Mæli með Grími Sæmundsen sem formanni SAF

DSC_0318 Langafjöl, Gunnar

 

SAF verði í lykilhlutverki um markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannalandi, þar sem áfram verði lögð áhersla á að dreifa gestum okkar betur yfir árið, betur um landið og ekki síst að stefnt að auknum meðaltekjum af hverjum erlendum ferðamanni, sem heimsækir Ísland, á grunni gæða og einstakrar upplifunar. 

Ofangreind tilvitnun er skoðun Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, en hann býður sig fram sem formann Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 10. apríl næst komandi. 

Grímur-2

 

Alvöru atvinnugreinar

Ég hef lengi fylgst með framgangi ferðaþjónustunnar, eða allt frá því 1980 er ég hóf útgáfu á tímaritinu Áfangar sem fjallaði um Ísland og ferðir um landið. Þá þeim árum var ferðaþjónustan lítil og „hugguleg“ atvinnugrein sem afar fáir trúðu að yrði nokkurn tíman öflug. Þá voru bara tvær „alvöru“ atvinnugreinar, sjávarútvegur og landbúnaður.

Ferðaþjónustan hélt reglulega ferðamálaráðstefnur en var það Ferðamálaráð Íslands sem boðaði til þeirra. Þangað mættu flestir í atvinnugreininni, meðal þeirra menn sem jafnvel þó voru löngu orðnir þjóðsagnapersónur. Nefna má Úlfar Jacoben og Guðmund Jónasson. Fjölda annarra sem sannarlega voru brautryðjendur mættu til fundarhalda, veitingmenn, hótelhaldara, ferðaskrifstofufólk ... og jafnvel ég.

 

Gæfusporið 

DSC_0290, Dyrfjöll, Dyrnar, fólk, tvípan - Version 2

Samtök ferðaþjónustunnar voru svo stofnuð 1998 og það var gæfuspor. Síðan hefur ferðaþjónustan hefur átt ágætu gengi að fagna og vaxið frá ári til árs. Meginástæðan er auðvitað sú að gott og vandað fólk hefur valist í forsvar fyrir atvinnugreinina. Erna Hauksdóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá upphafi og þangað til á síðasta ári, en hún var áður framkvæmdastjóri Samtaka veitinga- og gistihúsa.

Þrír menn hafa verið formenn SAF, þeir eru núverandi formaður, Árni Gunnarsson og Jón Karl Ólafsson sem var formaður frá 2002 til 2009, og Steinn Logi Björnsson, sem var fyrsti formaðurinn. Allt framsýnir og duglegir menn.

 

DSC_0566 - Version 2

Mæli með Grími Sæmundsen 

Ég hef í langan tíma tengst ferðaþjónustunni beint eða óbeint og þekki þar fjölda manns. Ég vil beina orðum mínum til þeirra sem og annarra, þegar ég hvet til þess að Grímur Sæmundsen í Bláa lóninu verði kjörinn næsti formaður SAF.

Grímur hefur frá því ég kynntist honum í Menntaskólanum í Reykjavík, verið yfirvegaður raunsæismaður. Hann er reglusamur, orðheldinn og framar öllu jákvæður og lítur til framtíðar í störfum sínum. Mikill fengur er að fá slíkan mann sem formann SAF. 

DSC_0145 090228 - Version 2

 

Bláa lónið var bara hugmynd

Bláa lónið óx ekki sjálfkrafa frá því að vera lagleg hugmynd upp í það að vera eitt öflugasta fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu. Til að leiða uppbygginguna þurfti framsýnan mann með þor og skynsemi en um leið var mikilvægt að sá hinn sami nyti trausts hjá öllum þeim aðilum sem komu nálægt starfinu, bönkum, ferðaþjónustufyrirtækjum og verktökum af ýmsu tagi. Grímur var þessi maður. 

 

DSC_0322 - Version 2

Alvöru atvinnugrein? 

Í gamla daga var sagt að ferðaþjónustan myndi aldrei geta orðið „alvöru“ atvinnugrein. Bent var á hótel víða um land sem sjaldnast virtust geta staðið undir rekstri sínum en fóru mörg hver á hausinn aftur og aftur. Haft var á orði að þegar ferðaþjónustufyrirtæki hafi þrisvar orðið gjaldþrota væri ef til vill kominn grundvöllur fyrir áfallalitlum rekstri. Auðvitað var þetta bara tóm vitleysa, það vissu allir - en samt ...

 DSC_0059 Frostastaðavatn, þrípan - Version 2

Fjárhagslega traust fyrirtæki 

Hitt er öllum ekki ljóst að Bláa lónið hefur alla tíð verið traust og gott fyrirtæki. Rekstri þess hefur ávalt verið hagað á þann veg að það gat staðið við allar fjárskuldbindingar sínar og þannig er það enn þann dag í dag.

Þetta er athyglisverð staðreynd í ljósi þess hversu margir hafa átt erfitt með að koma undir sig fótunum í ferðaþjónustunni vegna þess að þeir voru óskynsamir í fjármálum. Sumum þeirra fylgir ljót slóð.

Ég hvet fólk í ferðaþjónustu til að fylkja sér að baki Grími Sæmundsen og kjósa hann sem formann SAF.

 IMG_0196 Kistufell í austur - Version 2

Gjaldtaka á ferðamannastöðum 

Á þessum vettvangi hef ég gagnrýnt harðlega gjaldtöku meintra landeigenda af ferðamannastöðum og upptöku á svonefndum „náttúrupassa“. Skoðun Gríms á þessum málum er eftirfarandi og honum treysti ég til að leiða þessi mál til lykta:

SAF verði leiðandi í að skapa sátt varðandi varðveislu og uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða og gjalddtöku af ferðamönnum. Öflug náttúruverndarstefna er í þessu efni nauðsynleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband