Mćli međ Grími Sćmundsen sem formanni SAF
5.4.2014 | 15:42
SAF verđi í lykilhlutverki um markađssetningu á Íslandi sem ferđamannalandi, ţar sem áfram verđi lögđ áhersla á ađ dreifa gestum okkar betur yfir áriđ, betur um landiđ og ekki síst ađ stefnt ađ auknum međaltekjum af hverjum erlendum ferđamanni, sem heimsćkir Ísland, á grunni gćđa og einstakrar upplifunar.
Ofangreind tilvitnun er skođun Gríms Sćmundsen, forstjóra Bláa lónsins, en hann býđur sig fram sem formann Samtaka ferđaţjónustunnar á ađalfundi sem haldinn verđur fimmtudaginn 10. apríl nćst komandi.
Alvöru atvinnugreinar
Ég hef lengi fylgst međ framgangi ferđaţjónustunnar, eđa allt frá ţví 1980 er ég hóf útgáfu á tímaritinu Áfangar sem fjallađi um Ísland og ferđir um landiđ. Ţá ţeim árum var ferđaţjónustan lítil og hugguleg atvinnugrein sem afar fáir trúđu ađ yrđi nokkurn tíman öflug. Ţá voru bara tvćr alvöru atvinnugreinar, sjávarútvegur og landbúnađur.
Ferđaţjónustan hélt reglulega ferđamálaráđstefnur en var ţađ Ferđamálaráđ Íslands sem bođađi til ţeirra. Ţangađ mćttu flestir í atvinnugreininni, međal ţeirra menn sem jafnvel ţó voru löngu orđnir ţjóđsagnapersónur. Nefna má Úlfar Jacoben og Guđmund Jónasson. Fjölda annarra sem sannarlega voru brautryđjendur mćttu til fundarhalda, veitingmenn, hótelhaldara, ferđaskrifstofufólk ... og jafnvel ég.
Gćfusporiđ
Samtök ferđaţjónustunnar voru svo stofnuđ 1998 og ţađ var gćfuspor. Síđan hefur ferđaţjónustan hefur átt ágćtu gengi ađ fagna og vaxiđ frá ári til árs. Meginástćđan er auđvitađ sú ađ gott og vandađ fólk hefur valist í forsvar fyrir atvinnugreinina. Erna Hauksdóttir var framkvćmdastjóri Samtaka ferđaţjónustunnar frá upphafi og ţangađ til á síđasta ári, en hún var áđur framkvćmdastjóri Samtaka veitinga- og gistihúsa.
Ţrír menn hafa veriđ formenn SAF, ţeir eru núverandi formađur, Árni Gunnarsson og Jón Karl Ólafsson sem var formađur frá 2002 til 2009, og Steinn Logi Björnsson, sem var fyrsti formađurinn. Allt framsýnir og duglegir menn.
Mćli međ Grími Sćmundsen
Ég hef í langan tíma tengst ferđaţjónustunni beint eđa óbeint og ţekki ţar fjölda manns. Ég vil beina orđum mínum til ţeirra sem og annarra, ţegar ég hvet til ţess ađ Grímur Sćmundsen í Bláa lóninu verđi kjörinn nćsti formađur SAF.
Grímur hefur frá ţví ég kynntist honum í Menntaskólanum í Reykjavík, veriđ yfirvegađur raunsćismađur. Hann er reglusamur, orđheldinn og framar öllu jákvćđur og lítur til framtíđar í störfum sínum. Mikill fengur er ađ fá slíkan mann sem formann SAF.
Bláa lóniđ var bara hugmynd
Bláa lóniđ óx ekki sjálfkrafa frá ţví ađ vera lagleg hugmynd upp í ţađ ađ vera eitt öflugasta fyrirtćkiđ í íslenskri ferđaţjónustu. Til ađ leiđa uppbygginguna ţurfti framsýnan mann međ ţor og skynsemi en um leiđ var mikilvćgt ađ sá hinn sami nyti trausts hjá öllum ţeim ađilum sem komu nálćgt starfinu, bönkum, ferđaţjónustufyrirtćkjum og verktökum af ýmsu tagi. Grímur var ţessi mađur.
Alvöru atvinnugrein?
Í gamla daga var sagt ađ ferđaţjónustan myndi aldrei geta orđiđ alvöru atvinnugrein. Bent var á hótel víđa um land sem sjaldnast virtust geta stađiđ undir rekstri sínum en fóru mörg hver á hausinn aftur og aftur. Haft var á orđi ađ ţegar ferđaţjónustufyrirtćki hafi ţrisvar orđiđ gjaldţrota vćri ef til vill kominn grundvöllur fyrir áfallalitlum rekstri. Auđvitađ var ţetta bara tóm vitleysa, ţađ vissu allir - en samt ...
Fjárhagslega traust fyrirtćki
Hitt er öllum ekki ljóst ađ Bláa lóniđ hefur alla tíđ veriđ traust og gott fyrirtćki. Rekstri ţess hefur ávalt veriđ hagađ á ţann veg ađ ţađ gat stađiđ viđ allar fjárskuldbindingar sínar og ţannig er ţađ enn ţann dag í dag.
Ţetta er athyglisverđ stađreynd í ljósi ţess hversu margir hafa átt erfitt međ ađ koma undir sig fótunum í ferđaţjónustunni vegna ţess ađ ţeir voru óskynsamir í fjármálum. Sumum ţeirra fylgir ljót slóđ.
Ég hvet fólk í ferđaţjónustu til ađ fylkja sér ađ baki Grími Sćmundsen og kjósa hann sem formann SAF.
Gjaldtaka á ferđamannastöđum
Á ţessum vettvangi hef ég gagnrýnt harđlega gjaldtöku meintra landeigenda af ferđamannastöđum og upptöku á svonefndum náttúrupassa. Skođun Gríms á ţessum málum er eftirfarandi og honum treysti ég til ađ leiđa ţessi mál til lykta:
SAF verđi leiđandi í ađ skapa sátt varđandi varđveislu og uppbyggingu fjölsóttra ferđamannastađa og gjalddtöku af ferđamönnum. Öflug náttúruverndarstefna er í ţessu efni nauđsynleg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.