Nei, aðildaviðræður að ESB eru ekki samningaviðræður
12.3.2014 | 13:58
Sá sem óskar eftir íslenskum ríkisborgararétti á þess ekki kost að semja við íslensk stjórnvöld um undanþágur frá lögum og reglum ríkisins.
Annað hvort sættir hann sig við að undirgangast þau eða hann gerist ekki ríkisborgari. Hið sama á við er ríki óskar eftir að ganga inn í ESB. Þetta kemur skýrt fram í reglum sambandsins.
Meirihlutinn í skoðanakönnun Gallup trúir því að aðildarviðræður við ESB leiði til samning milli sambandsins og Íslands. Það er rangt. Skelfilegur misskilningur
Aðildarviðræðurnar eru aðlögunarviðræður. Á ensku nefnast þær Accession negotiations. Þær eru fyrir ríki sem ætla sér að ganga inn í ESB. Þetta eru ekki samningaviðræður og ESB varar beinlínis við þeirri túlkun.
Grundvallaratriðin ESB eru sett fram í 35 köflum og Ísland þarf að sýna og sanna í umræðum um hvern þeirra að það hefur tekið upp lög og reglur ESB. Þetta þarf samninganefnd ESB að samþykkja og löggjafarþing allra 27 ríkja sambandsins.
Gæti það virkilega gerst að Ísland fái undanþágur í sjávarútvegsmálum sem til dæmis Spánn, Frakkland eða Bretland njóta ekki? Nei, varla. Ekki heldur í landbúnaði, orkumálum, iðnaðarmálum, umhverfismálum svo dæmi séu tekin.
Þeir sem eru á móti aðild að ESB en fylgjandi áframhaldandi aðildarviðræðum skilja ekki eðli viðræðnanna. Þetta fólk heldur að í boði sé eitthvað annað en það sem stendur svart á hvítu í Lissabonsáttmála ESB. Svo er ekki.
Þær undanþágur sem einstök ríki hafa frá lögum og reglum ESB eru afar léttvægar og skipta sáralitlu máli í samanburðinum við stóru málin eins og sjávarútvegsmál okkar.
Ríkisstjórnin sem sat hér á landi frá 2009 til 2013 sagði rangt til um eðli aðildarumsóknarinnar. Núverandi ríkisstjórn ber ábyrgð á að hafa ekki leiðrétt rangfærslunnar og leitt þessi máli til tóma vitleysu.
72% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er afar meinlegur misskilningur sem erfitt er að uppræta, þó öll gögn liggi á borðinu, bæði í skýrslu frá ESB sjálfu, skýrslu hagfræðideildar háskólans og svo Sáttmálans. Fólk kýs frekar að trúa málflutningi Össurar og Árna Páls.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2014 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.