Guðmundur Steingrímsson fer með ósannindi
3.3.2014 | 09:54
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sýnir að forystumenn og talsmenn fyrrverandi ríkisstjórnar héldu uppi skipulegri blekkingarstarfsemi sem hafði það að markmiði að telja fólki trú um að eitthvað væri hægt, sem ekki er hægt varðandi undanþágur frá grunnreglum Evrópusambandsins. En umræður um skýrsluna benda jafnfarmt til þess að þeir hinir sömu hafi verið farnir að trúa eigin blekkingaráróðri.Á annan veg var t.d. ekki hægt að skilja ræðu Guðmundar Steingrímssonar, leiðtoga Bjartrar Framtíðar síðdegis í gær, þegar hann virtist trúa því að það væru einhverjir möguleikar á samningum um grundvallarreglur ESB vegna sjávarútvegsmála, sem gætu tryggt Íslendingum yfirráð yfir auðlindum hafsins. Skýrslan sýnir ótvírætt að svo er ekki og ummæli stækkunarstjóra ESB á blaðamannafundi með Össuri Skarphéðinssyni sýna að svo er ekki.Hvað getur valdið því, að hið mætasta fólk virðist trúa því að eitthvað sé hægt þótt æðstu embættismenn ESB hafi sagt skýrt og skilmerkilega að svo sé ekki?
Þetta skrifar Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni. Birti þetta hér vegna þess að maður hreinlega skilur ekkert í málflutningi Guðmundar Steingrímssonar, formanni Bjartrar framtíðar, sem einn daginn þykist vilja heiðarlegri stjórnmál. Næsta dag veður hann fram með heilagri vandlætingu og hreinlega skrökvar í fjölmiðlum eins og Styrmir rekur hér að ofan. Þetta er ótrúlegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gáfur og ærlegheit eru ekki það sama. En þegar saman fara naumt skammtaðar gáfur og rýr ærlegheita búskapur, þá er ekki á vísan að róa.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2014 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.