Heldur skjálftahrinan áfram til austurs?

reykjanes-kort_3Vísindamenn segja að á Reykjanesskaga séu sex eldstöðvakerfi eins og sjá má á myndinni hér til hægri.

Þegar jarðskjálftar verða þar eða á Reykjaneshrygg er eins og að framhaldið verði eftir einhverju kerfi.

Í fyrra urðu til dæmis miklir skjálftar í kringum Eldey og Geirfugladrang. Skömmu síðar kom mikil skjálftahrina í Sandvík sem er rétt vestan við Grindavík. Þessi skjálftar færðust svo austar og austar.

Í haust varð síðan skjálftahrina við Jósefsdal og Vífilsfell. Enn síðar skalf jörð við Jarlhettur sunnan undir Langjökli.

Ef til vill eru þetta einhvers konar „dómínóáhrif“ vegna snarpra skjálfta lengst suðvestan í sjó. Eftir einhverju ókunnu kerfi færast skjálftarnir lengra og lengra til norðausturs uns þeir koma á land og hliðrast þar eftir eldstöðva- eða sprungukerfi jafnvel lengst inn á hálendið.

Fyrir nokkrum dögum urðu litlir skjálftar við Eldey. Þá velti ég því fyrir mér hvort leikurinn myndi endurtaka sig. Stórir skjálftar yrðu á þessum slóðum og allt myndi gerast eins og í fyrra. Ef til vill þarf ekki glöggan mann til að sjá þetta fyrir, svona hefur þetta ábyggilega gerst í langan tíma.

Nú hefur sem sagt orðið stór skjálftahrina við Eldey og í framhaldinu fjöldi lítilla skjálfta við Eldvörp, vestan Grindavíkur. Engir hafa þó orðið við Sandvík eins og í fyrra, yfir það svæði hljóp núverandi hrina og stakk sér bara milliliðlaust niður í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Eldvörp-Svartsengi.

Nú er sem sagt spurningin þessi. Hvar hefur orðið til spenna þegar land hreyfðist við Eldvörp? Skelfur næst jörð við Fagradalsfjall, Krísuvíkurkerfið, Brennissteinsfjallakerfið eða Hengilskerfið? Og þessu næst: Hvar verða skjálftar á Suðurlandi eða við Langjökul. 

Ég bið lesendur að taka varann á ofanrituðu því ég hef ekkert vit á jarðfræði. Spái samt stórum skjálfta í sunnan Hafnarfjarðar, jafnvel við Kleifarvatn. Byggi þessa vísindalegu nálgun mína á draumspökum manni.


mbl.is Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband