Með náttúrupassa vex báknið og frelsið er takmarkað
13.3.2014 | 10:29
Einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri er skylt að afla sér náttúrupassa gegn gjaldi, sbr. 3. mgr. heimsæki þeir ferðamannastaði á Íslandi sbr. 2. mgr. Einstaklingar sem eru með lögheimili eða sækja fasta vinnu á svæðum þar sem náttúrupassinn gildir sbr. 2. mgr. þurfa þó ekki að afla sér náttúrupassa vegna veru sinnar á þeim svæðum.
Náttúrupassinn gildir á þeim ferðamannastöðum á Íslandi sem eru aðilar að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu og viðhald innviða á ferðamannastöðum sbr. 6. gr.
Gjald fyrir náttúrupassa skal vera eftirfarandi:
- a. 2.000 kr. fyrir fjóra daga.
- a. 2.000 kr. fyrir fjóra daga.
- b. 3.000 kr. frá fimm dögum til fjögurra vikna.
- c. 5.000 kr. fyrir lengri tíma en fjórar vikur. Gildistíminn er fimm ár.
Gjaldið skal renna óskipt til Náttúrupassasjóðs.
Í þokkabót skal setja upp stofnun sem nefnist Náttúrupassasjóður með starfsfólki og stjórn. Stofnunin á að passa upp á fjármuni sem innheimtast og útdeila þeim. Að málum eiga að koma allir hagsmunaaðilar nema almenningur í landinu, hann er undanskilinn frá öllu nema skattheimtunni.
Munum að þetta er skattheimta á þjóð sem þegar fyrir er þunglega skattlögð. Ástæðan er eins og að framan greinir, stjórnvöld geta ekki séð af vaxandi tekjum af ferðaþjónustunni í náttúruvernd og uppbyggingu ferðamannastaða.
Ég hef fyrir framan mig frumvarp til laga um náttúrupassann. Ljóst má vera að mikill ágreiningur verður um hann og hart barist gegn samþykktinni. Ég hef líka þá trú að Sjálfstæðisflokkurinn munu skiptast í tvo hópa um málið vegna þess að það gengur þvert gegn grundvallargildum flokksins um frelsið.
Ágætt er að lýsa því hér yfir að ég mun aldrei greiða þennan skatt og mun þó ekki sitja heima með hendur í skauti heldur ferðast um land mitt eins og ég hef gert hingað til - og berjast gegn óréttlætinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Athugasemdir
Náttúrupassi! Er það ekki enn ein ESB-miðstýringin?
Frjálst framlag, c.a. 250 krónur á mann, í bauk við hliðið, hefði líklega verið alveg ásættanlegt framlag.
Og engin opinber og rányrkjustýrð miðstýring?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 19:46
Hvað með alla peningana sem við Íslendingar borgum í sköttunum okkar til að halda úti öllu náttúruverndarbatterýinu. Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun o.fl. Er það einskis metið?
Þórir Kjartansson, 13.3.2014 kl. 22:30
Fyrir nokkrum árum síðan var ég staddur í Black Hills í Suður Dakóta. En þar er ægifagurt landslag og þar er ein hjólabraut sem er kölluð Mickelson Trail og er hluti af hjólastígum í Bandaríkjunum sem þeir kalla Rails to trails eða eitthvað álíka. En þessir hjólastígar eru byggðir á gömlum járnbrautaleiðum sem búið er að afleggja.
Jæja en þar, voru svona púlt við stíginn sem í voru umslög með kvittunum. Þú settir afrit af kvittuninni í umslagið ásamt peningunum, mig minnir að það hafi verið 3 dollarar fyrir daginn, og settir umslagið í baukinn en hélst frumritinu.
Þegar ég kom til að hjóla þarna var biðröð við baukinn og enginn vörður. Mönnum þótti bara sjálfsagt að borga. En peningarnir fóru í það að viðhalda stígunum.
http://corvo.blog.is/blog/corvo/entry/635768/
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 06:53
Hef einmitt sett fram slíka hugmynd að prófa fyrst valkvæða greiðslu við komu eða brottför. Vel auglýstur staður þar sem fólk gæti látið frjálsa upphæð af hendi rakna til íslenskrar náttúru og fengi í staðinn nett kort með viðurkenningu á greiðslunni. Þá þarf ekki að skylda okkur Íslendinga til að borga vegna einhverra heimskulegra jafnræðisreglna.
Þórir Kjartansson, 14.3.2014 kl. 08:34
Þakka fyrir innlitið, Þórir. Ég hef starfað lengi innan ferðafélags og farið víða. Slæm umgengni í fjallaskálum er ekki ný bóla, eins og þú veist, sama er með utanvegaakstur og margvíslegt annað. Hér á landi er víða boðið upp á þjónustu en ef enginn er til að rukka safnast lítið í bauka. Frjáls framlög innheimtast yfirleitt illa í svona bransa.
Rafn, ég hef farið á staði erlendis þar sem er rukkað fyrir aðgang og allt gert með miklum sóma. Hins vegar virðist þetta ekki vera hægt hér á landi. Ég hef horft upp á bæði útlendinga og Íslendinga svíkjast um að greiða t.d. fyrir gistingu í fjallaskála.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.3.2014 kl. 09:06
Náttúrupassi = miðstýrð ríkisnáttúra í boði Sjálfstæðisflokksins! Undarlegur er hann þessi flokkur frjálsrar samkeppni og einstaklingsfrelsis þegar hann, af og til, berst með oddi og egg fyrir hugmyndafræði sem er vinstramegin við Stalín.
Hætt er við að báknið í kringum þessa vitleysu standi ekki undir kostnaðinum, hvað þá meira. Ef þetta á að virka þarf eftirlitið eitt að vera stjarnfræðilegt og hætt er við að lögreglan sinni ekki öðrum verkefnum á meðan, að óbreyttum mannskap.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2014 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.