Bullkort með fróðlegri grein í Morgunblaðinu

jokull2

Röng landakort eru einfaldlega villandi. Morgunblaðið fellur í þá ljótu gryfju í frétt sinni um flóð úr Öræfajökli að birta kort með röngum staðsetningum.

Bærinn Freysnes sem er hótel og býður upp á margvíslega þjónustu og á korti Morgunblaðsins er hann staðsettur við mynni Morsárdals - á friðlýstu svæði.

Lómagnúpur er staðsettur að því er virðist sunnan við fjallið Björninn, fjarri réttum stað. Örnefnið Skeiðarárjökull er einhverra hluta vegna næstum komið út af jöklinum á kortinu. Líklega handvöm.

Verra er að flóðið er sagt koma úr Kotárjökli. Samkvæmt merkingunni rennur það niður með Svínafelljökli og yfir Svínafellsfjall sem samt er gríðarhátt, slagar víða hátt í 1000 metra. Kotárjökul er hins vegar í sunnan við bláa litinn eins og sjá má á merkingum mínum á kortinu. Þetta gengur ekki upp vegna þess að það er hinn þröngi dalur Kotárjökuls sem á að magna flóðið. Vissulega getur það líka gerst með flóð niður Svínafellsjökul en það mun þó aldrei fara yfir byggðina í Svínafellstorfunni, fjallið skýlir henni.

Ég gat ekki fundið neitt um þetta verkefni Veðurstofunnar á vef hennar. Þar af leiðandi veit ég ekki hvort kortið er unnið af Morgunblaðinu eða Veðurstofunni. Í það minnsta hefði Mogginn átt að vita betur. 

Svo er það annað. Af hverju eru svona fá örnefni á kortinu? Af hverju er Skaftafell ekki merk inn á það og til dæmis Fagurhólsmýri? Og hvers vegna eru vegir ekki inni á því? Niðurstaðan er aumlegt og gagnslítið kort sem unnið hefur verið í flaustri. Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Sjálf fréttin hefði mátt vera ítarlegri vegna þess að í henni er einungis stiklað á þeim atriðum sem mestu skipta. Birta þarf öll kortin. En líklega eru þau í endurhönnun ...


mbl.is Flóð myndi geysast niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er örugglega Moggakort. Fátt á þessu að græða annað en staðfestingu á því að vatn mun renna niður jökulinn.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.3.2014 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband