Spana fasteignasalar upp fasteignaverð?

Þetta er alveg undarlegt ástand með fasteignamarkaðinn í Reykjavík. Allt frá hruni hafa fasteignasalar og formælendur félags þeirra haldið því fram að hann sé á uppleið. Skilja má þessar yfirlýsingar á þá leið að verð á fasteignum sé að hækka. Engu líkar er en að fasteignasalar hafi unnið að því með oddi og egg að spana upp fasteignaverðið og hafa þannig beinlínis áhrif á markaðinn. Hugsanlega hefur þeim tekist þetta enda bein tengsl milli afkomu fasteignasala og verðs á markaði.

Svo bárust þær fréttir fyrir stuttu að Íbúðalánasjóður hafi sagt að fækkun hafi orðið í útlánum að hans vegum miðað við undanfarin ár.

Hvernig á að lesa í mismunandi skilaboð? Annars vegar standa yfirlýsingaglaðir fasteignasalar og hins vegar Íbúðalánasjóður, frekar súr á svipinn. Gæti verið að það séu bankarnir sem séu lána meira til íbúðakaupa? Einhvern veginn finnst mér það ótrúlegt.

Í raun og veru þarf glögga greiningu á sölutölum undanfarinna mánaða og þá hvað liggi á bak við þær. Mér duga ekki kæti og yfirlýsingar fasteignasala. Það hefur sýnt sig að lítil innistæða hefur verið á bak við þær.

Svo stangast þetta allt á þá einföldu staðreynd að lítið framboð íbúða í vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og Hlíðunum bendir einfaldlega til þess að fólk sé ekkert að hugsa sér til hreyfings. Það heldur að sér höndunum og vill sjá hvað sé að gerast. Þær fáu eignir sem seljast tengjast ábyggilega eðlilegri endurnýjun eldra fólks sem vill breyta um eða þarf að breyta.

Hitt er svo annað mál að lítið er um nýbyggingar í Reykjavík. Eðlileg endurnýjun fær enga útrás og niðurstaðan er staðnaður markaður þar sem fasteignasalar reyna með öllum ráðum að halda verðinu uppi. 


mbl.is Slegist um góðar íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já þetta er sérkennilegt, og þó kannski bara eðlilegt.  Ég er ekki fróður um reglur, lög, skyldur og heiðurs aflanir fasteigna sala.  En hugsanlega eru þær ekkert meira aðþrengjandi en skyldur sumra alþingismanna nú um mundir.

Það er gott ef viðskipti glæðast, en það er mikið til af brenndu fólki.  Eignir sem aldraðir eignuðust á orkutíma sinum, eru að brenna þegar þær eru seldar fyrir slikk og einhverjir stálu lífeyrissjóðnum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2014 kl. 22:22

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Fasteignasalar vinna bara vinnuna sína. Þeir sem kaupa og selja eru þeir sem ákveða verðið.

Hörður Þórðarson, 5.4.2014 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband