Fjöldi fólks er farinn að efast um Vigdísi Hauksdóttur

Þó ég sé stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar get ég ekki að því gert að æ oftar fer um mig dálítill kjánahrollur þegar sumir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans á Alþingi taka til máls.

Ég vona að ég teljist ekki til þeirra sem lagt hafa Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í „einelti“ þegar ég held því fram að hún ætti að tala minna, hugsa meira og undirbúa sig betur. Þetta á nú auðvitað við fleiri en Vigdísi og þeir taki það til sín sem eiga.

Þó svo að Vigdís Hauksdóttir eigi í útistöðum við einhvern málsmetandi mann úti í bæ er ekki þar með sagt að hún geti látið alla hans ætt gjalda þess, maka, börn, barnabörn, foreldra og afa og ömmu. Hver og einn er ábyrgur gjörða sinna og athafna og útilokað er að bendla aðra við slíkt að þeim forspurðum.

Þetta er hins vegar ekki aðalatriðið fyrir mig heldur sá skaði sem hugsunarlaus talandi veldur á stjórnarsamstarfinu og almenningsálitinu. Enn einu sinni er allt komið í háaloft vegna Vigdísar og um leið er almannarómur á þeirri skoðun sem hér hefur þó verið varað við að Framsóknarflokkurinn sé allur ábyrgur fyrir blaðrinu í konunni og þingmennirnir og ráðherrarnir séu allir eins.

Mál er að linni. Kominn er tími til að þessi þingmaður taki sér tveggja vikna frí, fari til útlands, setjist á eitthvurt námskeiðið eða leggi stund á gagnrýna naflaskoðun. Það getur nefnilega ekki verið gott fyrir konuna eða samstarfsfólk hennar að hún haldi áfram hegðun sinni. Ég þekki ekki Vigdísi en fullyrði engu að síður að fjöldi fólks ber alvarlegar brigður á hegðun hennar og hugsun. Ekki er laust við að ég sé í þeim hópi.


mbl.is Hvetur fyrirtæki til að hætta að auglýsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það gengur auðvitað ekki að þingmaður gangi fram með þessum hætti, og gefur einungis skoleyfi á aðra. Svona á ekki að viðgangast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 12:07

2 Smámynd: Ágúst Marinósson

Athyglisvert að jafnvel hægri ofgamönnunum hér á Moggablogginu skuli ofbjóða.

Ágúst Marinósson, 27.2.2014 kl. 13:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tel mig hvorki til hægri né vinstri, bara með mínar ákveðnu skoðanir, og ég tek alveg undir það að þingmaður, hvaða flokki sem hann tilheyrir á ekki að tala fyrir að fólk eða fyrirtæki séu sniðgenginn. Þetta fólk er á alþingi fyrir alla íslendinga en ekki suma. Það gengur afar erfiðlega fyrir sumt fólk að skilja þetta. Bæði innan alþingis og utan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 13:37

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvernig færðu það út að ég sé hægri öfgamaður, Ágúst? Svona talsmáti er hvergi við hæfi.

Ásthildur, ég er innilega sammála þér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2014 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband