra kjósenda.. Það þarf lítið annað en að skoða niðurstöður bæði kannana og kosninga til að sjá það. Flokkurinn er í stjórn eftir einhverja óvinsælustu stjórn sögunnar og virðist ekki einusinni nálægt því að ná sínu gamla fylgi. Kannanir núna sýna svo að þrátt fyrir að flokkurinn sé í sögulegri lægð er samt stór hluti þeirra kjósenda til í að kjósa flokk sem hefur ekki einusinni enn orðið til.

Viðbrögð Sjálfstæðismanna við þessum veruleika virðast helst vera þau að gera grín að því fólki sem hugsanlega stendur .. ég hreinlega skil ekki alveg hvað menn eru að spá..

Bjarni Jons, 12.4.2014 kl. 18:08

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Bjarni, menn eru ekki að spá, þeð er verið að ná í völd og pening hvað sem það kostar og þarámeðal að rústa flokknum.

Eyjólfur Jónsson, 12.4.2014 kl. 20:55

9 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Sjálfstæðisflokkurinn eins og aðrir flokkar gengur út á að ná í völd og peninga. Ef honum er rústað, þá er það ágætt. Flokkurinn er ekki sá sem hann var áður en LÍU eignaðist hann og hefur valdið óbætanlegu tjóni á íslensku samfélagi. Með hærra menntunarstigi þjóðarinnar og meiri upplýsingu getur flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn ekki orðið annað en lítill einangrunarflokkur sem berst gegn framförum og framþróun.

Halldór Þormar Halldórsson, 13.4.2014 kl. 08:41

10 Smámynd: Bjarni Jons

Sjálfstæðismenn virðast trúa því að flokkurinn sé svo stór að hann hljóti að verða eilífur, en eins og Halldór bendir réttilega á, þá mun hærra menntunarstig og upplýst umræða sem allir geta séð eða tekið þátt í, koma í veg fyrir að hann geti haldið sínu gamla fylgi á sama tíma og hann stundar sérhagsmunagæslu og heldur aftur af eðlilegum breytinum í takt við það sem er að gerast út um allan heim. Ríki eru ekki lengur eylönd, það er að renna upp fyrir mönnum, öllum nema þeim sem stjórna bakvið tjöldin hjá Sjálfstæðisflokki - að fólk skuli trúa því t.d. að ungt fólk sé líklegt til þess að halla sér að flokki hvers hugmyndasmiðir eru Davíð Oddsson og Björn Bjarnason. Þeir tveir ásamt fylgjendum sínum eru í dag verstu óvinir flokksins og um leið hugsanlega bestu bandamenn ESB sinna. Eins og ótrúlegt og það nú hljómar. Stuðningur við áframhaldandi aðildarviðræður eykst stöðugt, það er ekki síst fyrir tilstilli fólks eins og Bjarn, Davíðs, Styrmir og Vigdísar Hauks

Bjarni Jons, 13.4.2014 kl. 11:55

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nú ekki svara vert, Bjarni Jónson. Hugmyndasmiðir í Sjálfstæðisflokknum skipta þúsundum. Það eru þeir sem taka þátt í landsfundi flokksins og starfi hans þess á milli, bæði á sveitarstjórnarstigi og landsmálum. Ég er einn þeirra.

Þú ættir að lesa stefnu flokksins og jafnvel það sem menn eins og Davíð, Bjarni og Styrmir leggja til málanna. Slæmt væri ef þú ert svokallaður „fyrirsagnahaus“ og byggir skoðanir á kjaftagangi frekar en að kynna þér málin sjálfur. Svo er það þetta með aðlögunarviðræðurnar. Veistu að út á hvað þær ganga? Hefurðu lesið reglur ESB um þær.

Veistu til dæmis þetta:

Viðræður við ESB eru ekki samningaviðræður heldur aðlögunarviðræður. Þetta segja stjórnendur ESB sjálfir og er að finna í bæklingi sem sambandið gaf út og heitir „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“.

Í honum segir eftirfarandi:

1.

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates odoption, implimentation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.

2.

And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

3.

For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.

4.

For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

Skýrara getur þetta varla verið. „Accession negotiations“ heitir viðræðurnar en ekki „negotiations“. Veit ekki hvernig Egill Helgason getur þýtt þetta öðru vísi en sem aðlögunarviðræður. Eftirfarandi setur enn frekari stoðir undir þá skýringu og þetta eru hluti af skilyrðum stjórnenda ESB:

Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country.

Ofangreint þýðir einfaldlega það að umsóknarríkið á að aðlaga stjórnsýslu, lög og reglur sínar að því sem gildir hjá Evrópusambandinu. Punktur.

Viðræðurnar sem ESB nefnir aðlögunarviðræður, á ensku „accession negotiations“, fjalla um 35 kafla sem nefndir eru „Acqis“. Þessir kaflar fjalla um einstaka málaflokka, t.d. landbúnað, flutninga, orkumál, fiskveiðar og svo framvegis, allt upp talið í ofangreindum bæklingi.

Skilur þú þetta sem er hér að ofan?

Það veldur síðan fleirum en mér áhyggnum hvers vegna sumt fólk vill stefna í ESB með það eitt fyrir augum að fá undanþágur. Hvers konar aðild er það sem byggir á undanþágum ofan á undanþágur?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.4.2014 kl. 12:11

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Heitirðu annars Bjarni Jons eða kemurðu hér undir fölsku nafni? Heitirðu Fannar Helgi Steinsson?

Fyrra nafnið kemur fram sem höfundur bloggs sem ekki er virkt, seinna nafnið er skráð ábyrgðarmaður bloggsins skv. þjóðskrá.

Ég hef skömm á þeim sem villa á sér heimildir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.4.2014 kl. 12:17

13 Smámynd: Valur Arnarson

Ég er svo hjartanlega sammála þér Sigurður með allt það sem þú segir hér og ég er mjög stoltur af því hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í lappirnar í þessu ESB máli þrátt fyrir stöðugan áróður frá fjölmiðlum eins og RÚV og Fréttablaðinu en þessir fjölmiðlar hafa ótakmarkaðan vilja til að slá ryki í augu fólks og ljúga að því um þessar mál.

Staðreyndir er bara sú að fólk mun kjósa á móti og með ESB alveg sama hvað kemur úr þessum blessaða pakka. ESB getur með einföldum hætti hvenær sem er breytt sínu regluverki og betra er að stíga inn en úr að fara eins og Bretar eru að brenna sig á núna.

Helstu rök með aðild eru alltaf þessi gjaldmiðlamál og það er eins og að fólk skilji ekki að ESB ætla ekki að gefa okkur fullt af Evrum sem við getum bara svo tekið upp. Nei, þetta er lántaka í erlendum gjaldmiðli og ef við erum svona ólm í að taka stórt lán í erlendri mynt að þá getum við allt eins farið í Bandarískan banka og tekið lán í dollurum og tekið svo upp dollara sem gjaldmiðil í kjölfarið og sloppið við allt þetta heimskulega regluverk hjá ESB.

Svo kemur alltaf þetta: "Já, en við erum búin að taka upp svona og svona mikið af regluverkinu í gegnum EES samninginn". En munurinn á EES og ESB er skýr. EES er samningur sem hægt er að rifta ef ákvæði hans verða of fáránleg eða of íþyngjandi. Það hefur engin hingað til, svo ég best viti, getað rift ESB aðild. Ég er ekki einu sinni viss um að það sé hægt.

Valur Arnarson, 13.4.2014 kl. 18:17

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gott að heyra eina skynsemisrödd hérna, Valur.

Varðandi Evruna eða krónuna. Víst gæti Evran verið hjálpleg en það yrði tvímælalaust á kostnað atvinnustigsins. Ég kýs frekar krónuna en mikið atvinnuleysi jafnvel þó það hafi í för með sér hættu á verðbólgu. Með krónunni ráðum við stöðu okkar í efnhagsmálum en það krefst þess að við vinnum eins og menn að því að halda efnahagnum stöðugum.

Aðildin að ESB er stórhættuleg. Hvers vegna heldurðu að stjórnendur ESB hafi ekki einfaldlega sagt það hreint út að við gætum haldið um aldur og æfi yfirráðum yfir landhelginni?

Það er einungis vegna þess að samkvæmt lögum ESB er það ekki hægt.

Til að breyta lögunum þarf samhljóða álit 28 ESB þjóða. Heldur einhver að Spánverjar, Portúgalir, Frakkar og Bretar muni una okkur þess sem þeir fá ekki sjálfir, það er yfirráð yfir landhelgi sinni?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.4.2014 kl. 19:45

15 Smámynd: Valur Arnarson

Þetta er hárrétt hjá þér Sigurður.

Íslendingar eru vanir því að geta gengið í vinnu og hér hefur atvinnuleysi verið lítið yfir heildina. Ég segi eins og þú frekar vil ég verðbólguna en atvinnuleysið. Mikið atvinnuleysi er samfélagsmein sem getur undið uppá sig í formi fátæktar og glæpa.

Það eru margar mótsagnir í peningastefnu ESB. Þeir segjast vera að tryggja sig gagnvart lánveitingum með því að skylda lántakann til þess að undirgangast hinu svokölluðu Maastrict skilyrði en svo að betur athuguðu máli að þá virðist vera sem svo að alls ekkert öll ríki hafi staðist þessi skilyrði og fyrir vikið skapast undirmálslán sem eru að mínu áliti undirrót fjármálavandans í Evrópu. Við getum tekið Grikkland og Kýpur sem dæmi.

Varðandi okkur Íslendinga að ef við stæðumst þessi skilyrði að þá yrði krónan bara það traustvekjandi og góð að við þyrftum ekkert á öðrum gjaldmiðli að halda. Við hefðum með þau efnahagsskilyrði mjög hagstætt lánshæfismat og lánstraust.

Ég er svo algjörlega sammála þér. við höfum ekkert í ESB að gera. Sjávarútvegsstefnan þeirra er beinlínis fjandsamleg. Sjáðu bara þegar þeir tóku afstöðu með Norðmönnum í ofveiði á Makrílnum. Þetta gengur gegn allri vísindalegri hugsun. Það er líka hárrrétt sem þú segir, það mun aldrei verða breyting á lögum um yfirráð hafsvæðisins eins og Hjörleifur bendir réttilega á í greininni sinni. Ég sé að þú ert búin að skrifa um þetta.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin :)

Valur Arnarson, 13.4.2014 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband