Fornaldarviðhorf þingmanns Framsóknar

Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn. Og það fylgdi því mikil virðing að vera alþingismaður. Síðan hefur þetta breyst mikið og andrúmsloftið og öll umgjörðin finnst mér orðin allt öðruvísi. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast. Það þykir mér óskaplega leiðinlegt og það er eins og þessi gömlu góðu hefðir þingsins hafi ekki skilað sér nógu vel inn í nútímann. Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk.

Þetta er haft eftir Vígdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins á mbl.is. Ef ég skil þessi fornaldarviðhorf rétt þá á starfsfólk þingsins ekki að ávarpa þingmenn að fyrra bragði. Og mórallinn á þinginu sé orðinn of frjálslegur fyrir Vígdísi.

Hún á þá aðeins tveggja kosta völ. Sætta sig við breyttan tíðaranda eða ... 

Svo gæti hún auðvitað tekið þriðja kostinn sem er að hugsa áður en hún talar. Þeir mættu margir grípa þann kost, þingmenn í stjórn og stjórnarandstöðu. 


mbl.is Ósáttur við ummæli Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Húsbændur og hjú", viðhorf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2014 kl. 16:04

2 Smámynd: rhansen

Eg held hun se einfaldlega að tala um þann munnsöfnuð og ókurteysi sem þrifst orðið i Þjóðfelaginu öllu ..og er með öllu óliðandi ....og gjörsalega fordænlegur inná Alþingi  !!.............og þeim sem ekkert finnst athugavert við það eru illa á vegi staddir og meðvirkir  !!

rhansen, 7.3.2014 kl. 16:25

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

rhansen, lastu ekki greinina, hún beinir orðum sínum að starfsfólki alþingis, finnst virðing þess við þingmenn ekki vera nógu virðuleg (ábyggilega eini þingamaðurinn sem telur svo vera)sem áður fyrr. Það er nú meiri vitleysan sem brýst út úr þverrifuni á þessari manneskju.

Hjörtur Herbertsson, 7.3.2014 kl. 17:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er rangt Hjörtur,því flest okkar sem komin eru yfir löglegan gamalmenna,aldur getum aðspurð,sagt svipað um almenna kurteysi og virðingu fyrir reglum. Það er ekkert öðruvísi á Alþingi, þarf ekki annað en horfa hluta úr degi. Hvað reyndi ekki nýi þingmaður Pirata upp á sitt eindæmi,bara að hunsa viðteknar venjur,sem lúta að ávarpinu hátt og hæst virtur.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2014 kl. 00:41

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er rétt hjá Vigdísi,og þetta hefur margoft komið fram í skoðanakönnunum.Áður fyrr var það talin mikil virðingarstaða að vera Alþingismaður.Að halda því fram að virðing fyrir alþingismönnum sé sú sama og áður er hreint bull.Og ástæðan er fyrst og fremst hrun bankanna.Alþingi er kennt um.Auðvitað smitar þetta inn til starfsfólks þingsins Það er uppbyggt eins og annað fólk.Og virðingarleysið fyrir þingmönnum gildir um alla þingmenn.Forseti Alþingis getur auðvitað haldið því fram að starf forseta Alþingis sé sama virðingarstaðan og hún var fyrir 20 árum í huga almennings.Það er bull.Og starfsfólk Alþingis er að sjálfsögðu hluti af almenningi.Rétt hjá Vigdísi.

Sigurgeir Jónsson, 8.3.2014 kl. 10:13

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er auðvitað skrifstofustjóri Alþingis sem á að sjá til þess að farið sé eftir þeim reglum og hefðum sem skapast hafa um Alþingi.Komið hefur fram hjá einum fyrrverandi þingmanni að hann hafi verið fastagestur í eldhúsi Alþingis, þar sem hann hafi verið kallaður Lilli.Nafn þessa fyrrverandi þingmanns er Birkir Jón Jónsson.Var þessi þingmaður kosinn til að vera á kjaftatörn við stúlkur í uppvaski.Voru þær kanski að skrifa fyrir hann næstu þingræðu.Þessi stuðningsmaður ESB er eitthvað ósáttur við Vigdísi eins og komið hefur fram.En það eru örugglega flestir þingmenn sammála Vigdísi, þótt aumingjagangur þeirra sé slíkur að þeir þora ekki að viðurkenna það.

Sigurgeir Jónsson, 8.3.2014 kl. 10:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að alþingismenn og ráðherrar hafi sjálfir algjörlega séð til þess að almenningur hefur ekki meira traust og álit á þeim. Virðing er ekki ásköpuð eða keypt, virðing getur aðeins verið áunninn með framkomu og viðhorfum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2014 kl. 14:04

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hefðir skipta máli, þær viðhalda reglu og reglur viðhalda aga.  Eftir að Ríkisútvarpið, dollubankkarar og grjótkastarar studdu til valda vitlausustu ráðherra Íslandssögunnar, þá var um leið slegið af virðingu fyrir hefðum alþingis.    

Hrólfur Þ Hraundal, 8.3.2014 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband