Pólitískur ómöguleik Gnarss og sýndarveruleiki Blöndals
4.3.2014 | 08:54
Ef ómögulegt reynist ađ ná í annađhvort borgarstjórann eđa ađstođarborgarstjórann ţá hafa blađamenn val um ađ hringja í einhvern ţeirra ţrettán starfsmanna sem í dag starfa hjá upplýsinga- og vefdeild Reykjavíkurborgar. Til ađ gćta sanngirni er rétt ađ taka ţađ fram ađ einungis fjórir af starfsmönnum deildarinnar, auk deildarstjórans sem titlađur er upplýsingastjóri, gegna hlutverki upplýsingafulltrúa.
Ţetta segir Skúli Hansen, framkvćmdastjóri og blađamađur í Morgunblađi dagsins, og upplýsir um leiđ eitt stćrsta pólitíska leyndarmál Besta flokksins/Bjartrar framtíđar. Ţetta hefur eiginlega ekki mátt segja opinberlega af ţví ađ Jón Gnarr er svo góđur gći og skemmtilegur.
Hitt vita ţeir sem vilja ađ ţekking Jóns Gnarrs á rekstri, borgarmálum og stjórnsýslu borgarinnar er svo til engin. Ţess vegna hafa fjölmiđlar haldiđ hlífiskildi yfir honum ađ beiđni Besta/Bjartrar.
Í upphafi kjörtímabilsins varđ borgarstjór sér iđulega til skammar í viđtölum, hann ţekkti ekkert, svarađi út í bláinn, flissađi og mćlti tóma steypu. Ţó var titlađur borgarstjóri og međ afar há laun sem slíkur.
Niđurstađan varđ ţví sú ađ skrifstofu stjóri borgarstjórnar var hćkkuđ í tign og annađist ţau störf borgarstjóra sem Jón Gnarr kunni ekki, sem sagt allt en án titils og launa. Jón Gnarr fékk hins vegar ađ leika sér međ ţađ sem hann kunni, til dćmis ađ gera heimildarmynd um sjálfan sig, opna sýningar, hitta börn, taka ţátt í ýmiss konar útisamkomum og ţess háttar. Ţetta hefur gert ţađ ađ verkum ađ margir telja hinn sýnilega borgarstjóra ţann besta sem Reykjavíkurborg hefur átt. Skammt virđist ţó á milli ţess sýnileika og starfslegs ómöguleika svo gripiđ sé til orđs sem deilt er mun meira um en hćfileika borgarstjórans í rekstri og stjórnsýslu.
Skúli Hansen er afar undrandi á ţví ađ Reykjavíkurborg ţurfi ...margfalt stćrri upplýsingadeild ađ halda en stćrstu stofnanir og fyrirtćki landsins?. Um leiđ beindir hann á ađ kostnađur viđ bákniđ sem Besti/Björt framtíđ og Samfylkingin hafa komiđ upp er 93,5 milljónir króna á ţessu ári. Skýringin er einföld og ég efa ţađ ekki ađ Skúli viti hana, ţeir vita sem vilja. Ţetta er gert til ađ koma í veg fyrir ađ Jón Gnarr ţurfi ađ standa fyrir máli sínu hjá almenningi og fjölmiđlum - kostnađur viđ varnarmúrinn.
Hugmyndasmiđurinn og sá sem ber ábyrgđ á ţessu er svokallađur ađstođarborgarstjóri sem í raun hefur gegnt embćtti borgarstjóra de facto síđan skrifstofustjórinn, sem áđur er nefnd, hrökklađist í burtu međ galliđ í kokinu eftir rúmt ár međ Besta/Bjartri framtíđ.
Enginn kaus Sigurđ Björn Blöndal sem borgarstjóra en líklega hefur hann gengt starfinu ţokkalega miđađ viđ ađstćđur - og ábyggilega á góđum launum en án titilsins.
Ţetta er hins vegar dýrt fyrirkomulag. Hann kom reynslulaus í starfiđ, hann eyddi peningum í varnarmúrinn í kringum Jón Gnarr og gćtti ekki ađ almannatengslum, hélt ekki hverfafundi, passađi upp á ađ Besti/björt framtíđ mćtti ekki almenningi á neinum vettvangi.
Hann hefur pólitískt nef enda ćtlar hann sér borgarstjóratitilinn, launin og hefđina, kominn í fyrsta stći hjá Bjartri framtíđ. Hann skynjađi ađ fólk út um alla borg er reitt og óánćgt eftir störf Besta/Bjartrar framtíđar og Samfylkingarinnar. Ţađ verđur ţungur baggi fyrir Blöndal ađ bera í ađdraganda nýrra kosninga. Nú kemur ađ ţví sem hann hingađ til forđađist, ţađ sem Jón Gnarr ţorđi ekki, ... ađ mćta Reykvíkingum á kosningafundum. Ţađ verđur án efa skáldsaga eđa sýndarveruleiki ómöguleikans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.