Hvað í ósköpunum hrjáir Róbert Marshall?
24.2.2014 | 13:41
Stjórnarandstaðan með Róbert Marshall, þingmann Samfylkingarinnar, í broddi fylkingar tekur alltof mikið upp í sig út af afturköllun umsóknar að ESB. Þetta er að mestu sama fólkið og hló að tillögu Sjálfstæðisflokksins um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslum um aðildarumsóknina þegar hún var lögð fram á alþingi 2009. Hvers vegna að halda tvær atkvæðagreiðslur, stundi þá verandi stjórnarmeirihluti upp á milli hláturskviðanna.
Þeir héldu því fram að það væri nóg að halda eina þjóðaratkvæðagreiðslu og það þegar viðræðurnar hefðu skilað samningi ...! En það sem þetta lið sleppti að minnast á var að viðræður við ESB ganga ekki út á gerð samnings heldur að umsóknarríkið, Ísland, sýni og sanni hvernig það hafi tekið upp lög og reglur Evrópusambandsins, allar 100.000 blaðsíðurnar í eigin lög. Þess vegna kallar ESB þetta aðlögunarviðræður.
Í sannleika sagt er tilgangslaust að halda viðræðum við ESB áfram. Þær eiga að leiða til aðildar. Að lokinni þjóðaratkvæðagreiðsla kann svo að fara að þjóðin hafi hafnað aðildinni. Þá verður Ísland komið með öll þessi 100.000 blaðsíðna lög og reglur án þess að vera aðili. Til hvers er þá verið að leggja í þessa vegferð.
Jú, kann ESB liðið að segja, til að ná ásættanlegum samningi. Nei, samningur er ekki markmið ESB nema í undantekningatilvikum og alls ekki í grundvallarmálum. Fyrir því eru engin fordæmi.
Fyrst það var hægt að láta Alþingi samþykkja þingsályktunartillögu um aðild að ESB án þess að þjóðin komi þar nærri hlýtur að vera hægt að afturkalla sömu tillögu með samskonar þingsályktunartillögu án þess að stjórnarandstaðan fari á límingunum. Og að kalla þetta svik er fjarri öllu lagi. Svikin byrjuðu með því að senda Ísland í aðlögunarsamningana.
Spyrja má því að gefnu tilefni hvað hrjáir stjórnarandstöðuna og ekki síðst Róbert Marshall þingmann Samfylkingarinnar..
Gengu út af þingflokksformannafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get lofað þér því að ef fram hefði komið ályktun um að halda þjóðaratkvæði um framhaldið, þá hefði öll vinstriklíkan sett sig á móti því, vitandi að niðurstaðan yrði þeim ekki í hag.
Yrði kosið og þjóðin ákveðið að hætta, sem er nánast öruggt, þá hefði ekki verið hægt um vik að koma þessu af stað aftur. Þetta vita þeir.
Upphlaupið er allt til heimabrúks, því samfylkingin stendur og fellur með þessu eina máli, enda eins máls flokkur. Þeir yrðu tilgangslausir og málefnalausir og myndu hverfa af stjornmálakortinu a einni nottu.
Semsagt, það er sama hvers eðlis þingsályktunin væri. Þeir hefðu mótmælt. Á hvorn veginn sem er, þá eru þeir búnir að vera.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 18:18
ÞÐ mætti halda að Samfilkingar formaðurinn væri með alsæmer og Róbert líka!!!! Og reyndar öll stjórnarandstaðan!
Eyjólfur G Svavarsson, 25.2.2014 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.