Guðmundur Steingrímsson þarf að svara einfaldri spurningu!

Það eru gamaldags vinnubrögð, það er birtingarmynd þessa ofríkis, þessarar forræðishyggju sem ríkisstjórnin er að tileinka sér. Mér líður eins og það sé verið að reyna að troða ofan í mig skítugum, illa lyktandi lopasokk einhvern veginn,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.

Guðmundur Steingrímsson þingmaðurinn lætur sem hann sé gráti nær vegna þess að ríkisstjórnin ætlar að draga umsóknina að ESB til baka. Hann viðhefur stór orð án nokkurra raka.

 

  • Hvað er „ofríki“ í þinglegri meðferð ríkisstjórnarinnar um ESB málið?
  • Hvers vegna notar hann orðið „forræðishyggja“ um lýðræðislega meirihlutaákvörðun á þingi?
  • Hvernig passar þessi myndlíking Guðmundar um verið sé „að troða ofan í mig skítugum, illa lyktandi lopasokk“?

 

Nú verður Guðmundur að draga djúpt andann og svara einfaldri spurningu.

Fyrst það var hægt var að láta Alþingi samþykkja þingsályktunartillögu um aðild að ESB án þess að þjóðin hafi komið þar nærri á ekki að vera hægt að afturkalla sömu tillögu með samskonar þingsályktunartillögu án þess að stjórnarandstaðan fari á límingunum?

Var það samskonar ofríki af síðasta ríkisstjórnarmeirihluta að leggja inn umsókn í Evrópusambandið? Að þeirri ákvörðun stóð Guðmundur Steingrímsson og hann lagðist þá gegn þeirri tillögu Sjálfstæðismanna að leggja umsóknina undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Guðmundur þykist vera æfur, reitir hár sitt og viðhefur ótrúlegt orðbragð. Skýringin er væntanlega sú að hann er í minnihluta og fær engu um ráðið. Hann hafði það á síðasta kjörtímabili en gerði ekkert - frekar en fyrri daginn. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband